Nú hefur góðkunningi okkar, YouTube notandinn Greenman3610 gefið út nýtt myndband. Ekki nóg með að myndbandið sé nýtt heldur hefur hann í þessu myndbandi byrjað að skoða nýjan vinkil á umræðunni. Hingað til hefur hann aðallega tekið fyrir mýtur og ýmsa umræðu tengda efasemdum, eins og sjá má í mörgum af hans eldri myndböndum. Hingað til hafa myndbönd hans borið titilinn “Climate denial – Crock of the week” en komu þó ekki út vikulega þrátt fyrir nafnið. Núna virðist hann ætla að snúa sér að því (að minnsta kosti að hluta til) að skoða lausnir. Þessa nýju myndbandaröð sína kallar hann “Renewable energy – Solution of the month”, sem útleggst eitthvað á þann veginn; Endurnýjanleg orka – Lausn mánaðarins. Lýsing Greenman3610 (sem heitir réttu nafni Peter Sinclair) á þessu nýja myndbandi er á þessa leið:
Margir virðast halda, að það að kljást við loftslagsbreytingar muni þýða fátækt og takmörkun á þróun lífs okkar. Raunveruleikinn getur verið nákvæmlega andstæður. Tilfærslan til heims sem ekki er að berjast um síðasta olíudropan, þar sem orka er óháð, mun þýða betra líf, með betri tækifærðum, jafnvel fyrir vaxandi fólksfjölda. Ef við tökum réttar ákvarðanir, þá getum við verið á leið inn í tímabil meiri velmegunar í sögu mannkyns.
Já, hann er ekki að spara fleygu orðinn, en að vanda, er einhver broddur í myndböndum hans, sem verður til þess að maður veltir hlutunum fyrir sér, þó ekki sé annað. Fyrsta myndbandið í þessari nýju myndbandaröð Greenman3610, fjallar m.a. um tengilbíla.
Leave a Reply