Borgarísjaki losnar frá Suðurskautinu

94 kílómetra langur og 39 kílómetra breiður borgarísjaki  á Austur-Suðurskautinu, B-09B borgarísjakin sem er á stærð við Rhode Island, rakst á jökultungu Mertzjökulsins nú í febrúar. Talið er að áreksturinn hafi átt sér stað 12. eða 13. febrúar og brotið jökultunguna frá jöklinum í kjölfarið. Jökultungan er nú orðin að borgarísjaka sem er næstum jafn stór og B-09B borgarísjakinn. Myndirnar hér undir eru allar frá MODIS og sýna stöðu borgarísjakans og fyrrum jökultungunnar fyrir og eftir áreksturinn.

Efsta myndin er frá 7. febrúar, 2010. Einhvern tíma á tímabilinu 12. – 13. febrúar klessti B-09B á jökultunguna. Skýjað var á því tímabili og þ.a.l. náðust ekki myndir af því þegar það gerðist. En síðdegis þann 13. febrúar varð létt skýjað og kom þá í ljós að jökultungan hafði brotnað frá jöklinum. Mið myndin er frá 20. febrúar og sýnir báða borgarísjakana. Næstu vikuna á eftir færðist hinn nýi borgarísjaki fjær jöklinum neðsta myndin.

Borgarísjakinn sem varð til út frá Mertzjökulinum er 78 kílómetrar á lengd og 39 kílómetrar á breidd og massi hans er um 700-800 milljarðar tonna. Hugsanlega mun þetta brot jökulsins hafa áhrif á líf mörgæsa á svæðinu, þar sem jökultungan var einskonar var fyrir þær áður en hún brotnaði frá.

B9 borgarísjakinn brotnaði frá Ross íshellunni árið 1987. Það tók hinn risavaxna borgarísjaka meira en 2 áratugi að reka út frá Ross hafinu, að Mertzjöklinum á Austur-Suðurskautinu. Á leiðinni brotnaði hann í hluta, m.a. B-09B borgarísjakan sem klessti á jökultungu Mertzjökulsins.

Hér undir má sjá myndir af atburðinum.

Ítarefni og heimildir:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.