Fyrirlestur Naomi Oreskes

Myndband með fyrirlestri Naomi Oreskes sem fjallar um sama efni og nýleg bók hennar, Merchants of Doubt: How a Handful of Scientist Obscure the Truth about Climate Change. Naomi Oreskes er rithöfundur og prófessor í sögu og vísindafræðum við Kalíforníu Háskóla, San Diego.

Fyrirlesturinn var haldinn við Háskólann á Rhode Island vorið 2010 og er hluti af Vetlesen fyrirlestrarröðinni, Fólk og pláneta – Hnattrænar umhverfisbreytingar og var haldinn 2. mars 2010.

Myndbandið er rúmlega klukkutími í allt, en maður fær nokkuð mikið út úr því að hlusta á fyrirlesturinn ef ekki gefst tími til að horfa líka. Ég mæli með þessum fyrirlestri fyrir alla.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.