Ný yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga. Langtíma breytingar í loftslagskerfum hafa fundist um allan hnöttinn, frá færslu í úrkomumunstri og í minnkandi hafís Norðurskautsins. Breytingarnar fylgja munstri sem búist var við af loftslagsbreytingum af mannavöldum – sem styrkir enn frekar að athafnir manna séu að hafa áhrif á loftslag.
Í yfirlitsgreininni var farið yfir stöðu og framgang loftslagsvísinda frá síðustu IPCC skýrslu (AR4) sem gefin var úr árið 2007. Háþróuðum mælingar- og eiginleikaaðferðum (e. detection and attribution’ methods) voru notaðar til að bera kennsl á langtíma breytingar í loftslagi og síðan athugað:
Hvort þessar breytingar væru vegna náttúrulegs breytileika – t.d. vegna breytinga í orku frá Sólinni, vegna eldvirkni eða vegna náttúrulegra hringrása eins og El Nino? Ef ekki, hvort það væru vísbendingar fyrir því að athafnir manna væri orsökin?
Niðurstöðurnar sýna að loftslagskerfið er að breytast á margan hátt og fylgir því munstri sem spáð hefur verið með loftslagslíkönum. Eina sennilega útskýringin er sú að breytingarnar séu vegna athafna manna, þar á meðal vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.
Peter Stott, hjá Bresku Veðurstofunni segir: “Nýlegar framfarir í mæligögnum og hvernig þau hafa verið greind, gefa okkur betri yfirsýn yfir loftslagskerfin en nokkurn tíma áður. Það hefur gefið okkur tækifæri til að bera kennsl á breytingum í loftslaginu og að greiða flækju náttúrulegs breytileika frá heildarmyndinni. Vísindin sýna samkvæma mynd af hnattrænum breytingum sem hafa greinileg fingraför losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Einnig sýna gögnin að loftslagsbreytingar eru komin fram úr breytingum í hitastigi – þær breytingar eru nú sýnileg um allt loftslagskerfið og í öllum krókum og kimum Jarðarinnar. Loftslagið er að breytast og það er mjög líklegt að athafnir manna séu orsökin.”
Það eru einnig vísbendingar um að breytingar í úrkomu séu að gerast hraðar en búist var við. Þetta þarf að skoða betur, til að skilja ástæður þess og hvort þetta bendi til að breytingar í framtíðinni gætu orðið meiri en loftslagslíkön spá fyrir.
Nokkrar breytingar
- Hiastig eykst – hnattrænt hitastig jarðar hefur aukist um 0,75 °C á síðustu 100 árum og áratugurinn 2000-2009 var sá heitasti í sögu mælinga. Áhrif manna finnst á öllum meginlöndunum.
- Breytingar í úrkomumunstri – á blautari svæðum Jarðar (þ.e. á svæðum á mið og háum breiddargráðum Norðuhvels og hitabeltinu) er úrkoma almennt að aukast á meðan þurrari svæði fá minni úrkomu.
- Raki – yfirborðs- og gervihnattamælingar sýna að raki í lofthjúpnum hefur aukist síðastliðin 20-30 ár. Þessi aukning eykur vatnsmagn sem getur fallið við úrhellisrigningar, sem skapar flóðahættu.
- Hiti sjávar – mæld hefur verið aukning í hitastigi sjávar síðast liðin 50 ár í Altantshafinu, Kyrrahafin og Indlandshafi. Þessi aukning er ekki hægt að tengja við breytingar í sólvirkni, eldvirkni eða breytingum í sjávarstraumum, líkt og El Nino.
- Selta – Atlantshafið er saltara á heittempruðum breiddargáðum. Það er vegna aukinnar uppgufunar úr hafinu vegna aukins hita. Til langs tíma þá er búist við að hafssvæði á hærri breiddargráðum verði minna sölt vegna bráðnuna jökla og jökulbreiða og meiri úrkomu.
- Hafís – útbreiðsla hafíss við sumarlágmark á Norðurskautinu er að minnka um 600 þúsund ferkílómetra á áratug, sem er svæði svipað að flatarmáli og Madagaskar [6 sinnum flatarmál Íslands]. Þó það sé breytileiki frá ári til árs, þá er langtímaleitnin í þá átt að ekki er hægt að útskýra það án athafna manna.
- Suðurskautið – það hefur orðið smávægileg aukning í hafís Suðurskautsins frá því gervihnattamælingar hófust árið 1978. Þessi breyting er í samræmi við sameiginleg áhrif af aukningu í gróðurhúsalofttegundum og minnkandi ósonlags. Þau áhrif valda því að hafís eykst á sumum svæðum, t.d. Rosshafi og minnkar á öðrum svæðum, t.d. Amundsen-Bellingshausenhafi.
Heimildir og ítarefni
Greinina má finna í tímaritinu Wiley Interdisciplinary Reviews: Climate Change (áskrift): Detection and attribution of climate change: a regional perspective
Fréttatilkynning Bresku Veðurstofunnar – Met Office, má finna hér: Climate change and human influence
Svo virðist vera sem að búið sé að opna fyrir þessa grein, enda var það út í hött að svona mikilvæg grein væri lokuð á bak við áskriftarglugga.