Loftslag.is

Tag: Grænland

  • Nokkur áhugaverð erindi

    Nokkur áhugaverð erindi

    Við á loftslag.is viljum minna á nokkur áhugaverð erindi sem eru í boði á næstu dögum. Fyrst er að nefna ráðstefnu með fjölbreyttum erindum:

    Hafrannsóknastofnun stendur fyrir ráðstefnu um “Veðurfar og lífríki sjávar á Íslandsmiðum” í fyrirlestrasal stofnunarinnar, Skúlagötu 4, 1. hæð, fimmtudaginn 21. febrúar 2013 frá 9 – 16.

    Ráðstefnan er öllum opin.

    Veðurfar og breytileiki hefur mikil áhrif á ástand sjávar, lífsskilyrði í sjónum og göngur og stærð fiskistofna á Íslandsmiðum. Hlýviðrisskeið var hér við land á árunum 1925-1945, kuldaskeið frá 1965-1971 og frá árinu 1996 hefur verið hlýviðrisskeið. Á þessum tímabilum hafa einnig orðið verulegar breytingar á vistkerfi sjávar við Ísland.

    Nýlegar breytingar á sjávarhita og seltu hafa haft áhrif á allt vistkerfið frá svifi til fiska og spendýra. Sum bein áhrif veðurfarsbreytinga á lífríki hafsins eru þannig nú þegar merkjanleg en önnur þarf að greina betur með auknum rannsóknum og líkanagerð.

    Á ráðstefnunni verða flutt 12 erindi um áhrif veðurfars á lífríki sjávar á Íslandsmiðum. Dagskrána og ágrip erinda má finna á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar hér

    Þá er áhugavert föstudagserindi Jarðvísindastofnunar og Norvulk:

    Föstudagur, 22. febrúar kl. 12:20 – Guðfinna Aðalgeirsdóttir: 
    “Challenges in modelling the future of the Greenland Ice sheet”

    Föstudagserindi Jarðvísindastofnunar og Norræna eldfjallasetursins.
    Fundarstaður: Náttúrufræðahús, Askja – fundarherbergi 3. hæð, vesturendi.  Allir velkomnir!

  • Fyrirlestur um sjávarstöðubreytingar

    Fyrirlestur um sjávarstöðubreytingar

    Hér fyrir neðan má horfa á myndband þar sem Jerry Mitrovica prófessor við Harvard háskóla fjallar á aðgengilegan hátt um ýmislegt sem skiptir máli þegar fjallað er um sjávarstöðubreytingar.

    Þessi fyrirlestur var haldinn í Washington árið 2011, en þar fer hannn sérstaklega í saumana á nokkrum punkta sem efasemdamenn um hnattræna hlýnun halda oft á lofti þegar fjallað er um sjávarstöðubreytingar og hrekur þau rök á einfaldan og auðskiljanlegan hátt.

    Það er vel þess virði að horfa á þennan fyrirlestur, en hann er um hálftíma langur.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Grænland um hásumar 2012

    Grænland um hásumar 2012

    Hér er PBS fréttastofan með ágæta umfjöllun um aðstæður á Grænlandi.  Margaret Warner ræðir þar við vísindamann frá NASA um bráðnun við yfirboð Grænlands sem og jöklabreytingar við Peterman jökulinn.

     

    Ítarefni:

    Fréttir á RÚV: Bráðnun án hliðstæðu og Risaísjaki brotnar frá grænlenskum jökli

    Einar Sveinbjörnsson með umfjöllun: Óvenjuleg hlýindi í háloftunum valda meiri bráðnun Grænlandsjökuls

    Tengt efni á loftslag.is

  • Grænlandsjökull dökknar og bráðnar hraðar

    Grænlandsjökull dökknar og bráðnar hraðar

    Hvítt yfirborð Grænlandsjökuls endurkastar rúmlega helming þess sólarljóss sem fellur á hann. Þessi eiginleiki hjálpar jöklinum við að viðhalda sér:  minni gleypni sólarljóss þýðir minni hlýnun og bráðnun.  Undanfarinn áratug hafa gervihnattamælingar sýnt breytingu í endurskini jökulsins. Dökknandi yfirborð hans gleypir meiri orku frá sólarljósinu og hraðar bráðnunina.

    Myndin hér fyrir ofan sýnir hlutfallslega breytingu á endurkasti sólarljóss frá yfirborði Grænlandsjökuls sumarið 2011, samanborið við meðaltal þess milli áranna 2000 og 2006 – samkvæmt gögnum frá gervihnöttum NASA. Nánast öll jökulbreiðan er blálituð sem bendir til þess að jökullinn hafi endurkastað allt að 20% minna síðastliðið sumar en fyrri hluta síðasta áratugs.

    Loftslagsvísindamenn tala gjarnan um magnandi svörun við að lýsa þessum áhrifum, þ.e. við hlýnunina þá bráðnar ís og snjór og undirliggjandi yfirborð sem er dekkra veldur aukinni hlýnun sem veldur meiri bráðnun og svo koll af kolli. Samskonar magnandi svörun má sjá þar sem hafís bráðnar og dökkt úthafið tekur við af hvítu yfirborðinu.

    Miðað við tengslin sem eru milli hlýnunar og minnkandi endurkasts þá passar munstur kortsins vel við það sem búast má við. Yfirborð sem liggur lægra og er þar með hlýrra hefur dökknað mun meira en yfirborð sem liggur hærra og hið dökka yfirborð virðist hafa færst ofar.

    Dökkur ís á yfirborði jökulsins við hliðina á straumrás vegna bráðnunar nálægt jaðri jökulsins. Samanborið við ferskan snjó og hreinan ís, þá gleypir dökkt yfirborðið mun meiri orku frá sólinni, sem hraðar bráðnunina. © Henrik Egede Lassen

    Samkvæmt Jason Box, aðalhöfundi Grænlandskafla skýrslunnar um Norðurskautið (sjá heimildir) þá er dökknunin um miðbik jökulsins jafnt eins áhugaverð og sú út við jaðrana. Um miðbikið er hæsti punktur jökulsins og engin sjáanleg bráðnun.  Jason segir að dökknunin þar sé vegna þess að ískrystallar hafi hitnað, við það festast þeir saman og verða rúnaðir. Þannig krystallar gleypa meira sólarljós en þeir fersku.

    Nýfallnir snjókrystallar eru með fjöldan allan af flötum sem endurgeisla sólarljósi (vinstra megin). Er þeir hitna þá verða krystallarnir rúnaðir og festast saman (hægri).

    Talið er að þessi dökknun Grænlandsjökuls síðastliðin 12 ár, þ.e. milli 2000 og 2011 hafi valdið því að jökulbreiðan gleypti aukreytis um 172 quintillion (1018) joules af orku sem er nærri tvisvar sinnum meiri orka en árleg orkunotkun Bandaríkjamanna árið 2009. Þar sem jökulbreiðan er að bráðna, þá hefur þessi auka orka tvöfaldað bráðnunarhraðann. Þar sem engin leysing er þá fer þessi auka orka í að auka hita í snjónum frá -10°C og upp að frostmarki.

    Sjá einnig myndband um bráðnunina síðastliðið sumar:

     

    Heimildir og ítarefni

    Unnið upp úr umfjöllun á heimasíðu ClimateWatch Magazine:  Greenland Ice Sheet getting darker

    Fyrrnefndur Jason Box er með góða heimasíðu og fjallar um málið sjálfur og nánar þar, sjá: Meltfactor – Greenland Ice Sheet Getting Darker

    Sjá einnig – Highlights of the 2011 Arctic Report Card og Greenland Albedo Page at Byrd Polar Research Center

    Tengt efni á loftslag.is

  • Leysing Grænlandsjökuls árið 2011

    Leysing Grænlandsjökuls árið 2011

    Eins og flestir vita þá er Grænland hulið ís að mestu leiti. Á veturna hylur snjór Grænland, en á sumrin eftir leysingar koma í ljós jaðrar Grænlands – þar sem há fjöll og klettótt rísa upp úr jöklinum og jökulstraumar renna út í firðina.  Undanfarinn áratug hefur þessi leysing aukist töluvert. Leysingavatn rennur í stríðum straumum um jöklana og niður í hann, eins og vísindamenn urðu vitni að fyrr á þessu ári:

    Samkvæmt skýrslu NOAA um leysingu Grænlands, þá sló leysingin 2011 ekki metið frá árinu 2010 – en hún var samt nokkuð yfir langtíma meðaltali. Kortið hér fyrir neðan sýnir glögglega hvar yfirborðsleysing var meiri (appelsínugult) og minni (blátt) en meðaltal (í dögum), samkvæmt gervihnöttum.

    Fjöldi leysingadaga á Grænlandi 2011 samanborið við meðaltal (mynd NOAA).

    Það fer eftir hvaða nálgun er notuð í gagnavinnslunni hvort leysing árið 2011 var þriðja eða sjötta mesta frá því gervihnattamælingar byrjuðu árið 1979.  Eins og sést á myndinni þá stóð leysing yfir sérstaklega lengi á suðvestanverðri bungunni. Sums staðar varði þessi leysing 30 dögum lengur en meðaltal. Í þriðja skiptið frá árinu 1979 var leysingin á meira en 30% af yfirborði Grænlandsjökuls.

    Bláu punktarnir við jaðrana sýna villu sem er vegna mikilla leysinga. Snjórin hverfur þar gjörsamlega og jökulísinn stendur ber eftir og gervihnettirnir ná ekki að gera greinarmun á vatni og jökli þar sem snjólaust er. Vísindamenn vita þrátt fyrir það, með því að mæla aðstæður á þessum svæðum, að þessi jaðarsvæði eru líka að bráðna.

    Heimildir og ítarefni

    Umfjöllun í Earth Observatory NASA: 2011 Greenland Melt Season: Image of the day

    NOAA skýrsla um Norðurskautið: Highlights of the 2011 Arctic Report Card

    Tengt efni á loftslag.is

  • Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Endurbirting á færslu frá því í vor.
    Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.

    Margt bendir til þess – samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) – að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.

    Hraði bráðnunarinnar hefur verið að aukast töluvert. Á hverju ári, á því tímabili sem skoðað var, bráðnaði að meðaltali um 36,3 gígatonn meira en á árinu áður.

    Heildar massajafnvægi jökulbreiðanna milli áranna 1992 og 2009. Efsta myndin sýnir bráðnun á Grænlandi, miðmyndin sýnir Suðurskautið og neðsta myndin sýnir samtölu beggja jökulbreiðanna í gígatonnum á ári. Notaðar eru tvær aðferðir: Massamælingar samkvæmt aðferð A (svartir punktar) og þyngdarmælingar frá NASA GRACE gervihnettinum aðferð B (rauðir þríhyrningar). Mynd: NASA/JPL-UC Irvine-Utrecht University-National Center for Atmospheric Research

    Það að jökulbreiður verði ráðandi þáttur í sjávarstöðubreytingum er nokkuð sem búist hefur verið við – en hingað til hefur verið talið að aukningin myndi gerast hægar. Þessi rannsókn styður nýlegar rannsóknir sem benda til þess að IPCC frá árinu 2007, hafi vanmetið komandi sjávarstöðubreytingar.

    Höfundar tóku saman gögn fyrir næstum tvo áratugi, af mánaðarlegum gervihnattamælingum bornum saman við gögn úr loftslagslíkönum til að kanna breytingar og leitni í bráðnun jökulbreiðanna.

    Notaðar voru tvenns konar mæliaðferðir. Sú fyrri (aðferð A) bar saman annars vegar gögn um yfirborðsbreytingar með InSAR tækninni,  auk þykktarmælinga þar sem notaðar eru bylgjumælingar (RES) til að áætla hversu mikið jökulbreiðurnar voru að missa og hins vegar staðbundið loftslagslíkan sem notað var til að áætla hversu mikið safnaðist saman á ákomusvæði jökulbreiðanna. Seinni aðferðin (aðferð B) notaði átta ár af gögnum við þyngdarmælingar með GRACE gervihnetti NASA.

    Gögn frá þessum tveimur mismunandi aðferðum sýndu gott samræmi þegar þau voru borin saman, bæði hvað varðar heildarmagn massatapsins og hraða þess – þ.e. þau átta ár sem báðar mælingarnar voru í gangi. Þannig er hægt að álykta að gögnin sýni samfellda niðurstöðu frá árinu 1992.

    Á hverju ári, þau 18 ár sem gögnin ná yfir, þá bráðnaði Grænlandsjökull um 21,9 gígatonnum meira heldur en árið áður. Á Suðurskautinu var það um 14,5 gígatonn meira á ári.

    Það eykur gildi rannsóknarinnar að notaðar voru tvær óháðar aðferðir sem svona mikið samræmi var á milli og sýnir hversu mikið þekking á bráðnun jökulbreiðanna hefur aukist undanfarin ár og hversu mikið betri gögnin eru.

    Ef áfram heldur sem horfir, samkvæmt höfundum, þá munu jökulbreiðurnar tvær auka sjávarstöðu um 15 sentimetra fyrir árið 205o – sem þýðir um 32 sentimetrar ef aðrir þættir eru teknir með í reikninginn. Óvissan er þó enn mikil, en þetta er töluvert meira en t.d. spár IPCC frá 2007.

    Heimildir og ítarefni

    Sjá grein í Geophysical Research letters, Rignot o.fl. 2011 (ágrip):  Acceleration of the contribution of the Greenland and Antarctic ice sheets to sea level rise

    Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu NASA, Jet Propulsion Laboratory: NASA Finds Polar Ice Adding More to Rising Seas

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Samhengi hlutanna – Ístap Grænlandsjökuls

    Samhengi hlutanna – Ístap Grænlandsjökuls

    Endurbirting

    Oft er gott að fá samhengi í hlutina. Það er hægt að gera með því að bera hlutina sjónrænt við eitthvað sem við teljum okkur þekkja. Stundum vill það verða þannig að gögnin og tölfræðigreiningarnar skyggja á stærðarsamhengið. Gott dæmi um þetta er sá massi sem Grænlandsjökull missir á ári hverju. Þegar vísindamenn ræða um massatap Grænlandsjökuls er oftast talað um gígatonn. Eitt gígatonn er einn milljarður tonna. Til að gera sér þetta í hugarlund, þá er gott að hafa það í huga að 1 gígatonn er u.þ.b. “1 kílómeter x 1 kílómeter x 1 kílómeter”, (reyndar aðeins stærra í tilfelli íss, ætti að vera 1055 m á hvern veg). Til að gera sér í hugarlund hvað 1 gígatonn er þá skullum við bera það saman við hina frægu Empire State byggingu:

    Hversu mikið er massatapið á Grænlandsjökli? Með því að fylgjast með og mæla breytingar í þyngdarafli í kringum ísbreiðuna hafa verið notaðir gervihnettir síðasta áratug (Velicogna 2009). Á árunum 2002 og 2003 var tap í ísmassa Grænlandsjökuls u.þ.b. 137 gígatonn á ári.

    En massatap Grænlandsjökuls hefur meira en tvöfaldast á innan við áratug. Hraði massatapsins á tímabilinu 2008 til 2009 var um 286 gígatonn á ári.

    Þetta er skýr áminning um það að hlýnun jarðar er ekki bara tölfræðilegt hugtak, sett saman á rannsóknarstofum, heldur hefur raunveruleg áhrif.

    Þessi færsla er lausleg þýðing af þessari færslu á Skeptical Science.

    Tengt efni á Loftslag.is:

  • Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.

    Margt bendir til þess – samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) – að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.

    Hraði bráðnunarinnar hefur verið að aukast töluvert. Á hverju ári, á því tímabili sem skoðað var, bráðnaði að meðaltali um 36,3 gígatonn meira en á árinu áður.

    Heildar massajafnvægi jökulbreiðanna milli áranna 1992 og 2009. Efsta myndin sýnir bráðnun á Grænlandi, miðmyndin sýnir Suðurskautið og neðsta myndin sýnir samtölu beggja jökulbreiðanna í gígatonnum á ári. Notaðar eru tvær aðferðir: Massamælingar samkvæmt aðferð A (svartir punktar) og þyngdarmælingar frá NASA GRACE gervihnettinum aðferð B (rauðir þríhyrningar). Mynd: NASA/JPL-UC Irvine-Utrecht University-National Center for Atmospheric Research

    Það að jökulbreiður verði ráðandi þáttur í sjávarstöðubreytingum er nokkuð sem búist hefur verið við – en hingað til hefur verið talið að aukningin myndi gerast hægar. Þessi rannsókn styður nýlegar rannsóknir sem benda til þess að IPCC frá árinu 2007, hafi vanmetið komandi sjávarstöðubreytingar.

    Höfundar tóku saman gögn fyrir næstum tvo áratugi, af mánaðarlegum gervihnattamælingum bornum saman við gögn úr loftslagslíkönum til að kanna breytingar og leitni í bráðnun jökulbreiðanna.

    Notaðar voru tvenns konar mæliaðferðir. Sú fyrri (aðferð A) bar saman annars vegar gögn um yfirborðsbreytingar með InSAR tækninni,  auk þykktarmælinga þar sem notaðar eru bylgjumælingar (RES) til að áætla hversu mikið jökulbreiðurnar voru að missa og hins vegar staðbundið loftslagslíkan sem notað var til að áætla hversu mikið safnaðist saman á ákomusvæði jökulbreiðanna. Seinni aðferðin (aðferð B) notaði átta ár af gögnum við þyngdarmælingar með GRACE gervihnetti NASA.

    Gögn frá þessum tveimur mismunandi aðferðum sýndu gott samræmi þegar þau voru borin saman, bæði hvað varðar heildarmagn massatapsins og hraða þess – þ.e. þau átta ár sem báðar mælingarnar voru í gangi. Þannig er hægt að álykta að gögnin sýni samfellda niðurstöðu frá árinu 1992.

    Á hverju ári, þau 18 ár sem gögnin ná yfir, þá bráðnaði Grænlandsjökull um 21,9 gígatonnum meira heldur en árið áður. Á Suðurskautinu var það um 14,5 gígatonn meira á ári.

    Það eykur gildi rannsóknarinnar að notaðar voru tvær óháðar aðferðir sem svona mikið samræmi var á milli og sýnir hversu mikið þekking á bráðnun jökulbreiðanna hefur aukist undanfarin ár og hversu mikið betri gögnin eru.

    Ef áfram heldur sem horfir, samkvæmt höfundum, þá munu jökulbreiðurnar tvær auka sjávarstöðu um 15 sentimetra fyrir árið 205o – sem þýðir um 32 sentimetrar ef aðrir þættir eru teknir með í reikninginn. Óvissan er þó enn mikil, en þetta er töluvert meira en t.d. spár IPCC frá 2007.

    Heimildir og ítarefni

    Sjá grein í Geophysical Research letters, Rignot o.fl. 2011 (ágrip):  Acceleration of the contribution of the Greenland and Antarctic ice sheets to sea level rise

    Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu NASA, Jet Propulsion Laboratory: NASA Finds Polar Ice Adding More to Rising Seas

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Myndband um sjávarstöðubreytingar

    Myndband um sjávarstöðubreytingar

    Endurbirting myndbands

    Hér er myndband frá Greenman3610 um sjávarstöðubreytingar. Hérna veltir hann því fyrir sér hvað IPCC hafi sagt í 4 matsskýrslu sinni um sjávarstöðubreytingar og hvað er innifalið í þeim spám? Hvað þýðir kraftmikil (dynamical) breyting á ísflæði? Þetta eru spurningar sem Greenman3610 reynir m.a. að leita svara við í þessu myndbandi.

    Tengdar færslur á loftslag.is: