Hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu kortlagðar í fyrsta skipti

Vísindamenn frá Kalíforníu hafa í fyrsta skipti kortlagt hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu og jökulstrauma þess, en þar eru um 90 % af öllum ís sem finnst á jörðinni.  Þeir notuðu gögn frá gervihnöttum sem Evrópuþjóðir, Kanada og Japan höfðu aflað.

Hér fyrir neðan er hreyfimynd sem sýnir hvernig jöklarnir flæða frá suðupólnum og í Suðurhöfin, þar sem sumir straumarnir fara allt að 250 m á ári.  Einn af þeim sem stóðu að þessari rannsókn segði að ljóst væri að jökulstraumarnir flæddu meðfram botninum.  Höfundar telja að þetta kort verði mikilvægt til að skilja hvernig jökulbreiður og jöklar muni bregðast við hækkun á hnattrænu hitastig og þar með að bæta spár um hækkun sjávarstöðu. Ef jöklar og jökulbreiður við sjávarsíðu Suðurskautsins fara að bráðna hraðar vegna hækkun loft- og sjávarhita, þá er líklegt að sú bráðnun muni auka hraða jökulstraumanna sem kortlagðir hafa verið.

 

Heimildir og ítarefni

Á heimasíðu European Space Agency má finna ítarlega umfjöllun um kortið:  Revealed: an ice sheet on the move

Aðra umfjöllun má finna á heimasíðu Earth Observatory:  First Map of Antartica’s Moving Ice: Image of the Day

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál