Bræðsluvatn sem flæðir um glufur og sprungur jökulbreiða, hraðar hlýnun þeirra meir en líkön höfðu bent til, samkvæmt nýrri rannsókn.
Svo virðist sem volgt vatn sem streymir um jökulbreiðurnar – líkt og um æðakerfi – geti hitað upp stór jökulform líkt og Grænlandsjökul, á áratugum frekar en öldum – ef marka má þessa nýju rannsókn. Líkön sem herma varmaflæði jökla taka venjulega fullt tillit til lofthita, en hingað til þá hefur vantað upp á að herma eftir vatnsflæði um glufur og sprungur jökulbreiðanna. Telja höfundar að slíkt flæði geti hraðað bráðnun jökulbreiða og vísa í bráðnun Larsen íshellunnar sem brotnaði upp árið 2002.
Heimildir og ítarefni
Ágrip greinarinnar má lesa hér, Phillips o.fl. 2010 : Cryo-hydrologic warming: A potential mechanism for rapid thermal response of ice sheets
Unnið upp úr umfjöllun Yale Environment 360: Water Flow Through Ice Sheets Accelerates Effects of Warming, Study Says
Tengt efni á loftslag.is
- Íshellur Suðurskautsins brotna upp
- Massatap Grænlandsjökuls til 2010
- Minni bráðnun jökulbreiðanna
- Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?
Leave a Reply