Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða

Bræðsluvatn sem flæðir um glufur og sprungur jökulbreiða, hraðar hlýnun þeirra meir en líkön höfðu bent til, samkvæmt nýrri rannsókn.

Svo virðist sem volgt vatn sem streymir um jökulbreiðurnar – líkt og um æðakerfi – geti hitað upp stór jökulform  líkt og Grænlandsjökul, á áratugum frekar en öldum – ef marka má þessa nýju rannsókn. Líkön sem herma varmaflæði jökla taka venjulega fullt tillit til lofthita, en hingað til þá hefur vantað upp á að herma eftir vatnsflæði um glufur og sprungur jökulbreiðanna. Telja höfundar að slíkt flæði geti hraðað bráðnun jökulbreiða og vísa í bráðnun Larsen íshellunnar sem brotnaði upp árið 2002.

Heimildir og ítarefni

Ágrip greinarinnar má lesa hér, Phillips o.fl. 2010 : Cryo-hydrologic warming: A potential mechanism for rapid thermal response of ice sheets

Unnið upp úr umfjöllun Yale Environment 360: Water Flow Through Ice Sheets Accelerates Effects of Warming, Study Says

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál