Það er ekki óalgengt að fram séu settar “efasemdir” um loftslagsvísindin á opinberum vettvangi eins og til að mynda á vef- og fjölmiðlum hér á landi. Oft er það einhver misskilningur manna varðandi eitthvað sem sumir velja að kalla meint gróðurhúsaáhrif eða einhverjar aðrar ályktanir sem hafa lítið sem ekkert með raunveruleikann að gera. Það er þarft verk að skjalfesta opinberar yfirlýsingar varðandi þessi mál. Það getur vonandi haft það í för með sér að viðkomandi hugsi sig um varðandi þeirra eigin frjálslegu túlkanir á loftslagsfræðunum í framtíðinni.
Mig langar að leggja út með tilvísunum í þrjá einstaklinga úr hinum títt umtöluðu bloggheimum. Sá fyrsti er góðkunningi okkar á loftslag.is, Ágúst H. Bjarnason. Hann á það til að draga upp einhver sérvalin gögn, til að reyna að draga upp mynd af meintri kólnun eða öðru sem virðist að óathuguðu máli geta dregið úr áhyggjum manna af manngerðum loftslagsbreytingum. Vinsælt hjá honum hefur verið að benda á það þegar smávægileg kólnun verður til skemmri tíma vegna náttúrulegs breytileika eða einhverjar skammtíma sveiflur í sjávarstöðunni. Það er erfitt að finna fullyrðingar hjá honum þar sem hann virðist oft ýja að einhverju, en þær finnast þó, eins og sjá má hér undir:
Gott er til þess að hugsa til þess að um þessar mundir er ekkert sem bendir til þess að sjávarborð sé að rísa óvenju hratt, nema síður sé.
[Heimild: Ágúst H. Bjarnason – Verkfræðingur og bloggari – Hækkun sjávarborðs; engar fréttir eru góðar fréttir…]
Ágúst var reyndar svo vinsamlegur að vísa í færslu á loftslag.blog.is í athugasemdum (ekki var mögulegt fyrir ritstjórn loftslag.is að gera athugasemdir við þessa færslu hans), þar sem við ræddum aðferðafræði hans, sjá hér. Það er reyndar ekki alltaf auðvelt að finna beinar fullyrðingar eða ályktanir um fræðin hjá Ágústi, enda setur hann oft mikla varnagla á og setur hlutina oft upp í spurnarformi sem ruglar lesendur sem þurfa því stundum að álykta út frá hans orðum – og þær ályktanir geta svo sem farið um víðann völl. Ágúst hefur þó stundum notað eftirfarandi ályktun sína þegar um þetta er rætt…en allavega slær hann þarna mikinn varnagla á fræðin en útilokar í sjálfu sér ekkert:
Helmingur [hita] hækkunarinnar gæti stafað af völdum náttúrulegra breytinga og helmingur vegna losunar manna á koltvísýringi. Hugtakið “helmingur” er hér mjög loðið og gæti þýtt nánast hvað sem er.
[Heimild: Ágúst H. Bjarnason – Verkfræðingur og bloggari – Er hnatthlýnunin ógurlega bara hjóm eitt…?]
Vinsamlega takið eftir varnaglanum, orðalaginu og spurningamerkinu í yfirskriftinni hjá Ágústi… Annars er fátt sem styður þessa fullyrðingu, þar sem gögn styðja ekki svona ályktanir nema síður sé. Hér undir er svo enn ein spurningamerkjafyllt “ályktun” um þessi mál – lesendum sem “efuðust” um fræðin var svo góðfúslega gefið leyfi til að koma með áskanir á hendur Al Gore, umhverfisráðherra og fleiri, ásamt fullyrðingum um trúarbrögð, skattpíningar og fleira sem nefnt var til sögunnar án athugasemda frá Ágústi – en hann vandaði sig þó við að gera athugasemdir við gagnrýnar og málefnalegar athugasemdir ritstjórnar loftslag.is, sem endaði svo með lokun fyrir athugasemdir þegar hann var kominn á endastöð frekari umræðu – en allavega hér er tilvitnunin í Ágúst:
Hvað varð eiginlega um þessa hnatthlýnun sem allir voru að tala um…? Nú dámar mér alveg… Engin hnatthlýnun í 11 ár…?
[Heimild: Ágúst H. Bjarnason – Verkfræðingur og bloggari – BBC spyr: Hvað varð um hnatthlýnunina?]
Sérval gagna hefur stundum leitt til svona fullyrðinga um enga hnatthlýnun í 5/11/16 ár eða hvað það nú er í hvert og eitt skiptið, sjá til að mynda athyglisvert graf hér undir með “efasemda” rúllustiganum.
Sá næsti sem fær heiðurinn af því að verða rækilega skjalfestur hér á loftslag.is er hæstaréttarlögmaðurinn, Jón Magnússon, sem virðist hafa sterka ályktanaþörf þegar kemur að þessum efnum. Í kjölfar þess að Met-Office uppfærði nýlega spár um hnattrænana hita næstu fimm árin, þá fannst Jóni tilvalið að koma með eftirfarandi fullyrðingar:
Þetta þýðir að öll tölvumódel og spár vísindamannanna sem hafa spáð afturkallanlegri hlýnun af mannavöldum og óbætanlegar skemmdir á jörðinni og vistkerfinu vegna útblásturs koltvíoxýðs hafa sem betur fer reynst rangar.
[..]
Ævintýrið um hnattræna hlýnun af mannavöldum er dýrasta ævintýrið sem mannkynið hefur nokkurn tíma látið sér detta í hug að trúa á.
[Heimild: Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokks – Breska veðurstofan endurskoðar spár um hnattræna hlýnun.]
Jahérna hér, þetta eru merkilegar fullyrðingar (úti er ævintýri – bara öll módelin ónýt…hvurslags er þetta…). En þetta er náttúrulega einhver óskhyggja í fyrrverandi þingmanninum, sem ekki fær staðist, eins og kemur t.a.m. fram í eftirfarandi umfjöllun á loftslag.is – Mistúlkanir á 5 ára spá Met Office og náttúrulegur breytileiki
Að lokum er svo einn af mínum uppáhalds “efasemdamönnum”, enda merkilega berorður um vísindamenn af öllum sortum – hans uppáhald eru reyndar fiskifræðingar og fullyrðingar um þá, en fast á hæla þeim koma svo fullyrðingar hans um loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn – eins og lesa má í eftirfarandi tilvitnun hans:
Blekkingin um “hlýnun andrúmsloftsins” hefur breyst í kuldamartröð í vetur í Evrópu og USA.
Veðurguðirninr virtust móðgast stórlega við loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn og virðast hafa tekið ákvörðun um að “kæla niður” bullið um óðelilega hlýnun loftslags – í Evrópu og Ameríku frá því ráðstefnunni lauk með góðu kuldakasti.
Heimsendaspár um “hækkun á yfirborði sjávar” virðist líka hafa verið “vitlaust reiknað”.. og varla kemur það á óvart… enda skylt skeggið hökunni í blekkingarleiknum….
[..]
Það er ágætt ef eitthvað af þessum “vísindahórum” fara loksins draga í land með eitthvað af platinu og blekkingunum – en betur má ef duga skal.
[Heimild: Kristinn Pétursson – fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bloggari og áhugmaður um vandaða þjóðmálaumræðu – Blekkingaleikurinn á undanhaldi í vísindaheiminum?]
Þarna fer Kristinn Pétursson, sem eldur í sinu í umræðu um loftslagsmál með berorðar fullyrðingar um heila vísindagrein, sem eiga lítið skilt við vandaða þjóðmálaumræðu og þaðan að síður við þær staðreyndir sem blasa við varðandi loftslagsvandann. Ásakanir um heimsendaspár heyrast oft á tíðum þegar “efasemdamenn” ræða um þessi mál, hvað sem veldur…
Fullyrðingar í þessum dúr sjáum við stundum í hinum títtnefndu og á stundum logandi bloggheimum, svo og í öðrum fjölmiðlum. Að mínu persónulega mati, þá valda svona fullyrðingar ruglingi í umræðunni (sem er hugsanlega ætlunin í sjálfu sér). Það að einhverjir leyfi sér að fullyrða svona án haldbærra gagna stenst að sjálfsögðu engan vegin skoðun. Það er mín ósk að í athugasemdir við þessa færslu verði settar aðrar skjalfestar heimildir um ályktanaglaða “efasemdamenn” á Íslandi og orðaval þeirra. Vinsamlega vísið í orð viðkomandi með heimild/tengli þar sem finna má samhengið, líkt og hér að ofan. Sjálfur mun ég reyna að safna saman einhverjum vel völdum tilvísunum í athugasemdum hér undir, bæði nýjum og gömlum. Það væri fróðlegt að sjá hverju hefur verið haldið fram varðandi þessi mál í gegnum tíðina, af hverjum og í hvaða samhengi.
Ýmistlegt efni af loftslag.is sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar þessi mál eru skoðuð:
- Grunnatriði kenningarinnar
- Mælingar staðfesta kenninguna
- Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar
- Loftslag framtíðar
- Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar
- Samhljóða álit vísindamanna um hnattræna hlýnun
- Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun
- Og svo nokkrar vel valdar mýtur
- Það er að kólna en ekki hlýna
- Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?
- Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum?
- Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar
- Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla
- Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum
- Og að lokum leiðarvísirinn – Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir
Það kom vinsamleg ábending um þátt Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar – hér undir er bein tilvísun í hans orð:
Þarna ræðir Hannes um hið svokallaða Climate-gate mál sem var í raun ekki það sem margir héldu fram um það mál, sjá t.d. Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð og svo aðrar færslur um það mál hér. En orðræða um svindl og fals vísindamanna hefur á stundum orðið að umfjöllunarefni og þannig hefur verið ráðist á loftslagsvísindin í stað þess að taka upp málefnalega umræðu.
Hilmar Þór Hafsteinsson bloggari hefur verið duglegur í umræðunni á blog.is síðastliðin ár. Reyndar virðist bloggsíða hans ekki vera uppi eins og er, en stundum er hægt að nálgast gamlar og niðurlagðar síður á vefsafn.is, eins og í þessu tilfelli, þar sem eftirfarandi fullyrðingar Hilmars má finna:
Fróðlegt er að skoða eftirfarandi færslu varðandi gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, Mælingar staðfesta kenninguna
Í grein eftir Guðna Elísson sem nefnist „Dómsdagsklukkan tifar” má finna eftirfarandi tilvísanir í þá Vilhjálm Andra Kjartansson og Geir Ágústsson:
Vilhjálmur Andri Kjartansson:
82 Sjá athugasemd við færslu Geirs Ágústssonar, „Rýma þarf stæði fyrir einkaflugvél Al Gore á Reykjavíkurflugvelli“, 17. mars 2008: [sótt 22. júní 2010]
Dómsdagsklukkan tifar, bls. 122–123.
Geir Ágústsson:
96 Geir Ágústsson, „Loftslagsvísindin í mjög stuttu máli“, 12. ágúst 2010.
97 Geir Ágústsson, „Rýma þarf stæði fyrir einkaflugvél Al Gore á Reykjavíkurflugvelli“, 17. mars 2008.
Báðar þessar tilvísanir eru teknar úr grein Guðna Elíssonar, „Dómsdagsklukkan tifar”. Guðni hefur skrifað mikið um þetta efni, sjá t.a.m. eftirfarandi greinar:
– Vekjum ekki sofandi dreka – Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu
– Nú er úti veður vont – Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð
– Efahyggja og afneitun – Ábyrg loftslagsumræða í fjölmiðlafári samtímans
– Dómsdagsklukkan tifar – Upplýsing og afneitun í umræðu um loftslagsbreytingar
Í greinunum setur Guðni m.a. íslenska umræðumenningu um “efasemdir” í samhengi.
Nú er komið að þætti Vilhjálms Eyþórssonar, sem skrifaði greinina, sem eftirfarandi tilvísanir koma úr, í Þjóðmál árið 2009, að því er hann sjálfur segir í bloggfærslu (sjá heimild). Vilhjálmur hefur m.a. stundað kennslu og sjómennsku ásamt því að skrifa greinar og greinaflokka í Morgunblaðið allt frá 1980 og hin síðari ár einnig í tímaritið Þjóðmál. Í greininni sem birtist að hans sögn í Þjóðmálum, kemur hann með margar fullyrðingar sem hann reynir m.a. að færa rök fyrir með tilvísun í skólagang sinn Austurbæjarskólanum fyrir hálfri öld – ekkert að því að rifja upp grunnskólalærdóminn. Ályktanir hans um loftslagsmál verða þó að teljast vafasamar, fyrir utan að vera blandaðar pólitískum og persónulegum skoðunum hans. Um koldíoxíð segir hann m.a. eftirfarandi:
Vilhjálmur virðist hafa sterkar pólitískar skoðanir sem koma m.a. fram í eftirfarandi texta:
Og síðar í greininni segir hann svo:
Í lok bloggfærslunnar setur hann fram eftirfarandi eftirmála, sem ekki er í Þjóðmálum:
[Heimild – Vilhjálmur Eyþórsson – bloggari ásamt fleiru – Að flýta ísöldinni]
Þess má geta að undirritaður bað Vilhjálm um heimildir og gögn varðandi fullyrðingar hans um að 1934 væri heitasta ár á heimsvísu (sem hann fullyrðir í athugasemd við greinina). Þrátt fyrir mikla þolinmæði og ítrekun þá kom Vilhjálmur ekki fram með umbeðin gögn.