Hitastig veðrahvolfsins eykst

Lofthjúpur jarðar er lagskiptur og þykkastur næst jörðu en smám saman fellur loftþrýstingur eftir því sem ofar dregur. Hitastigullinn á myndinni sýnir hvernig hitastigið vex og minnkar til skiptir í hinum mismunandi lögum lofthjúpsins (af stjornuskodun.is)

Veðrahvolfið, lægsti hluti lofthjúpsins sem er næstur yfirborði Jarðar, er að hlýna og sú hlýnun er í góðu samræmi við kenningar og niðurstöður loftslagslíkana, samkvæmt yfirlitsrannsókn á stöðu þekkingar á hitabreytingum í veðrahvolfinu. Breskir og bandarískir vísindamenn tóku saman þau gögn og þær greinar sem safnast hafa saman síðustu fjóra áratugi, um hitastig veðrahvolfsins og leitni þess, auk þess sem þeir skrifa yfirlit yfir sögu þeirra deilna (sjá Thorne o.fl. 2010).

Í greininni kemur fram, að alveg frá því fyrstu loftslagslíkönin birtust snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, þá hafa þau sýnt hitaaukningu við yfirborð Jarðar vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Það hefur lítið breyst, þrátt fyrir mikla þróun loftslagslíkana og ber það saman við þá grundvallareðlisfræði og þeirri þekkingu sem er á ferlum lofthjúpsins.

Á tíunda áratugi síðustu aldar þá bentu gervihnattamælingar ekki til þess að veðrahvolfið, sérstaklega í hitabeltinu, væri að hlýna – þrátt fyrir að yfirborðsmælingar sýndu greinilega hlýnun. Fyrir vikið þá komu fram efasemdaraddir um að yfirborðsmælingarnar væru réttar, auk efasemda um áreiðanleika loftslagslíkana. Í nýju greininni kemur glögglega fram, að greinar, líkön og gagnasöfn benda eindregið til þess að þessi mismunur á milli hitamælinga við yfirborð og gervihnattamælinga í veðrahvolfinu á ekki lengur við.

Þessi yfirlitsgrein sýnir nokkuð ljóst hversu sterkt það er að hafa mismunandi mælingar – frá yfirborðsmælingar yfir í loftbelgi og gervihnattamælingar – auk þess sem fjölmargar óháðir aðilar hafa greint gögnin. Þær mismunandi mælingar og greiningar benda til þess að veðrahvolfið sé að hlýna – enn ber þessum rannsóknum þó ekki saman um það hversu mikið sé að hlýna og enn um sinn geta menn deiltu um hversu hratt er að hlýna – þó ljóst sé að nú sé að hlýna, líka í veðrahvolfinu.

Heimildir og ítarefni

Yfirlitsgreinin er eftir Thorne o.fl. 2010:  Tropospheric temperature trends: history of an ongoing controversy

Umfjöllun um greinina má finn á heimasíðu NOAA:  Review of Four Decades of Scientific Literature Concludes Lower Atmosphere is Warming

Tengdar færslur á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál