Hafísútbreiðslan enn lítil þrátt fyrir kröftugan vöxt í október

Eftir að hafísinn náði lágmarki þann 19. september jókst útbreiðsla hafísinn á Norðurskautinu hratt fyrri hluta októbermánaðar áður en það hægði á vaxtarhraða hafísins seinni hluta mánaðarins. En þrátt fyrir hraða aukningu hafíss, er hafísútbreiðslan í október það þriðja lægsta fyrir mánuðinn frá því gervihnattamælingar hófust. Hitastig á Norðuskautinu var hærra en í meðalári.

Ýmsar myndir og gröf varðandi hafísútbreiðsluna í október

Meðal hafísútbreiðslan í október 2010 var það þriðja lægsat frá því gervihnattamælingar hófust, eða 7,69 milljón ferkílómetrar. Það er 1,60 milljón ferkílómetrum undir meðaltalinu fyrir árin 1979 til 2000 fyrir októbermánuð, en 920.000 ferkílómetrum fyrir lægstu mælinguna sem var í október 2007.

Hafísútbreiðslan jókst hratt í byrjun mánaðarins, um 92.700 ferkílómetra á dag. Þetta var svipað og árið 2009, en minna en árin 2007 og 2008. Þetta var aðeins hraðara en meðaltalið fyrir árin 1979 til 2000, þegar meðal vaxtarhraðinn var um 82.200 ferkílómetrar á dag. Undir lok mánaðarins hafði dregið verulega úr vexti hafísins.

Þrátt fyrir mikin vaxtarhraða í byrjun mánaðarins, þá er október 2010 með þriðju lægstu hafísútbreiðsluna síðan gervihnattamælingar hófust. Línuleg neikvæð leitni fyrir október jókst lítilega, frá -5,9% á áratug í -6,2% á áratug fyrir leitnina í hafísnum.

Á meðan lofthiti í október er vel undir frostmarki víðast hvar á Norðurskautinu í október, þá var hitastigið þó um 4 til 6 gráðum celsius hærra en venjulega í nýliðnum októbermánuði.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.