Þessa dagana eru gögn að koma í hús með yfirliti yfir hitatölur ársins 201o og nú er komið að Bresku Veðurstofunni (Met Office) í samvinnu við háskólann í East Anglia.
Samkvæmt þeirra greiningum þá er 2010 annað heitasta ár frá upphafi mælinga, en meðalhiti ársins hnattrænt séð var 14,50°C. Samkvæmt þeim er árið 1998 enn heitasta árið, þótt litlu muni á fyrsta og öðru sætinu. Samkvæmt hinum tveimur stóru hitaröðunum (NOAA og GISS) er árið 2010 það heitasta eða jafnt í efsta sæti yfir heitustu árin – munurinn liggur eflaust í úrvinnslumun, en þessar stofnanir vinna mismunandi úr gögnum þar sem mælistöðvar eru mikið dreifðar eins og á Norðurskautinu.
Hitastig ársins 2010 sveiflaðist mikið og réð þar nokkru að í byrjun árs var El Nino – sem hefur hlýnandi áhrif, en ekki síður La Nina í lok árs (og byrjun þessa árs), sterkasta La Nina í 30 ár, sem hefur haft kólnandi áhrif. Áratugurinn 2001-2010 er heitasti áratugurinn frá upphafi mælinga og um 0,2°C heitari en áratugurinn þar á undan.
En 2010 var einnig ár öfga í veðri. Yfir sumartíman á Norðurhveli urðu skelfilegir atburðir eins og rússneska hitabylgjan og flóðin í Pakistan og Kína. Í lok árs tók síðan við óvenjukalt og snjóþungur vetur, sérstaklega í Norður Evrópu. Á sama tíma urðu mikil flóð í Ástralíu. Flest svæði heims voru yfir meðaltali í hitastigi yfir árið, þótt staðbundið hafi komið óvenjukaldir mánuðir, eins og t.d. í Evrópu og Asíu í desember:
Topp tíu listi yfir ár samkvæmt hitaröðunum þremur:
HadCRUT3 | NOAA NCDC | NASA GISS | ||||
---|---|---|---|---|---|---|
Year | Anomaly * | Year | Anomaly * | Year | Anomaly * | |
1 | 1998 | 0.52 | 2010 | 0.52 | 2010 | 0.56 |
2 | 2010 | 0.50 | 2005 | 0.52 | 2005 | 0.55 |
3 | 2005 | 0.47 | 1998 | 0.50 | 2007 | 0.51 |
4 | 2003 | 0.46 | 2003 | 0.49 | 2009 | 0.50 |
5 | 2002 | 0.46 | 2002 | 0.48 | 2002 | 0.49 |
6 | 2009 | 0.44 | 2006 | 0.46 | 1998 | 0.49 |
7 | 2004 | 0.43 | 2009 | 0.46 | 2006 | 0.48 |
8 | 2006 | 0.43 | 2007 | 0.45 | 2003 | 0.48 |
9 | 2007 | 0.40 | 2004 | 0.45 | 2004 | 0.41 |
10 | 2001 | 0.40 | 2001 | 0.42 | 2001 | 0.40 |
Heimildir og ítarefni
Umfjöllun bresku Veðurstofunnar um árið 2010 má lesa hér: 2010 – a near record year
Tengt efni á loftslag.is
- Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS
- Óvenjulegt veður árið 2010
- Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun
Leave a Reply