Sjóher Bandaríkjanna við hnattræna hlýnun

Sjóher Bandaríkjanna mun þurfa að takast á við breytta heimsmynd vegna hnattrænnar hlýnunar, samkvæmt nýlegri skýrslu.

Fjölmargt er tínt til í skýrslunni, en meðal annars er það aukið eftirlit með Norðurskautinu og siglingaleiðum þar um vegna minnkandi hafíss – meiri umferð gerir það að verkum að fleiri skip lenda í sjávarháska á erfiðum norðurslóðunum.

Einnig má nefna kostnað vegna breytinga á hafnaraðstöðu til framtíðar vegna hækkandi sjávarstöðu – auk þess sem hærri sjávarstaða eykur á þörf þess að bregðast við flóðatjóni vegna storma við ströndina. Þá er ótalið hinn pólitíski óstöðugleiki sem verður vegna minna framboðs matvæla vegna aukinna þurrka og annarra loftslagstengdra vandræða.

Heimildir og ítarefni

Skýrsluna má lesa á heimasíðu The National Academies Press: National Security Implications of Climate Change for U.S. Naval Forces

Umfjöllun á NewScientist: US navy faces up to a new enemy – climate change

Umfjöllun og myndband hjá Greenman: Admiral David Titley, US Navy Chief Oceanographer – “I used to be a climate skeptic”

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál