Sjóher Bandaríkjanna mun þurfa að takast á við breytta heimsmynd vegna hnattrænnar hlýnunar, samkvæmt nýlegri skýrslu.
Fjölmargt er tínt til í skýrslunni, en meðal annars er það aukið eftirlit með Norðurskautinu og siglingaleiðum þar um vegna minnkandi hafíss – meiri umferð gerir það að verkum að fleiri skip lenda í sjávarháska á erfiðum norðurslóðunum.
Einnig má nefna kostnað vegna breytinga á hafnaraðstöðu til framtíðar vegna hækkandi sjávarstöðu – auk þess sem hærri sjávarstaða eykur á þörf þess að bregðast við flóðatjóni vegna storma við ströndina. Þá er ótalið hinn pólitíski óstöðugleiki sem verður vegna minna framboðs matvæla vegna aukinna þurrka og annarra loftslagstengdra vandræða.
Heimildir og ítarefni
Skýrsluna má lesa á heimasíðu The National Academies Press: National Security Implications of Climate Change for U.S. Naval Forces
Umfjöllun á NewScientist: US navy faces up to a new enemy – climate change
Umfjöllun og myndband hjá Greenman: Admiral David Titley, US Navy Chief Oceanographer – “I used to be a climate skeptic”
Tengt efni á loftslag.is
- Molar um sjávarstöðu
- Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga
- Er hlýnun jarðar slæm?
- Myndbönd & hljóð: Loftslagsstríðin
- NOAA – ástand Norðurskautsins 2010
Hvern fjandann varðar okkur um sjóher Bandaríkjanna eða annarra hervelda? Fari þeir bara norður og niður. Finnst þessi frétt með mynd af herskipi
ekki við hæfi á heiðarlegum loftslagsvef.
Takk fyrir athugasemdina Sigurður.
Herbrölt er ekki áhugavert í huga mér. En þetta tengis þó loftslagsumræðunni á þann hátt að Bandaríkjaher er að skoða áhrif loftslagsbreytinga á starfsemi sína í framtíðinni. Ætli það sé ekki í lagi að tína til hluti sem teljast tengjast umræðunni, þó svo við þurfum ekki öll að vera sammála um hlutverk og verksvið þeirra aðila sem tengjast umræðunni. En hvað sem segja má um herbrölt og hernaðaraðgerðir (sem er eitthvað sem ég tel best ef við gætum verið án), þá er það athyglisvert að Bandaríkjaher sé að skoða þessi mál á opinskáan hátt.
Kannski hefði mátt nota aðra mynd, veit það ekki – en það er þó ekki aðalatriði færslunnar, þannig að ég vona að þú fyrirgefir okkur, Sigurður, á þessum heiðarlega loftslagsvef, þó við höfum skoðað þennan vinkil og notað þessa mynd – hugmyndin var alls ekki að móðga nokkurn mann.
Sigurður, það þykir fréttnæmt þegar sjóher Bandaríkjanna er byrjaður að huga að aðlögun að breyttu loftslagi – hvort sem þér þykir það merkilegt eður ei.