Fyrir nokkru kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.
Að skjóta sendiboðann
Í nóvember 2009, var brotist inn í tölvupóstþjón háskólans í Austur Anglía og tölvupóstum stolið. Í kjölfar þess var hluti af tölvupóstunum birtur á veraldarvefnum og ákveðnar setningar teknar úr samhengi, að því er virðist í þeim tilgangi að gefa í skyn að hin hnattræna hlýnun væri í raun aðeins samsæri vísindamanna. Hið meinta samsæri fékk heitið „climategate“ meðal efasemdamanna“. Í kjölfarið fóru sex óháðar rannsóknarnefndir frá Englandi og Bandaríkjunum yfir gögnin og tölvupóstana. Allar nefndirnar hreinsuðu loftslagsvísindamennina af öllum ásökunum [57,58,59,60,61,62].
„…engin gögn benda til vísvitandi afglapa í nokkru sem Climatic Research Unit hefur unnið að.”
HÁSKÓLINN Í AUSTUR ANGLÍA Í SAMSTARFI VIÐ BRESKU VÍSINDAAKADEMÍUNNAR [58]
Mest notaða tilvísunin og mistúlkunin var í tölvupósti frá Phil Jones, en þar er fræg setning: „að fela niðursveifluna“ (e. hide the decline). „Niðursveiflan“ vísaði í niðursveiflu í vexti trjáhringja eftir 1960. Trjáhringir sumra trjáa endurspegla nokkuð breytingar í hitastigi, en upp úr 1960 hverfur sú fylgni í einhverjum tegundum trjáa. Þetta vandamál hefur verið í umræðunni meðal vísindamanna í ritrýndum greinum allt aftur til ársins 1995 [63]. Þegar tölvupóstur Phil Jones er skoðaður í samhengi við þau vísindi sem til umfjöllunar voru, sést að þetta er tæknileg umræða um framsetningu gagna og víða aðgengileg í ritrýndum tímaritum, en ekki samsæri.
„Enginn vafi leikur á heiðarleika og festu vísindamannanna.”
ÓHÁÐ RANNSÓKN Á INNIHALDI TÖLVUPÓSTANNA[59]
Að auki er mikilvægt að skoða stuld tölvupóstanna í samhengi. Nokkrir vísindamenn ræða sín á milli nokkur púsl í hinni stóru mynd loftslagsgagna. Án þessarra ákveðinna púsla er heildarmyndin eigi að síður ljós og söfnuð saman af mörgum óháðum vísindateymum víðsvegar um heim. Nokkrar samhengislausar setningar nægja mögulega til að trufla þá sem vilja hundsa raunveruleika loftslagsbreytinga, en breyta engu um hina vísindalegu þekkingu á þætti manna í hinni hnattrænu hlýnun. Climategate var tilraun til að benda á vísindamenn sem sökudólga og hundsa það sem máli skiptir: vísindin.
„Engin áreiðanleg gögn benda til þess að Dr. Mann hafi tengst eða tekið þátt, með beinum eða óbeinum hætti, í aðgerðum í þeim tilgangi að fela eða falsa gögn.”
PENN STATE HÁSKÓLINN [60]
Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir síðar.
Heimildir og ítarefni
57. Willis o.fl.2010: The disclosure of climate data from the Climatic Research Unit at the University of East Anglia.
58. Oxburgh 2010: Report of the International Panel set up by the University of East Anglia to examine the research of the Climatic Research Unit.
59. Russell o.fl. 2010: The Independent Climate Change E-mails Review.
60. Foley o.fl. 2010: RA-10 Inquiry Report: Concerning the Allegations of Research Misconduct Against Dr. Michael E. Mann, Department of Meteorology, College of Earth and Mineral Sciences, The Pennsylvania State University.
61. Secretary of State for Energy and Climate Change 2010: Government Response to the House of Commons Science and Technology Committee 8th Report of Session 2009-10: The disclosure of climate data from the -Climatic Research Unit at the University of East Anglia.
62. Assmann o.fl. 2010: RA-1O Final Investigation Report Involving Dr. Michael E, Mann.
63. Jacoby o.fl. 1995 (ágrip): Tree ring width and density evidence of climatic and potential forest change in Alaska.
Tengt efni á loftslag.is
- “Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610
- Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna
- Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum
- Vísindi í gapastokk
- Sakir bornar af Phil Jones
Leave a Reply