Loftslagskosningar 2013

althingi_kosningar_2013Kosningarnar 2013 virðast ekki fjalla mikið um umhverfismálin, hvað þá loftslagsmálin, í hugum kjósenda og frambjóðenda almennt. Það eru önnur mál sem virðast vera ofarlega í huga fólks og frambjóðenda og ýmis tilboð svo og gylliboð sett fram til að fá atkvæðabært fólk til að setja X-ið við hin ýmsu framboð. Umhverfismálin eru þó almennt málefni sem við ættum að taka alvarlega og hafa ofarlega í huga fyrir kosningar – enda mikilvægt málefni. Það eru aðilar sem hafa reynt að setja þessa umræðu í forgang kjósenda, með því m.a. að spyrja stjórnmálaöflin spurninga um þeirra stefnu og birt opinberlega.

Okkur á ritstjórninni langar að nefna tvö verkefni sem hafa haft frumkvæði að því að setja umhverfi og loftslag á kortið fyrir þessar kosningar. Fyrst má nefna félag 5 guðfræðinga sem hafa krafist svara um m.a. loftslagsmál og olíuvinnslu – Guðfræðingar krefjast svara. Þau spurðu framboðin um Drekasvæðið, loftslagsvandann og flóttamannamálin og nú þegar aðeins einn dagur er til kosninga þá hafa eftirfarandi framboð svarað – svör má sjá í tenglunum:

Svör hafa ekki borist frá eftirtöldum framboðum:

  • Framsóknarflokkurinn
  • Hægri græn
  • Píratar
  • Sjálfstæðisflokkurinn

Það eru fleiri framboð sem bjóða fram og hafa þau væntanlega heldur ekki sent svör, en listinn er af FB-síðu guðfræðinganna. Það er hægt að lesa bréf guðfræðinganna á Facebook síðu þeirra, sjá hér. Guðfræðingarnir völdu að orða þann hluta bréfsins sem fjallar um loftslagsvánna svo:

Því hefur verði haldið fram að sú loftslagsvá sem nú steðjar að jarðarbúum sé brýnasta áskorun sem mannkyn hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir. Við erum því sammála. Þessi staða kallar á bráða úrlausn á ýmsum vandamálum sem lúta að réttlátri skiptingu jarðargæða og heimsskipan, sem og friðsamlegri sambúð þjóða heims. — Þetta eru hin raunverulegu viðfangsefni stjórnmálanna á 21. öldinni. Eruð þið undir það búin að taka þátt í lausn þeirra?

[..]

Hvað mun framboð/flokkur ykkar leggja til að gert verði í loftslagsmálum? Hvað munuð þið leggja til að gert verði til að að vinna gegn þeim veðurfarsbreytingum sem búast má við í náinni framtíð?

Hitt verkefnið sem okkur langar að benda á er xUmhverfisvernd (hægt er að sjá myndböndin í tenglinum), þar sem umhverfisverndarsamtök spyrja framboðin spurninga og birta á YouTube. Þar svara frambjóðendur frá framboðunum spurningum sem lúta að umhverfi og náttúru, m.a. um loftslagsbreytingar, Drekasvæðið og Norðurslóðir.

Svör stjórnmálahreyfingana eru við spurningum eftirfarandi umhverfisverndarsamtaka:

Það er virðingavert að einstaklingar og samtök reyni að koma loftslagsmálum og öðrum umhverfismálum á kortið fyrir kosningarnar.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.