Blogg: COP15 – Kaupmannahöfn í stuttu máli

Kaupmannahöfn; Lykilatriði loftslagsráðstefnunnar

Hér verður farið í stuttu máli yfir helstu atriði loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn ásamt ýmsum vangaveltum henni tengdar.

Hvenær fer loftslagsráðstefnan COP15 fram?

7. – 18. desember 2009.

Hver er nákvæm staðsetning?

Ráðstefnusalur Bella Center, Eyrarstað, Kaupmannahöfn, Danmörk.

Metro Kaupmannahöfn - Bella Center er merkt á kortið

Hversu margir sækja ráðstefnuna heim?

Það hafa verið nokkur þúsund á fyrri COP/CMP atburðum. Gert er ráð fyrir að núna muni þátttakendur verða að minnsta kosti 10.000. Inn í þessari tölu eru þátttakendur; frá stjórnvöldum þeirra þjóða sem taka þátt ásamt ýmsum öðrum aðilum og samtökum.

Frá hversu mörgum löndum?

Búist er við því að embættisfólk og ráðherrar frá 192 löndum verði þátttakendur í ár.

Hversu margir verða frá fjölmiðlunum?

Á fyrri COP ráðstefnum hafa verið aðilar frá næstum 1.500 fjölmiðlum. Það verða haldnir fjöldinn allur af blaðamannafundum á meðan á COP15 stendur. UNFCCC mun halda utan um allt sem viðkemur fjölmiðlum og dagsskrá verður ávalt tiltæk á meðan á ráðstefnunni stendur.

Hvað er á dagsskránni?

Samkomulag þjóðanna um loftslagsmál, á tímabilinu frá 2012 og áfram; sérstaklega á að reyna að ná samkomulagi sem sameinar virðingu fyrir umhverfinu (minnkuð losun gróðurhúsalofttegunda, af völdum manna, sem hafa neikvæð áhrif á loftslagið), lífsgæði og langtíma öryggi í orkumálum á bestan mögulegan hátt. Raunhæfar tillögur um hvernig best sé að standa að því verða lagðar fram af alþjóða samfélaginu.

thoughts_327

Hvaða mögulegu niðurstöður eru af ráðstefnunni?

Eftirfarandi sex niðurstöður eru taldar líklegar, samkvæmt vangaveltum Björn Stigson (frá World Business Council for Sustainable Development).

  1. “Raunverulegur samningur”: Bandaríkjamenn og Kínverjar munu veita drifkraftinn fyrir nýtt, metnaðargjarnt og alhliða samkomulag.
  2. Viðskipti eins og venjulega: Allmörg lönd munu vilja fylgja núverandi stefnu sinni.
  3. Takmarkaður samningur: Þar sem t.d. G8 löndin taka eigin stefnu fyrir utan ramma UNFCCC.
  4. Framlenging af núverandi samning, þ.e. Kyoto samkomulaginu.
  5. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn “framlengist” fram á árið 2010.
  6. “Sýndarmennska”: Miklar yfirlýsingar um vilja, en engin raunverulegur samningur.

Hver eru lykil umræðuefnin?

  • Hvaða viðmiðunarár á að miða við sem útgangspunkt fyrir losunartakmörk, hversu lengi á næsta tímabil að vera, þ.e. frá 2012 til hvaða árs?
  • Hvaða tillögur á að koma með fyrir losunartakmörkin sjálf, bæði fyrir næsta tímabil og þar á eftir.
  • Hvort að samkomulagið eigi einnig að ná til losunar gróðurhúsalofttegunda frá geirum sem ekki voru hluti af Kyoto samkomulaginu, t.d. flugiðnaðurinn og skipaflotinn.
  • Hvort reglur CDM (Clean Development Mechanism) verði hertar til að tryggja heilsteypta umhverfisstefnu til að forðast losun gróðurhúsalofttegunda eða hvort farin verði vægari leið.
  • Hvort að CDM vilji að tækni er varðar CCS (Carbon Capture and Storage), verði með í samningunum um aðferðir sem sótt geti um styrki. Þetta er talið myndu geta gert starfsumhverfi t.d. kolaorkuvera betra og áframhaldandi, þar sem jafnvel yrðu byggð ný.
  • Samkomulag um að samningar innihaldi hömlur á áframhaldandi eyðingu skóga á sama hraða og nú er. Sérstaklega er þar talað um hitabeltisskóga í þróunarlöndunum, einnig kallað e. Reducing Emissions from Deforestation and Degradation (REDD).
  • Umræða um þann ramma sem á að hjálpa löndum til að aðlagast óhjákvæmilegum loftslagsbreytingum. Allar þjóðir ættu að þurfa að hafa yfirgripsmikla áætlun um hvernig bregðast skuli við. Fjárhagsleg og tæknileg aðstoð ætti að standa þeim þróunarlöndum sem eru viðkvæmust fyrir breytingunum.
  • Efling rannsókna, þróunar og tilrauna með lág-kolefnistækni og tækni sem hjálpar til við aðlögunina.

Heimildir: sourcewatch.org og europa.eu

overcoming_obstacle

Hverjar verða líklegustu hindranirnar í umræðunni?

Sérstaklega hafa Bandaríkjamenn, hingað til neitað að vera með í losunar markmiðum, nema allar helstu þróunnarþjóðir, eins og t.d. Kína, séu með í samningnum. Þróunarlöndin, mest með framsetningu G-77 hópsins, hafa látið í ljós vilja til að minnka losun, en aðeins ef þróuðu löndin taka forystuna í þeim efnum.

Þróunarlönd eru treg til að samþykkja harðar kröfur um minnkandi losun koldíoxíðs, þar sem þau eru einnig að reyna að ná efnahagslegum vexti. Ríkari þjóðir vilja ekki samþykkja harðar kröfur eða að vera ábyrg fyrir að leggja út fyrir mótvægisaðgerðunum, nema þróunarlöndin samþykki einnig sömu kröfur.

Það má því segja að allir bíði eftir því að aðrir taki af skarið um það hversu langt er hægt að ganga í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Ekkert land vill standa út úr í þessum efnum.

Hvaða lykilatriði munu sumar þjóðir væntanleg koma fram með, sem tillögur eða andmæli?

Bandaríkin hafa hingað til neitað að vera með í losunar markmiðum, nema allar helstu þróunnarþjóðir, eins og t.d. Kína, séu með í samningnum.

Suður Afríka mun ekki álíta þessa umferð umræðna um loftslagsbreytingar vera árangursríka, nema ríkari þjóðir setji fjármuni til að hjálpa þeim að tækla hnattræna hlýnun. Suður Afríka er því að kalla eftir fjárhagslegri og tæknilegri aðstoð.

Mexíkó hefur sett tillögur á borðið um hvernig eigi að standa að fjárhagslegum stuðningi til fátækari landa í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Bretland leggur til að allar G-20 þjóðirnar finni leiðir til að fjármagna þeirra eigin viðleitni til að koma stjórn á loftslagsbreytingar. Þessari afstöðu eru þjóðir eins og Indland, Kína, Suður Afríka og Brasilía á móti. Bretar leggja einnig til að öll plön hjá þjóðum, eins og t.d. fimm ára plön Indlands, ættu að taka fyrir á alþjóðlegum grundvelli. Aftur, þá eru Indverjar á móti þeirri hugmynd.

Noregur leggur til að nota eigi sjóð frá iðnvæddu löndunum til að búa til tekjur fyrir alþjóðlega samvinnu.

Meðlimir Samtaka lítilla Eyríkja (e. Alliance for Small Island Developing States (AOSIS)) hafa lagt til aukna áhættu greiningu og að minnka áhættu með áætlunum, eins og áhættu skiptingar og flutnings áhættu, samanber t.d. tryggingar.

Hvaða losunartakmörk á gróðurhúsalofttegundum verða talin góður árangur?

NGO samtök í mörgum iðnvæddum löndum eru að kalla eftir í það minnsta 40% minnkun losunar fyrir 2020, sem er á sömu nótum og vísindaleg rök hníga að, til að halda hnattrænni hækkun hitastigs undir 2°C.

Ítarefni:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.