Hlaðvörp með loftslagsþáttum

Það er ekki auðvelt fyrir loftslagsnörda eins og okkur að nálgast efni um loftslagsmál sem hægt er að hlusta á í tölvunni (eða í mp3 spilaranum). En Dan Moutal hefur frá því í vor gert nokkra þætti, þar sem farið er yfir helstu fréttir á hverjum tíma. Þættina má nálgast á heimasíðu Irregular Climate. Þessar útsendingar hans hafa greinilega verið að þróast frá því þær hófust, m.a. hefur hann verið með 2 aðstoðarumsjónarmenn með sér um tíma, en annars sér hann að mestu um þetta einn. Hann hefur þar fyrir utan fengið John Cook sem er með síðuna SkepticalScience til að koma með það sem má kalla “efasemdar hrakningu vikunnar”, en hann er með eina bestu vefsíðu þar sem hægt er að nálgast vísindalega nálgun á helstu rök “efasemdarmanna”. Þess má geta að við höfum verið í samstarfi við SkepticalScience varðandi efni hér á loftslag.is

Hér undir má heyra nýjasta þáttinn, þann 12. í röðinni sem kom út núna í vikunnia. Lýsing Dan Moutal á þessum þætti

Í þessari viku: Þáttur vikunnar: Hið forvitnilega atvik með Edward Wegman og hina afrituðu skýrslu, lítilvægi hokkíkylfunnar, Cuccinelli og nornirnar, CRU hreinsað enn og aftur, sprengdir afneitunarsinnar og mikilvægi samhengis.

Siðasti hlutinn með mikilvægi samhengis er forvitnileg “dæmisaga” sem fjallar um samhengi á skrítin hátt og hvernig sum rök svokallaðra “efasemdarmanna” sem heyrast í umræðunni eru full af samhengislausum fullyrðingum.

Irregular Climate

A look at the irregular climate in our atmosphere,
and the irrational climate of global warming denialism

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.