Kaupmenn vafans

Gestapistill eftir Elvar Örn Arason, birtist fyrst á eyjan.is.

Það hefur vakið heimsathygli að einn þekktasti efasemdamaður um loftlagsbreytingar af mannvöldum hefur skipt um skoðun. Björn Lomborg telur nú að þær séu ein mesta ógn sem steðjar að mannkyninu og að það þurfi stórauknar fjárveitingar til að berjast gegn henni.

Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér þeirri mynd sem dregin er upp í fjölmiðlum. Eins og hún birtist almenningi þá lítur út fyrir að fylkingar vísindamanna sem telja hlýnun jarðar vera raunverulega ógn og þeirra sem afneita henni séu jafnstórar. Staðreyndin er hins vegar sú að afneitunarsinnar samanstanda af fámennum hópi vísindamanna og öðrum sérvitringum á borð við Söru PalinHannesi Hólmsteini og Rush Limbaugh.  Langflestir vísindamenn telja að vandamálið sé mjög alvarlegt og hluti þeirra telja ógnina mun alvarlegri en sú mynd sem dregin er upp af meginþorra vísindamanna.

Nýlega kom út bókin Merchant of Doubt sem reynir að svara því hvers vegna umræðan í fjölmiðlum sé ekki í samræmi við það sem á sér stað innan vísindasamfélagsins. Í bókinni kemur fram að fjölmiðlar hafa staðið sig afar illa í að kynna fyrir almenningi niðurstöður vísindamanna og þær sannanir sem liggja að baki hlýnun jarðar.

Það eru nokkur atriði sem höfundarnir nefna sem valda þessari skökku mynd.  Í fyrsta lagi hafa fjölmiðlar tilhneigingu til að flytja fréttir af ágreiningi, sem leiðir til þess að hann virðist djúpstæðari en efni standa til. Báðir hóparnir fá sama vægi í fjölmiðlum, þó svo að sá sem talar fyrir viðtekinni skoðun sé á sama máli og þorri vísindamanna, en efasemdamaðurinn á sér fáa skoðabræður innan vísindasamfélagsins. Í öðru lagi greina fjölmiðlar ekki frá bakgrunni þeirra einstaklinga sem afneita vandanum. Í bókinni kemur meðal annars fram að sumir efasemdamennirnir eiga oft á tíðum ótrúverðugan feril að baki, t.d. var sami maðurinn ósammála eyðingu ósonlagsins og taldi óbeinar reykingar ekki skaðlegar.

Hérna er viðtal við annan höfund bókarinnar

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Elvar Örn Arason

Elvar Örn Arason er menntaður í alþjóðasamskiptum og evrópskum stjórnsýslufræðum. Hefur mikinn á áhuga á alþjóðlegu samstarfi og samvinnu. Áhugasvið eru íslensk stjórnsýsla og stjórnmál, norræn samvinna, Evrópusambandið, hnattvæðing, lýðræði, öryggis- og varnarmál.