Loftslag.is

Tag: Afneitun

  • “Hitastigið hækkar áður en styrkur CO2 eykst” – mýta í uppfærðri útgáfu

    “Hitastigið hækkar áður en styrkur CO2 eykst” – mýta í uppfærðri útgáfu

    Enn og aftur getum við notið þess að sjá hvernig góðkunningi okkar Greenman3610 (Peter Sinclair) brýtur málfltuning afneitunarinnar til mergjar með skarpri egg sinni og beittum stíl í nýju myndbandi, sem þó er uppfærsla á vel þekktri mýtu, Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar.

    Eins og Greenman segir m.a. sjálfur um myndbandið (lausleg þýðing):

    Sjáið hvernig tilkomumikið sérval gagna, (e. cherry pick) í vísindalegri rökræðu, er bara hluti af dagsverki alvöru afneitunarsinna.

    Jájájá, hann er ekkert að skafa utan af hlutunum, kannski engin ástæða til þess heldur – enda virðast staðreyndir ekki stöðva þá sem afneita vísindum – en allavega myndbandið má sjá hér:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

    Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

    Endurbirting

    Það er eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig rökfærslur þeirra sem kenna sjálfa sig við “efasemdir”, varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta endalaust andmælunum og rökfærslum sínum. Ein afleiðing þess, er að þeir komast oft í mótsögn við sjálfa sig. Einn daginn er röksemdarfærslan sú að núverandi hlýnun sé vegna sólarinnar, næst að hlýnun sé vegna “náttúrulegra sveiflna”, þar næst að plánetan sé að kólna og daginn eftir koma svo kannski rök um að það sé svo mikil óvissa í hitastigsmælingum að við vitum hvort sem er ekki hvert hnattrænt hitastig er. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því mikla magni af mýtum sem hægt er að finna t.d. hér á loftslag.is.

    Það ætti að vera nokkuð augljóst að rökfærslur “efasemdamanna” eins og þær koma fram hér að ofan eru í mótsögn hvorar við aðrar, en samt eru þau oft sett fram af sömu aðilum. Sem dæmi má nefna alþekktan “efasemdarmann” að nafni Fred Singer sem færði fyrir því rök árið 2003 að plánetan væri ekki að hlýna, en það kom þó ekki í veg fyrir að hann færði rök fyrir því, í bók sem hann gaf út árið 2007, að plánetan væri að hlýna vegna náttúrulegrar sveiflu sem tekur 1.500 ár. Það er ekki hægt að hafa þetta á báða vegu!

    Það virðist vera merki um styrk kenningarinnar, um hækkun hitastigs af völdum losunar manna á CO2, að “efasemdamennirnir” geta ekki komið sér saman (ekki einu sinni innra með sjálfum sér persónulega) hver andmælin eiga að vera. Ef það væri raunverulegur veikleiki í kenningunni, þá ættu “efasemdamenn” að geta bent á þann veikleika og komið með mótsagnarlaus rök. Þeir virðast frekar ætla að notast við núverandi aðferðafræði sína, sem er að fleygja öllu mögulegu fram sem rökum, í óljósri von um að eitthvað af þeim haldi vatni. Það myndi auðvelda verulega allar umræður við “efasemdarmenn” ef þeir myndu ákveða hver andmæli sín varðandi kenninguna væru, í stað núverandi ástands þar sem rökfærsla dagsins virðist ráða för, alveg óháð því hver rök gærdagsins voru og hugsanlegra mótsagna í rökfærslunum.

    Svo annað dæmi sé tekið, þá er ekki hægt að færa rök fyrir því hvoru tveggja, að sólin valdi hnattrænni hlýnun og að jafnvægissvörun loftslags sé lág. Útgeislun sólar hefur aukist um aðeins u.þ.b. 0,1% á síðastliðinni öld (og svo minnkað eitthvað á síðustu áratugum aftur) og aðeins er hægt að útskýra miklar hitastigsbreytingar vegna hennar ef jafnvægissörun loftslags er ekki lág, því jafnvægisvörunin er einskonar margföldunarstuðull, ef svo má að orði komast. Þannig að eina aðferðin sem gengur upp ef einhver vill halda því fram að áhrif sólarinnar séu mikil er sú að jafnvægissvörunin sé há. Það er einfaldlega ekki hægt að halda hvorutveggja fram! Ef jafnvægissvörun loftslags er lág, á það ekki aðeins við varðandi gróðurhúsalofttegundir, heldur væri hún líka lág varðandi útgeislun sólar, varðandi breytingar á sporbaug jarðar, varðandi áhrif eldgosa o.s.frv. Ef jafnvægissvörunin er lág, þá gæti sólin ekki hafa valdið meira en u.þ.b. 0,1°C af þeirri 0,8°C hitastigsbreytingu sem orðið hefur frá byrjun síðustu aldar. Að sama skapi þá eru rökin um lága jafnvægissvörun í mótsögn við þau rök að loftslag hafi breyst mikið áður, sjá t.d. mýtu um miðaldahlýnunina. Sem sagt, ef jafnvægissvörun loftslags er of lág, þá hefði það komið í veg fyrir meiri háttar loftslagsbreytingar alveg sama hver orsakavaldurinn er talinn vera, hvort sem það er af mannavöldum, vegna sólarinnar eða vegna annarra náttúrulegra þátta.

    Ef “efasemdamenn” vilja eða ætla að færa rök fyrir því að hlýnunin sé af völdum náttúrulegra sveiflna, þá væri gott ráð fyrir þá að finna hvaða náttúrulegi þáttur á að vera orsakavaldur og rannsaka þar á eftir málið gaumgæfilega. Þeir þurfa einnig að vera alveg vissir um að það sé vísindalegur grunnur fyrir rökfærslunni. Til dæmis, þá er ekki hægt að færa rök fyrir því að hlýnunin sé vegna 1.500 ára náttúrulegrar sveiflu hitastigs, þegar plánetan var ekki að hlýna fyrir 1.500 árum síðan! Það er því einnig mikilvægt, að komast ekki í mótsögn við eigin rök með því að fullyrða síðan að plánetan sé ekki að hlýna daginn eftir. Þess konar hringavitleysur er algengar á bloggsíðu Anthony Watts (sem einhverjir lesendur þekkja væntanlega), sem gekk meðal annars í gegnum eftirfarandi hálfs árs mótsagnartímabil:

    Ofantalið eru hlutir sem haldið er á lofti á síðu Watts, þegar hann er ekki of upptekinn við að færa rök fyrir því að mælingar á hitastigi jarðar séu það ómarktækar að við vitum ekki einu sinni hvort að jörðin sé að hlýna eða þá þegar hann dregur þessi gögn fram sem eiga að sýna fram á kólnun.

    En þangað til “efasemdamenn” verða samkvæmir sjálfum sér í rökfærslum sínum, þá mun verða hægt að finna pöruð mótsagnarkennd rök “efasemdamanna” á heimasíðu Skeptical Science og þannig er reynt að fá smá skipulag í óreiðuna – listinn er reyndar að verða óþægilega langur, vonandi verður reynt að flokka þetta enn betur í náinni framtíð.

    Að lokum má svo skoða orðið sem ég hef sett innan gæsalappa í færslunni, en hvers vegna ætli það sé nú? Það má vel færa rök fyrir því að efasemdarmenn nái ekki nógu vel að skilgreina þá sem hafa þá nálgun við vísindin sem eru útskýrð hér að ofan, þar sem nýjar röksemdir og mótsagnir virðast ráð ferðinni eftir því hvernig vindar blása þann daginn. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

    1. Samsæriskenningar
    2. Sérvalin gögn (e. cherry-picking)
    3. Fals sérfræðingar
    4. Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)
    5. Almennar rökleysur

    Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem þegar er búið að hrekja og eftir þessar pælingar hér að ofan, þá líka 7. liðnum sem eru mótsagnirnar. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð. Það er erfitt að sitja frammi fyrir því að þurfa að margendurtaka sömu hlutina, þar sem rökin virðast ekki komast til skila, þ.e. sömu falsanir, sérvöldu gögnin, samsæriskenningar, mótsagnirnar o.s.frv. koma aftur og aftur upp í umræðunni. Rökleysur og mótsagnir þar sem fullyrðingar eru hugsaðar sem hluti þess að henda eins mörgum fullyrðingum fram og vona að eitthvað standist nánari skoðun og þetta er gert að því er virðist án gagnrýnnar hugsunar. Innantómt málskrúð, mótsagnir og aðrar rökleysur sem oft einkenna umræðuna, virðist því til þess fallið að draga athyglina frá því sem vísindin hafa um málið að segja. Þ.a.l. finnst mér það algerlega óviðeigandi að kalla þá sem stunda það sem lýst er hér að ofan efasemdarmenn, enda eru efasemdir og gagnrýnin hugsun ein bestu tæki sem sérhver vísindamaður getur haft í farteskinu við störf sín. Alvöru efasemdarmenn eru tilbúnir að móttaka rök og skipta um skoðun ef gögnin sýna fram á nýja nálgun, en þeir sem beita nálgun afneitunar er nokk sama um rökin og komast meira að segja í mótsögn við sjálfa sig ef þeim hentar eins og dæmin sýna.

    Gott er að að hafa nokkur atriði í huga við athugun á vísindum:

    • Athugun heimilda er mikilvægur þáttur
    • Athugum hvað sérfræðingar segja (helst einhverjir sem vinna við fræðin)
    • Skoðum fullyrðingar og heimildir með gagnrýnni hugsun
    • Byggjum rök okkar á sanngjörnum grunni og sanngjörnum efasemdum
    • Pössum okkur á rökleysum og fullyrðingum sem ekki standast skoðun

    Það er ósk mín að loftslagsumræðan komist á hærra plan í framtíðinni, þar sem við skoðum loftslagsvísindin á málefnalegan hátt og beitum til þess gagnrýnni hugsun og sanngjörnum heimildum byggðum á mælingum og rannsóknum vísindamanna en ekki mótsagnakenndum upphrópunum þeirra sem afneita vísindunum.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • “Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

    “Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

    Enn eitt myndbandið frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Núna tekur hann fyrir setninguna “Hide the decline” sem hefur verið rangtúlkuð, rangt höfð eftir og mistúlkuð af fjölda fólks síðan málið með stolnu tölvupóstana kom upp. Þessar mistúlkanir hafa m.a. komið upp hjá prófessor Dr. Richard Muller frá Berkeley háskóla – sem einnig er tekin fyrir í þessu myndbandi…en sjón er sögu ríkari:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Miðaldaverkefni loftslag.is – nú á Skeptical Science

    Miðaldaverkefni loftslag.is – nú á Skeptical Science

    Ritstjórn loftslag.is er það mikill heiður að segja frá því að Höskuldur Búi, annar ritstjóra loftslag.is, hefur nú skrifað sína fyrstu færslu á SkepticalScience.com (SkS). SkS hefur verið mikil driffjöður þess að taka saman mýtur í umræðunni um loftslagsvísindinn á yfirvegaðan hátt og vel skjalfest, enda eru heimildir mikilvægur þáttur í þessari umræðu. John Cook sem er aðal stjórnandi síðunnar er orðin einskonar fyrirmynd meðal þeirra sem sem fylgjast með loftslagsumræðunni. Það sem John Cook hefur m.a. gert á SkS er að taka saman það sem vísindin hafa um loftslagsumræðuna að segja og bera það saman við allskyns fullyrðingar og á stundum hreinar rangtúlkanir sem oft heyrast í umræðunni um loftslagsmál. Við höfum frá upphafi fylgst með SkS og höfum m.a. þýtt nokkrar mýtur á íslensku fyrir SkS sem hafa svo einnig ratað í mýtusafnið hér á loftslag.is.

    Færslan á SkS sem Höskuldur hefur skrifað er þýðing á færslu sem birtist hér á loftslag.is í maí 2010 Miðaldaverkefnið. Í umræðum á lokuðu umræðuborði á SkS þá benti Höski á færsluna, sem leiddi til þess að hann fékk þá áskorun að þýða færsluna, sem hann svo gerði með góðri hjálp nokkurra þeirra sem taka reglulega þátt í umræðunni á SkS. Höski notaði á sínum tíma töluverðan tíma í rannsóknir á síðunni CO2 Science og þeim túlkunum sem fara þar fram á ýmsum rannsóknum varðandi miðaldahlýnunina. Það má segja að margt af því sem þar er haldið fram séu beinar rangtúlkanir sem ekki hafa neitt með vísindi að gera og kom Höski því vel til skila í pistlinum á loftslag.is, sem hefur nú verið þýddur fyrir stærri markað á SkS. Umræðan í athugasemdum um færsluna á SkS er tiltölulega jákvæð varðandi efni færslunar, enda hefur Höski unnið heimavinnuna vel. Færsluna á SkS, má sjá hér, Medieval project gone wrong. Þessi heiður sem Höska hefur hlotnast hjá John Cook á SkS, sýnir okkur enn frekar að við erum á réttri braut í okkar málflutningi og hvetur okkur til frekari dáða.

    Þess má einnig geta að John Cook hefur nýlega komið að útgáfu bókar um afneitun loftslasgsvísindanna sem við mælum með, Climate Change Denial – Head in the Sand eftir Haydn Washington og John Cook.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Ósérhæfðir sérfræðingar

    Ósérhæfðir sérfræðingar

    Endurbirting.

    Myndband frá Potholer54, þar sem hann skoðar ýmsar persónur sem telja sig vita betur en loftslagsvísindamenn og titla sig sumir sem verandi loftslagsvísindamenn þrátt fyrir að fátæklegar heimildir þar um. Hann skoðar meðal annars hina alræmdu Oregon Petition, þar sem talað er um undirskriftir 32.000 vísindamanna. Eru allir vísindamenn á þeim lista og þá við hvaða fræðigreinar? Myndir þú leita til veðurfræðings vegna húðvandamáls? – Nei líklega ekki, en hvers vegna er þó oft leitað til þeirra sem ekki eru sérfræðingar um loftslagsmál um sérfræðiálit þeirra á málinu?

    Jæja, en höfum ekki fleiri orð um þetta, gefum Potholer54 orðið og skjáinn um stund.

    Tengdar færslur á loftslag.is

    Heimildalisti Potholer54 fyrir myndbandið:

    John Coleman listed as media graduate in 1957 – University of Illinois Alumni Association
    http://www.uiaa.org/illinois/honors/c…

    Coleman claiming to be a meteorologist in Weather Channel founder suing Gore? Glenn Beck interview with John Coleman, March 5, 2008 – Transcript at:
    http://www.glennbeck.com/content/arti…

    Certified Broadcast Meteorologist Program – http://www.ametsoc.org/amscert/index….
    list of Certified Broadcast Meteorologist (CBM) – http://www.ametsoc.org/memdir/seallis…

    Oregon Petition found at:
    http://www.oism.org/pproject/

    Steven C. Zylkowski credentials found at:
    http://www.forestprod.org/durability0…
    http://www.forestprod.org/durability0…

    Earl Aaagard web page: http://www.theseventhday.tv/Experts/a…

    John Stossel clip from Global Warming? Really Bad? on YouTube – http://www.youtube.com/watch?v=XUlGoa…

    Bob Carter listed as palaeoclimatologist in US Senate Minority Report – http://epw.senate.gov/public/index.cf…

    Sorry to ruin the fun, but an ice age cometh – Phil Chapman The Australian, April 23, 2008 – Chapman bio on NASA website:
    http://www.jsc.nasa.gov/Bios/htmlbios…

    Tim Ball 28 Years Professor of Climatology at the University of Winnipeg – Letter to Paul Martin
    http://www.john-daly.com/guests/marti…

    Tim Ball: for 32 years I was a Professor of Climatology at the University of Winnipeg. Deniers vs Alarmists in the Eco-Argument – Orato website, May 28th, 2006
    http://www.orato.com/health-science/g…

    Tim Ball letter to Royal Society, listed as professor of climatology
    http://www.pbs.org/moyers/moyersoname… and http://sciencepolicy.colorado.edu/pro…

    University of Winnipeg website:
    http://www.uwinnipeg.ca/

    Geography course units at the University of Winnipeg
    http://www.uwinnipeg.ca/index/cms-fil…

    Tim Ball described as professor of geography – Fraser Institute Website
    http://www.fraserinstitute.org/author…

    Tim Ball letter to Royal Society, listed as retired professor of geography:
    http://www.nhinsider.com/nhigb/2006/9…

    Global Warming, Two Points of View Bio of Tim Ball showing time spent at University of Winnipeg
    http://www.stam.mb.ca/Global_Warming_…

  • Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju

    Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju

    Myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Í þetta skiptið skoðar hann það sem vísindin hafa að segja um rannsóknir á m.a. ískjörnum, hitastigi og hafís. Hinn fróðlegi og skemmtilegi Dr. Richard Alley kemur fram og útskýrir rannsóknir sínar og segir einnig sína skoðun á því hvernig hans eigin rannsóknir hafa verið mistúlkaðar og rangfærðar af afneitunarsinnum eins og t.d. þeim hjá WattsUpWithThat…já, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum…

    Þess má einnig geta að Dr. Alley kemur inn á eldgos á Íslandi í útskýringum sínum á fræðunum og ískjarnarannsóknum – mjög fróðlegt, gjörið svo vel:

    Ítarefni

    Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Monckton á móti Monckton

    Monckton á móti Monckton

    Christopher Monckton hefur haldið mörgu fram um loftslagsfræðin og fátt af því hefur staðist nánari skoðun. Við höfum skrifað aðeins um hans þátt í afneitun vísindarannsókna á loftslagi. En hvers vegna er þessi áhugi á honum? Jú, kannski vegna þess að hann virðist vera öfgakennt dæmi þeirra sem hafa sett sjálfa sig í hóp sjálfskipaðra “efasemdarmanna” sem fullyrða út og suður um fræðin án þess, að því er virðist, að frekari gagnrýn hugsun búi að baki.

    Núna hefur Potholer54 tekið Monckton fyrir á fróðlegan hátt, þar sem hann setur að hluta til röksemdir Moncktons upp á móti röksemdum Moncktons sjálfs, skemmtileg flétta. En sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Mýtur Moncktons

    Mýtur Moncktons

    Þeir sem fylgst hafa eitthvað með umræðum um loftslagsbreytingar kannast eflaust við Monckton “Lávarð“, en við höfum minnst á hann hérna áður. Ósjaldan vísa “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun í myndbönd eða greinar þar sem Monckton kemur við sögu – en útúrsnúningar og bjaganir á vísindarannsóknum virðast vera hans sérgrein. Allavega hefur hann engar loftslagsrannsóknir sem styðja gífuryrði sín. Þrátt fyrir það er hann fenginn til að halda fyrirlestra og til ráðgjafar um loftslagsmál víða um heim. Það er ráðgáta hvers vegna.

    Nú hafa snillingarnir á Skeptical Science tekið saman gagnagrunn þar sem farið er yfir algengustu rök Moncktons og þau brotin niður til mergjar og leiðrétt. Smellið á myndinni hér fyrir neðan til að skoða mýtur Moncktons og rök gegn þeim:

    Að auki er rétt að minnast  á að nú nýverið var á BBC heimildamynd um “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun, þar sem skyggnst var á bak við tjöldin. Svo skemmtilega vill til að Monckton kemur eitthvað við sögu í þessari heimildamynd og reyndi hann að fá heimildamyndina bannaða – en svo virðist sem efasemdamenn um hnattræna hlýnun séu frekar hrifnir af ritskoðun, eins og fjölmörg dæmi sanna. Heimildamyndin heitir samkvæmt áreiðanlegum heimildum Meet the Climate Skeptics, en erfitt hefur reynst að komast að eintaki sem hægt er að horfa á hér á Íslandi*. Hér fyrir neðan má þó allavega nálgast sýnishorn úr heimildarmyndinni, smelltu á myndina til að skoða sýnishornið:

    *Ef einhver kemst að tengli þar sem hægt er að horfa á téð myndband, þá endilega látið vita – annað hvort í athugasemdum eða á loftslag@loftslag.is

    Tengt efni á loftslag.is

  • Á tilboði: Sérvalin kirsuber

    Á tilboði: Sérvalin kirsuber

    Myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair) þar sem hann skoðar hvernig Dr. Harrison Schmitt, sem er hægrisinnaður aðgerðarsinni, hefur afbakað gögn um hafísútbreiðsluna. Dr. Schmitt sem er fyrrverandi Apollo geimfari (með Apollo 12 og var hann einnig næst síðasti maðurinn sem gekk á tunglinu, hingað til), hefur reynst sterkt vopn og ötull málsfari í heimi þeirra sem afneita loftslagsvísindum.

    En skoðum nú nýlega fullyrðingu Dr. Schmitt um hafísinn og hvernig honum tókst að sérvelja gögnin (e. cherry picking – cherry = kirsuber) til að þyrla ryki í augu áheyrenda sinna.

    Ítarefni

    Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610

    Tengt efni á loftslag.is – Greenman3610 myndbönd:

    Nánar um þetta mál:

    http://blogs.discovermagazine.com/int…
    http://climateprogress.org/2011/01/27…
    http://www.koat.com/news/26645379/det…
    http://profmandia.wordpress.com/2011/…
    http://www.skepticalscience.com/Artic…
    http://www.huffingtonpost.com/peter-h…
    http://www.desmogblog.com/criticism-i…
    http://www.grinzo.com/energy/?p=2351
    http://climateprogress.org/2011/02/07…

  • Efasemdir eða afneitun

    Efasemdir eða afneitun

    Endurbirting færslu frá síðastliðnu vori.

    Nýjasta tölublað New Scientist, frá 15. maí, er sérstaklega helgað umræðu um tímaskeið afneitunar (e. Age of Denial). Í blaðinu er rætt um ýmiskonar afneitun á vísindum, þar með talið afneitun á loftslagsvísindum. Það virðast vera svipaðar aðferðir notaðar við afneitun vísinda í sambandi við tengsl krabbameins tóbaksnotkunnar og afneitun á loftslagsvísindum.

    Mig langar að benda á grein úr þessu tölublaði, sem nefnist, Lifað í afneitun: Þegar efasemdarmaður er ekki efasemdarmaður (e. Living in denial: When a sceptic isn’t a sceptic). Í þessari grein er munurinn á efasemdarmönnum og afneitunarsinnum skoðaður. Greinin er skrifuð af Michael Shermer þar stendur meðal annars, í lauslegri þýðingu:

    Hver er munurinn á efasemdarmanni og afneitunarsinna? Þegar ég kalla sjálfan mig efasemdarmann, þá á ég við að ég noti vísindalega nálgun til að leggja mat á rökin. T.d. mun efasemdamaður um loftslagsmál, skoða hverja staðhæfingu fyrir sig og varfærnislega skoða rökin og er tilbúinn að fylgja staðreyndunum þangað sem þær leiða hann.

    Sá sem afneitar loftslagsvísindunum, er með fyrirfram ákveðnar skoðanir og fer í gegnum gögnin með notkun “hlutdrægrar staðfestingar” – sem er hneigðin til að leita að og finna gögn sem staðfesta fyrirfram ákveðnar skoðanir og vísa öðru á bug.

    Í greininni er rætt um efasemdar í sambandi við vísindalegar aðferðir, þar sem nota þarf gagnrýna hugsun til að skoða gögn og mælingar. Það má segja að til að vera vísindamaður, þá þurfi að koma til nokkuð mikið af hugsun byggða á efasemdum og gagnrýnni hugsun. Það koma nefnilega fram fjöldi rannsókna í vísindum sem reynast rangar þegar upp er staðið. En afneitun er öðruvísi, það sem á sér stað þar er afneitun á gögnum, sama hversu góð rök eru til staðar og oft þrátt fyrir mjög góð rök fyrir gagnstæðum hugmyndum.

    Afneitun er að jafnaði drifin áfram af hugmyndafræði eða trúarlegri skoðun, þar sem fylgni við skoðunina er mikilvægari en rökin sem sett eru fram. Skoðunin kemur fyrst, svo röksemdir skoðunarinnar og þær röksemdir eru aðskildar öðrum til að tryggja að skoðunin varðveitist í sinni mynd.

    Ég mæli með grein New Scientist fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar. Við höfum einnig skoðað þessi mál hér á loftslag.is, t.d. í greininni, Rökleysur loftslagsumræðunnar, þar sem við ræðum m.a. um efasemdir eða afneitun:

    Það má hugsanlega færa rök fyrir því að efasemdarmenn eða efahyggja nái hugsanlega ekki nógu vel að skilgreina þá sem afneita vísindunum. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

    1. Samsæriskenningar
    2. Sérvalin gögn (e. cherry-picking)
    3. Fals sérfræðingar
    4. Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)
    5. Almennar rökleysur

    Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem búið er að hrekja. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð. Erfitt að sitja frammi fyrir því að þurfa að margendurtaka sömu hlutina, þar sem rökin virðast ekki komast til skila, þ.e. sömu falsanir, sérvöldu gögnin, samsæriskenningar, o.s.frv. koma aftur upp í umræðunni. […] Innantómt málskrúð sem oft einkennir umræðuna, virðist til þess fallið að draga athyglina frá því sem vísindin hafa um málið að segja.

    Það er að mínu mati ábyrgðarleysi að halda á lofti þeirri óvísindalegu nálgun sem oft sést hjá þeim sem telja að vísindin samrýmist ekki þeirra hugmyndafræði. Þar sem notaðar eru þær nálganir sem rætt er um í grein New Scientist og hér að ofan. Það er í raun afar merkilegt að New Scientist hafi ákveðið að tileinka einu tölublaði afneitun vísindanna og að afneitun loftslagsvísindanna skuli hafa fegnið þar háan sess, á stalli með þeim sem afneita vísindalegum gögnum varðandi HIV, vísindum um tengls tóbaksnotkunar og krabbameins og þeirra sem afneita þróunarkenningunni (sköpunarsinna), svo dæmi séu tekin. En það má kannski segja að það þurfi sömu hugmyndafræðilegu nálgunina í öllum þessum tilfellum, þar sem notkun svipaðra rökleysu virðist vera helst á dagsskrá í öllum tilfellunum. Mig langar að enda þetta á annari tilvitnun úr textanum um rökleysur loftslagsumræðunnar:

    Gott er að að hafa nokkur atriði í huga við skoðun á vísindum:

    • Athugun heimilda er mikilvægur þáttur
    • Athugum hvað sérfræðingar segja (helst einhverja sem vinna við fræðin)
    • Skoðum fullyrðingar og heimildir með gagnrýnni hugsun
    • Byggjum rök okkar á sanngjörnum grunni og sanngjörnum efasemdum
    • Pössum okkur á rökleysum og fullyrðingum sem ekki standast skoðun

    Heimildir:

    Tengt efni af loftslag.is: