Sumarhiti á Svalbarða hefur undanfarna áratugi verið hærri en nokkurn tíman áður síðastliðin 1800 ár, samkvæmt nýrri rannsókn.
Í rannsókninni voru skoðaðar leyfar þörunga í botni stöðuvatns, en hópur vísindamanna boruðu í setlög og tóku sýni. Með því að skoða hlutfall transfitu í setinu, sem þörungar framleiða, þá gátu þeir áætlað hitastig síðastliðin 1800 ár. Hlutfall mettaðrar og ómettaðrar transfitu breytist við það hitastig sem er sem þörungarnir lifa í. Því hærra hitastig sem er, því hærra er hlutfall mettaðrar transfitu.
Í ljós kom að sumarhiti á Svalbarða hefur verið að meðaltali 2-2,5°C hærri síðastliðin 25 ár, en á hlýjustu áratugum miðalda (MWP – Medievel Warm Period), sem skilgreint er sem tímabilið um það bil 950-1250. Til aldursgreininga voru notaðar efnavísar (e. chemical marker) úr öskulögum þekktra eldgosa frá Íslandi.
Þó aðeins sé um staðbundna rannsókn að ræða, þá er hér enn ein vísbending þess að miðaldarhlýnunin svokallaða hafi ekki verið eins mikil og útbreidd og áður var talið.
Heimildir og ítarefni
Góð umfjöllun um greinina er á heimasíðu Háskólans í Columbíu: High-Arctic Heat Tops 1,800-Year High, Says Study
Greinin birtist í fagtímaritinu Geology (ágrip): Mild Little Ice Age and unprecedented recent warmth in an 1800 year lake sediment record from Svalbard
Tengt efni á loftslag.is
- Hokkíkylfa eða hokkídeild?
- Stöðuvötn hitna
- Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar
- Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi
- Miðaldaverkefnið
Leave a Reply