Fyrir nokkru kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.
Samhljóða álit vísindamanna um hnattræna hlýnun
Þú gætir rekist á lista yfir vísindamenn sem eru efins um að hin hnattræna hlýnun sé af mannavöldum. Fæstir þeirra sem skrifa undir slíka lista eru loftslagsvísindamenn. Þar eru læknar, dýrafræðingar, eðlisfræðingar og verkfræðingar svo einhverjir séu nefndir, en fæstir hafa sérhæft sig í loftslagsfræðum.
En hvað segja loftslagsvísindamenn? Nokkrar rannsóknir hafa farið fram, þar sem álit þeirra sem eru virkir í faginu hefur verið skoðað. Niðurstaðan er sláandi: yfir 97% loftslagssérfræðinga eru sannfærðir um að mannkynið valdi breytingum á hnattrænu hitastigi jarðar [65,66].
Þetta hefur verið staðfest með ritrýndri rannsókn. Skoðaðar voru ritrýndar greinar frá árunum 1993 til 2003 þar sem stikkorðið „global climate change“ (is. hnattrænar loftslagsbreytingar) er notað. Engin þeirra var í mótsögn við hið samhljóða álit, að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun [67].
Við kíkjum á síðasta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir fljótlega.
Heimildir og ítarefni
65. Doran og Zimmerman 2009 (ágrip): Examining the Scientific Consensus on Climate Change.
66. Anderegg o.fl. 2010: Expert credibility in climate change.
67. Oreskes 2004: Beyond the ivory tower: the scientific consensus on climate change.
Tengt efni á loftslag.is
- Hlaðvörp með loftslagsþáttum
- Kaupmenn vafans
- Samhljóða álit vísindamanna styrkist
- Fyrirlestur Naomi Oreskes
- Kaupmenn vafans (gestapistill)
Leave a Reply