Fréttir fjölmiðla sem tengjast loftslagsmálum

Í kvöldfréttum útvarpsins (þriðjudaginn 10. ágúst) var sagt frá því að síðustu 12 mánuðir hafi verið þeir hlýjusta sem mælst hafa síðustu 130 ár, eða síðan mælingar hófust árið 1880 (ágúst 2009 – lok júlí 2010). Við höfum komið inn á þetta áður, sjá t.d. í frétt frá því í vor NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið, þannig að enn hefur hitastigið hækkað og einnig voru fyrstu 6 mánuðir þessa árs þeir heitustu fyrir það tímabil síðan mælingar hófust, sjá Hitastig | Júni 2010. Það kemur fram í frétt útvarpsins að færri hafa teljandi áhyggjur af þessu en áður og virðist fólk hugsa meira um fjármál heimsins og önnur atriði sem eru á dagsskrá í dag. Heyra má fréttina .

Í annarri frétt að þessu sinni í kvöldfréttum á Stöð 2 (einnig 10. ágúst), var sagt frá því að borgarísjaki hefði brotnað frá Petermann jöklinum. Óli Tynes fréttamaður Stöðvar 2, kaus að orða það svo að “vísindamenn eru ekki vissir um að þetta megi rekja til hlýnunar jarðar”. Það var tekið viðtal við vísindamann sem orðað þetta eitthvað á þann hátt að erfitt væri að tengja svona einstaka viðburði við núverandi hlýnun jarðar. Til að nálgast fréttina smellið hér.

Á vef Rúv má einnig nálgast frétt um borgarísjakann, sjá hér. Þarna er komið inn  á hættuna sem getur stafað af borgarísjakanum og að hætta sé á, að hann rekist á olíuborpall olíufélagsins Cairn.

Tengdar færslur á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.