Loftslag.is

Tag: Sjávarhiti

  • Fingraför mannkyns #3, hlýnun sjávar

    Fingraför mannkyns #3, hlýnun sjávar

    Fyrir stuttu kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

    Fingraför mannkyns #3 – hlýnun sjávar

    Heimshöfin hafa stöðugt safnað varma undanfarin 40 ár. Framvinduna, þar sem hlýnunin er mest efst og færist svo neðar, er einungis hægt að útskýra með auknum gróðurhúsaáhrifum [10].

    Mælt hitastig sjávar (rautt) samanborið við líkön sem innihalda áhrif aukina gróðurhúsaáhrifa (grænt).10

     

    Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir síðar.

    Heimildir og ítarefni

    10. Barnett o.fl. 2005: Penetration of Human-Induced Warming into the World’s Oceans.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Gögn sem sýna að hnattræn hlýnun er raunveruleg

    Gögn sem sýna að hnattræn hlýnun er raunveruleg

    Fyrir stuttu kom út leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir. Hér er einn kafli hans.

    Gögn sem sýna að hnattræn hlýnun er raunveruleg

    Ein staðhæfing efasamdamanna er það villandi að þeir þurfa að sérvelja gögn á þrjá mismunandi vegu til að styðja hana. Þetta er staðhæfingin um að „hlýnun jarðar hafi hætt eftir 1998“.

    12 mánaða hlaupandi meðaltal á hnattrænu fráviki hitastigs -(24)

    Fyrst þarf að velja hitaröð sem byggir á gögnum sem ekki ná yfir allt yfirborð jarðar, líkt og bresku Hadley gögnin [21]. Þau gögn innihalda engar upplýsingar um hlýnun á Norðurheimskautssvæðinu, en þar hefur hlýnunin verið einna mest síðasta áratug [22]. Hitaraðir sem byggja á gögnum frá öllu yfirborði jarðar sýna að árið 2005 var hlýjasta árið. Heitasta 12 mánaða tímabilið var frá Júní 2009 til Maí 2010 [23].

    Næst þarf að sérvelja upphafs og endaár til þess að langtímaleitnin falli að fullyrðingunni. Náttúrulegar sveiflur í hnattrænum hita eru verulegar frá ári til árs, m.a. vegna sveiflna í sjávarhita eins og t.d. El Nino sem hafa áhrif á varmaskipti milli lofts og sjávar. Til að meta langtímaleitni í meðalhita nota vísindamenn aðferðir eins og hlaupandi meðaltal og aðhvarfsgreiningu og taka öll gögn með í reikninginn. Þannig greining sýnir áframhaldandi hlýnun síðan 1998 [23,25].

    Í þriðja lagi velja efasemdarmenn að horfa einungis á yfirborðshitann sem er mælikvarði á hita í neðri hluta lofthjúpsins. Aukin gróðurhúsaáhrif hafa í för með sér verulega umfram varmaorku. Um 80% af þeirri orku fer í að hita upp heimshöfin. Til að sjá hvort hlýnun jarðar hafi haldið áfram eftir 1998 er því gagnlegt að skoða uppsafnaða varmaorku í hafi, á landi og í lofthjúp. Þegar lagður er saman sá varmi sem fer í að hita heimshöfin, meginlöndin, lofthjúpinn og jafnframt að bræða ís sést greinilega að hnattræn uppsöfnun varma heldur áfram [26].

    Uppsafnaður hiti Jarðar frá 1950 – (26). Hraði uppsöfnunar orku frá 1970 er jafngilt um 2,5 Hiroshima sprengingum á hverri sekúndu -(27).

     

    Við kíkjum á næsta kafla af Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir síðar.

    Heimildir og ítarefni

    21. HadCRUT3 global monthly surface air temperatures since 1850.

    22. Simmons o.fl. 2010: Low-frequency variations in surface atmospheric humidity, temperature, and precipitation: Inferences from reanalyses and monthly gridded observational data sets.

    23. Hansen o.fl. 2010: Global surface temperature change.

    24. NASA GISS GLOBAL Land-Ocean Temperature Index 2010.

    25. Fawcet og Jones 2008: Waiting for Global Cooling.

    26. Murphy o.fl. 2009: An observationally based energy balance for the Earth since 1950.

    27. Malik 1985 (ágrip): The Yields of the Hiroshima and Nagasaki Nuclear Explosions.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd

    Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd

    Árið 1859 gerði eðlisfræðingurinn John Tyndall tilraun sem sýndi fram á gróðurhúsaáhrifin. Sýnilegt ljós fer auðveldlega í gegnum lofthjúpinn til að hita upp jörðina. Annað mál gegnir um hina ósýnilegu innrauðu varmageislun sem kemur frá yfirborði jarðar. Hún sleppur ekki svo auðveldlega út í geim. Í tilraunastofu sýndi Tyndall, með því að senda hitageislun í gegnum lofttegundir, t.d. vatnsgufu og koldíoxíð (CO2), að sumar lofttegundir hindra varmageislun. Þær hafa verið kallaðar gróðurhúsalofttegundir.

    Tyndall spáði einnig fyrir því hvað myndi gerast ef gróðurhúsalofttegundir myndu valda hlýnun (Tyndall 1861). Búast má við sérstöku mynstri í hinni hnattrænu hlýnun, ef hún er af völdum aukinna gróðurhúsalofttegunda. Mælingar á þeim mynstrum styrkir vísbendingar um að mannkynið sé að valda þeirri hlýnun – auk þess sem þau útiloka náttúrulegar ástæður. Við skulum líta á hin fjölmörgu fingraför mannkyns á breytingum loftslags:

    Mannkynið eykur styrk CO2 í andrúmsloftinu

    Fyrst verður að minnast á það að það er mannkynið sem er að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu. Magn CO2 í andrúmsloftinu er að aukast um 15 milljarða tonna á ári. Menn losa um tvöfalda þá upphæð. Aðrar vísbendingar um að menn eru að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu eru fjölmargar.

    Við mælingar á tegundum kolefnis (samsætur- e. isotopes), sem eru að safnast fyrir í andrúmsloftinu , þá mælum við mun meiri aukningu á þeim tegundum sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis (Manning 2006). Við bruna jarðefnaeldsneytis þá tekurðu auk þess súrefni úr andrúmsloftinu. Mælingar á styrk súrefnis bendir til þess að það sé að minnka í tak við styrkaukningu CO2 (Manning 2006). Styrkaukning kolefnis úr jarðefnaeldsneyti hefur aukist til muna í kóröllum (Pelejero 2005) og sjávarsvömpum (Swart 2010). Manngert CO2 er að auki farið að aukast í djúpsjó úthafana (Murata 2010). Mælingar á kolefni í árhringjum trjáa staðfestir að mannkynið er ábyrgt fyrir auknum styrk CO2 (Levin 2000). Jafnvel efnagreiningar á blaðsíðum fornbóka sýna aukningu á bruna jarðefnaeldsneytis aftur að upphafi iðnbyltingunarinnar (Yakir 2011).

    Margar mismunandi vísbendingar staðfesta að við, mannkynið, er ástæða nýlegrar styrkaukningar á CO2 í andrúmsloftinu.

    Aukinn styrkur CO2 breytir varmageislun í lofthjúpnum

    Skilningur okkar á því hvernig gróðurhúsaáhrifin virka, gefur möguleikann á því að staðfesta spár þar um. Við aukinn styrk CO2 í andrúmsloftinu, ætti varmageislun út í geim að minnka. Gervihnettir sem mæla innrauða útgeislun frá jörðu, sýna að minni hiti sleppur út í geim nú ef miðað er við fyrir nokkrum áratugum, á þeim bylgjulengdum sem CO2 gleypir orku (Harries 2001, Griggs 2004, Chen 2007). Þeir sem lýstu þessu fyrstir sögðu ennfremur (bein þýðing):

    „ …þetta eru beinar mælingar sem sýna marktæka aukningu gróðurhúsaáhrifa.“
    Harries 2001

    Ef minni hiti sleppur út í geim, þá er einungis ein leið fyrir hitan að fara – þ.e. til baka að yfirborði jarðar. Með því að mæla varmageislun á innrauðum bylgjulengdum geta vísindamenn mælt þá varmageislun sem kemur niður til jarðar úr lofthjúpnum. Þær mælingar staðfesta fyrrnefnd gervihnattagögn – aukin varmageislun er niður í átt að yfirborði jarðar (Philipona 2004, Evans 2006, Wang 2009). Eitt teymi vísindamanna sem lýstu þessu sögðu ennfremur (bein þýðing):

    „Þessi mæligögn ættu í raun að enda rökræður efasemdamanna sem segja að engin gögn sýni tengsl milli styrkaukningu gróðurhúsalofttegunda og hnattrænnar hlýnunar.
    Evans 2006

    Hin hnattræna hlýnun fylgir mynstri hlýnunar af völdum gróðurhúsalofttegunda.

    Á miðri nítjándu öld, spáði Tyndal því að við hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda þá myndu nætur hlýna hraðar en dagar. Það er vegna þess að á nóttunni, þá kólnar yfirborð jarðar við varmaflæði út í geim. Gróðurhúsalofttegundir hindra þetta varmaflæði og minnka því þá kólnun sem verður á nóttunni. Um 130 árum síðar þá var búið að staðfesta spá Tyndalls. Á síðustu áratugum þá hefur yfirborð jarðar hlýnað hraðar á nóttunni en á daginn (Braganza 2004, Alexander 2006, Zhou 2009).

    Tyndall spáði öðru um það hvernig hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa birtast í gögnunum. Rétt eins og gróðurhúsalofttegundir hægja á kólnun á nóttunni, þá hægja þær einnig á kólnun á veturna. Þannig að Tyndall bjóst við að vetur myndu hlýna hraðar en sumur. Þetta hefur verið staðfest með því að skoða leitni hitastigs undanfarna áratugi (Braganza et al 2003, Braganza et al 2004). Bæði mælingar við yfirborð jarðar og með gervihnattagögnum staðfesta að vetur hlýna hraðar en sumur.

    Eitt mynstur sem búast má við í lofthjúpnum, við hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda, er að neðri hluti lofthjúpsins hlýni. Að sama skapi er búist við að minna varmaflæði frá yfirborði jarðar verði þá til þess að efri hluti lofthjúpsins kólni. Gervihnettir og veðurbelgir hafa staðfest þessa breytingu á efri hluta lofthjúpsins og neðri hluta hans (Jones 2003).

    Við það að neðri hluti lofthjúpsins (veðrahvolfið) hlýnar og efri hluti hans (heiðhvolfið) kólnar, þá ættu mörk þeirra – veðrahvörfin, að rísa við hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa. Það hefur verið mælt (Santer 2003). Enn hærra er svo jónahvolfið. Við hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa þá má búast við að það kólni og dragist saman. Gervihnettir hafa einmitt sýnt fram á það (Laštovika 2006). Það má því segja að uppbygging lofthjúpsins sé að breytast af mannavöldum.

    Það sem áðurnefndar vísbendingar eða fingraför hlýnunar vegna gróðurhúsalofttegunda gera ennfremur, er að þau útiloka aðrar mögulegar ástæður hnattrænnar hlýnunar. Ef sólin væri orsök hlýnunarinnar, þá myndu sumrin hlýna hraðar en vetur og dagar hraðar en nætur, auk þess sem efri hluti lofthjúpsins myndi hlýna. Mælingar útiloka því sólina.

    Að sama skapi útilokar mynstur í hlýnun sjávar það að hlýnunin sé vegna reglubundinna sveifla í hringrásum sjávar.  Úthöfin hafa verið að safna í sig hita undanfarna hálfa öld. Það er því ekki þannig að hitinn sé að sveiflast til vegna hringrása sjávar. Sú hlýnun sjávar sem er í gangi, er í góðu samræmi við hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda (Barnett 2005).

    If it walks like a duck… – að leita of langt yfir skammt…

    Núverandi hnattræn hlýnun sýnir samskonar fingraför og búast má við af hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Ef þú ætlar að efast um þátt manna í þeirri hlýnun þá þarftu að komast að tvenns konar niðurstöðu. Annars vegar að eitthvað óþekkt sé að valda þeirri hlýnun og að það sýni sama mynstur við hlýnun og gróðurhúsaáhrifin. Hins vegar þarf að vera til eitthvað sem bælir niður hin vel þekktu (og vel mældu) gróðurhúsaáhrif. Það má því segja að við verðum að viðurkenna hið augljósa (hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda) eða við verðum að sætta okkur við óvissu um tvö óþekkt fyrirbæri.

    Á ensku er til orðatiltækið „if it walks like a duck and quacks like a duck, then it must be a duck.Það má útfæra þannig að ekki skuli leita of langt yfir skammt að útskýringu. Efasemdamenn um hnattræna hlýnun af mannavöldum vilja þó meina að í fjarska sé útskýringu að finna og neita að samþykkja hina augljósu skýringu.

    Heimildir og ítarefni

    Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science, sjá How we know we’re causing global warming in a single graphic

    Tengt efni á loftslag.is

  • Dr. Jeff Masters um öfga í veðri

    Dr. Jeff Masters um öfga í veðri

    Einn þekktasti  veðurfræðingur heims, Dr. Jeff Masters  á Weather Underground– tók saman nýlega ítarlegt yfirlit yfir öfga í veðri árið 2010 og það sem af er þessa árs. Þar má meðal annars sjá lista yfir veðurmet – hita og úrkomu.  Að hans sögn þá eru þetta mestu öfgar í veðri frá því mælingar hófust og miðað við þekkingu manna á loftslagsbreytingum þá sé þetta rétt að byrja.

    Hann segir meðal annars (lauslega þýtt):

    Á hverju ári er óvenjulegt veður einhvers staðar á jörðinni. Met sem hafa staðið í áratugi falla. Flóð, þurrkar og stormar hafa áhrif á milljónir manna og óvenjulegt veður í sögu manna getur orðið. En þessi rússibanaferð öfgafulls veðurs árið 2010 hefur, að mínu mati, gert það ár að óvenjulegasta ári frá því áreiðanleg hnattræn gögn um efri lofthjúp jarðar (e. global upper-air data) voru fáanleg í lok fimmta áratugsins. Aldrei á þeim 30 árum sem ég hef starfað sem veðurfræðingur hef ég orðið vitni að ári líku 2010 – hinn ótrúlegi fjöldi veðurhamfara og óvenjulegar sveiflur í vindafari jarðar er ólíkt öðru sem ég hef séð.

    Í yfirliti hans er þetta markverðast fyrir árið 2010 að hans mati:

    • Heitasta ár jarðar frá því reglulegar mælingar hófust (í lok 19. aldar)
    • Öfgafyllsta vindakerfi norðurskauts – fyrir vikið óvenjuöfgafullur vetur sérstaklega í norðurhluta Evrópu og við austurströnd Bandaríkjanna
    • Hafís norðurskautsins: lægsta rúmmál í sögu mælingaa og þriðja lægsta útbreiðsla
    • Met í bráðnun Grænlandsjökuls og óvenjulega stór borgarísjaki losnaði
    • Önnur mesta sveifla frá El Nino og yfir í La Nina
    • Annað versta ár í bleikingu kóralla (e. coral bleaching)
    • Blautasta árið yfir landi
    • Hitabeltisskógar Amazon lentu í annað skipti á fimm árum, í þurrki sem á ekki að verða nema á 100 ára fresti
    • Minnsta virkni hitabeltislægða frá því mælingar hófust
    • Óvenjuvirkt fellibyljatímabil í Atlantshafi, þriðja virkasta
    • Í Suður Atlantshafi myndaðist fellibylur – sem er mjög sjaldgæft
    • Öflugasti stormur í sögu suðvestur Bandaríkjanna
    • Öflugasti stormur fjarri strandríkjunum í sögu Bandaríkjanna
    • Veikasti monsúntími í austur Asíu og síðastur að enda
    • Engin monsúnlægð í suðvestur monsún Indlands – í annað skipti í 134 ár
    • Flóðin í  Pakistan: verstu náttúruhamfarir í sögu Pakistan
    • Hitabylgjan í Rússlandi og þurrkar: mannskæðasta hitabylgja í sögu mannkyns
    • Úrhellisrigningar í Ástralíu valda mesta tjóni í sögu náttúruhamfara í Ástralíu
    • Mesta úrhelli í sögu Kólumbíu valda verstu flóðahamförum í sögu þess
    • Úrhelli varð með samsvarandi flóði í Tennessee Bandaríkjunum, sem tölfræðilega verða bara einu sinni á þúsund ára fresti

    Heimildir og ítarefni

    Bloggfærsla Dr. Jeff Masters: 2010 – 2011: Earth’s most extreme weather since 1816?

    Tengt efni á loftslag.is

  • Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?

    Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?

    Röksemdir efasemdamanna…

    Það koma alltaf öfgar í veðri eins og sjá má ef skoðaðar eru fréttir og annálar síðustu alda – þurrkar, úrhelli og stormar hafa alltaf haft áhrif á okkur mennina. Öfgar í veðri eru því náttúrulegir og hnattræn hlýnun hefur ekki áhrif á það.

    Það sem vísindin segja…

    Hnattræn hlýnun eykur líkurnur á öfgum í veðri.

    Oftast þegar fólk heyrir af öfgafullu veðri, til dæmis flóðum eða þurrkum, þá spyrja menn sig hvort sá atburður hafi orðið vegna hnattrænnar hlýnunar? Því miður þá er ekki til neitt einhlítt svar við þeirri spurningu. Veður er mjög breytilegt og öfgar verða reglulega víða um heim. Til að svara spurningunni þarf að reikna út leitni og það tekur tíma – sérstaklega þegar gögn eru fátækleg og jafnvel ófáanleg fyrir viss svæði.

    Búist er við að öfgar í veðri aukist við hnattræna hlýnun jarðar, vegna þess að hækkandi hitastig hefur áhrif á veðrakerfin á margskonar hátt. Vart hefur verið við breytingar í tíðni öfgaveðurs samfara hnattrænni hlýnun og vísbendingar eru um að sumar þessara breytinga séu vegna áhrifa manna á loftslag.

    Hnattræn hlýnun hefur áhrif á ýmsa þætti veðurs

    Hækkandi hitastig getur haft ýmiskonar áhrif á þætti tengda veðri. Sem dæmi:

    • Þeir auka heildargufun (e. evapotranspiration) sem er heildar út- og uppgufun vatns úr jarðvegi, plöntum og vatni (vötnum og grunnvatni). Þetta getur haft bein áhrif á tíðni og alvarleika þurrka.
    • Þegar lofthjúpurinn hitnar, þá eykst geta hans til að halda í sér vatnsgufu. Lofthjúpuinn nú, heldur um 4% meiri vatnsgufu en hann gerði fyrir 40 árum og er það bein afleiðing hækkunar hitastigs. Þessi aukning eykur hættuna á öfgafullri úrkomu.
    • Breytingar í yfirborðshita sjávar (SSTs) hefur áhrif á vindakerfi og úrkomu. Þurrkar, sérstaklega í hitabeltinu, eru taldir geta tengst þessum breytingum.

    Þessar breytingar eru ekki endilega þess valdandi að öfgar verði í veðri. Aftur á móti þá auka þær líkurnar á því að þannig atburðir gerast. Þetta er eins og að breyta teningi með því að auka á þyngd eins hliðar – þannig að ákveðin útkoma verður líklegri. Þannnig má segja að hækkandi hitastig auki líkurnar á öfgum í veðri.

    Mælingar sýna að nú þegar hafa öfgar í veðri aukist

    Í bandaríkjunum kom út skýrsla á vegum nefndar um hnattrænar breytingar (the Global Changes Research Program) sem heitir Global Climate Change Impacts in the US. Þar kemur fram eftirfarandi fyrir síðustu áratugi:

    • Úrhellisrigningar hafa aukist bæði hvað varðar tíðni og alvarleika um 20% og er helsta ástæða aukinnar úrkomu í Bandaríkjunum. Þannig atburðum hefur fjölgað hraðast í norðausturríkjunum og miðvesturríkjunum.
    • Tíðni þurrka heftur aukist í suðaustur- og vesturríkjum Bandaríkjanna. Aukið hitastig eykur á alvarleika og útbreiðslu þurrka ásamt fljótari bráðnun snjóalaga sem aukið getur á vandamál sumra viðkvæmra svæða.
    • Fellibylir í Atlantshafi hafa aukist, bæði orkulega séð og hvað varðar tíðni, sem passar við aukin hita í yfirborðslögum sjávar – en þar er ein helsta orkuuppspretta þessarar storma. Í Austur-Kyrrahafi hefur fellibyljunum fækkað, en þeir á móti orðið öflugri. Meiri rannsókna er þó þörf til að skilja þá þætti sem hafa áhrif á stöðugleika loftmassa og annarra þátta sem hafa áhrif á myndun fellibylja.

    Svipað er upp á teningnum víða, t.d. í Ástralíu þar sem tíðni öfgaúrkomu og þurrka hefur aukist.

    Til að taka þetta saman, þá má segja að þótt erfitt sé að fullyrða að hnattræn hlýnun valdi einstökum atburðum öfgaveðurs, þá er rangt að segja að hnattræn hlýnun engin áhrif á veður. Aukinn loft- og sjávarhiti hefur áhrif á vindakerfi og vatnshringrás jarðar og eykur líkurnar á öfgum í veðri.

    Ítarefni

    Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011

    Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011

    Hvernig er hitastig aprílmánaðar 2011 á heimsvísu? Hér má lesa um það hvort að mánuðurinn var kaldur eða hlýr á heimsvísu. Varðandi hitahorfur ársins 2011, þá má lesa nánar um það í færslunni Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011. Þar kemur m.a. fram að þetta ár byrjar í La Nina ástandi sem þýðir yfirleitt öðru óbreyttu að jafnaði kaldari ár en ella. Hvort það verður svo, á þó eftir að koma í ljós þegar líða tekur á árið. Apríl mánuður í ár er 7. heitasti apríl frá upphafi mælinga, en tímabilið janúar til apríl í ár er það 14. heitasta fyrir það tímabil. Þetta má sjá nánar í gröfunum hér undir.

    Apríl 2011

    Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn apríl 2011 og tímabilið janúar – apríl.

     

    Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir apríl 2011.

    Apríl Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasti/næst heitasti apríl
    samkv. skrám
    Á heimsvísu
    Land +1,12 ± 0,11°C 6. heitasti 2007(+1,44°C)
    Haf +0,39 ± 0,04°C 11. heitasti 2010 (+0,57°C)
    Land og haf +0,59 ± 0,07°C 7. heitasti 2010 (+0,78°C)
    Norðuhvel jarðar
    Land +1,38 ± 0,15°C 4. heitasti 2000 (+1,62°C)
    Haf +0,34 ± 0,04°C 12. heitasti 2010 (+0,59°C)
    Land og Haf +0,73 ± 0,11°C 6. heitasti 2010 (+0,94°C)
    Suðurhvel jarðar
    Land +0,43 ± 0,14°C 25. heitasti 2005 (+1,06°C)
    Haf +0,44 ± 0,04°C 10. heitasti 1998 (+0,61°C)
    Land og Haf +0,44 ± 0,06°C 13. heitasti 1998 (+0,66°C)

    Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til apríl 2011:

    Janúar – apríl Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasta/næst
    heitasta tímabilið
    Á heimsvísu
    Land +0,74 ± 0,20°C 17. heitasta 2007 (+1,38°C)
    Haf +0,38 ± 0,04°C 11. heitasta 2010 (+0,56°C)
    Land og Haf +0,48 ± 0,09°C 14. heitasta 2010 (+0,72°C)

    Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

    Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – apríl eftir árum.

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is

  • Vindstyrkur og ölduhæð eykst

    Vindstyrkur og ölduhæð eykst

    Vindstyrkur og ölduhæð úthafanna hefur verið að aukast undanfarinn aldarfjórðung samkvæmt nýrri rannsókn. Óljóst er þó hvort um er að ræða skammtímasveiflu eða langtíma áhrif vegna loftslagsbreytinga.

    Ian Yong o.fl. 2011 greindu gervihnattagögn milli áranna 1985 og 2008 og reiknuðu út ölduhæð og vindstyrk yfir úthöfin. Samkvæmt rannsókninni þá er vindstyrkur að aukast og um 0,25-0,5 % að meðaltali hvert ár. Í heildina þá er vindstyrkur um 5-10 % meiri í dag en hann var fyrir 20 árum. Leitnin var meiri fyrir meiri vindstyrk en minni.

    Mynd sem sýnir leitni í ölduhæð stærstu alda (% á ári). Vindstyrkur á efri mynd og ölduhæð fyrir neðan (mynd 3 í Young o.fl. 2011)

    Ölduhæð jókst líka, en ekki eins – en það var eins að stærstu öldurnar sýndu mestu leitnina.

    Niðurstaðan var borin saman við hefðbundnar öldumælingar og líkön og kom í ljós viss breytileiki milli aðferða, sem þó var sambærilegur í heildina séð. Notaðar eru radarmælingar frá gervihnöttum sem mæla hæð yfirborðs sjávar og geta mælt ölduhæð nákvæmlega – sem síðan er notað til að reikna út vindstyrk. Ákveðinn munur er á leitninni eftir hnattstöðu – t.d. er bæði ölduhæð og vindstyrkur að aukast hraðar á suðurhveli jarðar en á norðurhveli.

    Hægt er að leiða líkur að ástæðum þessarar aukningar – úthöfin eru að hlýna – sú orka eykur styrk storma sem um leið eykur vindstyrk og ölduhæð. Gögn fyrir þetta stuttan tíma eru þó ekki nægjanleg til að ákvarða hvað veldur þessari aukningu.

    Heimildir og ítarefni

    Umfjöllun NewScientist um greinina: World’s wind and waves have been rising for decades

    Á Skeptical Science er fjallað ítarlega um þessa grein o.fl. hér: More wind, bigger waves, changing marine ecosystems

    Greinin sjálf birtist í Science, Young o.fl. 2011 (ágrip):  Global Trends in Wind Speed and Wave Height

    Tengt efni á loftslag.is

  • Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011”

    Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011”

    Eitthvað hefur fréttum af hitastigi á heimsvísu verið ábótavant upp á síðkastið hér á loftslag.is. En fyrir því eru einfaldar ástæður, sem eru að sjálfsögðu hinir miklu kuldar um allan heim sem við viljum að sjálfsögðu ekki greina frá – enda myndi hið endalausa fjáraustur frá kolefnissköttunum stöðvast við þess háttar váfréttir 😉 … En spaugi sleppt, þá hefur einfaldlega ekki gefist tími í allt sem hugur okkar hér á ritstjórninni leitar til – það þarf að velja og hafna.

    Þess ber, í ljósi þessa tímaleysis okkar, að geta að við erum að leita fyrir okkur um einhverja aðila sem eru tilbúnir að skrifa fast á loftslag.is, svokallaða “fasta penna”, eins og við veljum að kalla það. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka að sér smá skrif (engar kvaðir um magn, en innihald þarf að tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt) þá endilega hafið samband. Við munum þá gaumgæfa CV-ið, ættartengsl og pólitískar skoðanir viðkomandi í kjölfarið – gott er að þekkja einhverja gallharða stjórnmálamenn með lævísar skattahugmyndir – það hjálpar bara 😉 Launin eru ótakmörkuð virðing pólitískra venslamanna og vina, vanþakklæti “efasemdamanna”, stanslaust þakklæti Al Gore og elítunnar sem senda okkur reglulega feita tékka úr digrum sjóðum kolefnisskatta og hinnar svokölluðu grænu gjaldtöku. Þar fyrir utan er þetta ágætis námskeið í ensku (alveg ókeypis og á eigin vegum), svo ekki sé talað um réttritun okkar ylhýru íslensku og þjálfun í ritvinnslu (einnig ókeypis og eftir áhuga viðkomandi) 😀

    En núna, eftir þetta létta hjal, skulum við líta á hitastig (afkomu) fyrsta ársfjórðungs í stuttu máli og myndum og athuga svo hvaða “Hnatthitaspámeistara-tal” þetta er í yfirskriftinni…

    Hitastig á heimsvísu – janúar til mars

    Hér er fyrst mynd með hitafrávikum fyrir tímabilið janúar til mars 2011:

    Svo skulum við skoða hvern mánuð fyrir sig í eftirfarandi töflum, byrjum á janúar:

    Janúar Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasta/næst
    heitasta tímabilið
    Á heimsvísu
    Land +0,45°C 29. heitasta 2007 (+1,75°C)
    Haf +0,35°C 11. heitasta 1998 (+0,56°C)
    Land og Haf +0,38°C 17. heitasta 2007 (+0,82°C)

    Svo febrúar:

    Febrúar Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasta/næst
    heitasta tímabilið
    Á heimsvísu
    Land +0,51°C 28. heitasta 2002 (+1,60°C)
    Haf +0,36°C 10. heitasta 1998 (+0,56°C)
    Land og Haf +0,40°C 17. heitasta 1998 (+0,83°C)

    Og mars:

    Mars Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasta/næst
    heitasta tímabilið
    Á heimsvísu
    Land +0,83°C 12. heitasta 2008 (+1,83°C)
    Haf +0,36°C 12. heitasta 2010 (+0,55°C)
    Land og Haf +0,49°C 13. heitasta 2010 (+0,78°C)

    Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til mars 2011:

    Janúar – mars Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasta/næst
    heitasta tímabilið
    Á heimsvísu
    Land +0,60°C 21. heitasta 2002 (+1,42°C)
    Haf +0,36°C 12. heitasta 1998 (+0,56°C)
    Land og Haf +0,43°C 14. heitasta 2002 (+0,72°C)

    Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi fyrir tímabilið janúar til mars:

    Þetta var hin þurra upptalning og núna vendum við okkar kvæði í kross.

    Hnatthitaspámeistari Íslands 2011

    Í byrjun árs skrifuðum við (Höski) færsluna Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011 þar sem farið var yfir hitahorfur ársins 2011. Í athugasemdum við þá færslu komu upp fróðlegar umræður um hitahorfur ársins og var í þeim pælingum velt upp spám um hitastig ársins sem er að líða. Í kjölfarið varð til einskonar keppni sem mun standa yfir þetta árið. Núna er vert að skoða tölurnar og gefa fleirum möguleika á að taka þátt í þessari óformlegu keppni…hvur veit nema að verðlaun verði í boði… Hér undir er spá þeirra sem gáfu álit sitt á hugsanlegu hitastigi ársins 2011 (sjá nánari útlistingar varðandi “spádómana” í athugasemdum hér):

    Höskuldur Búi – 0,51°C +/- 0,02
    Sveinn Atli – 0,41°C +/- 0,02
    Emil Hannes – 0,38°C +/- 0,02
    Jón Erlingur – 0,46°C +/- 0,02

    Það er pláss fyrir fleiri spádóma, endilega látið ljós ykkar skýna, enda gildir þetta titilinn Hnatthitaspámeistari Íslands 2011, hvorki meira né minna 🙂 Það er fróðlegt að skoða þróunina hingað til og velta fyrir sér hvort að hitastigið muni halda áfram að hækka (mars er hlýrri en bæði janúar og febrúar) eða hvort það kólni kannski eitthvað eins og sumir “efasemdamenn” halda fram.

    Þess má geta, að eins og fyrstu þrír mánuðurnir hafa þróast, sjá hér að ofan, þá er sá sem þetta skrifar með forrystu enn sem komið er, en allt getur gerst…

    Gefið gjarnan upp hitastig í forminu x,xx°C +/- 0,02 í athugasemdum við færsluna. Gaman væri að fá útlistingu á ástæðum (þarf ekki). Nafn má gjarnan fylgja með.

    Heimildir:

    Tengt efni:

    Smáaletrið:
    Við erum að leita að “föstum pennum”, það er í sjálfu sér ekki neitt spaug, þó svo það hafi verið hlaðið spaugi hér að ofan – áhugasamir endilega hafið samband.
    http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/global/2011/3
  • Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)

    Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)

    Röksemdir efasemdamanna…

    Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (Pacific Decadal Oscillation-PDO). Það fer eftir því í hvaða fasa PDO er hvert hitastig jarðar er, á 20-30 ára tímabilum er PDO í kuldafasa og svipaðan tíma í hlýjum fasa.

    Það sem vísindin segja…

    Það er engin leitni í PDO og þar með getur PDO ekki verið orsök leitninnar í hinni hnattrænu hlýnun.

    Kyrrahafssveiflan (The Pacific Decadal Oscillation – PDO) er loftslagsfyrirbæri í Norður Kyrrahafi. Sveiflan er á milli heitari fasa (jákvæð gildi) og kaldari fasa (neikvæð gildi) sem hvor um sig stendur yfir í 10-40 ár. Fasarnir eru í tengslum við yfirborðshita sjávar (sea surface temperatures – SST). Þótt óvíst sé með orsakir PDO sveiflunnar, þá eru afleiðingar einna helst breytingar á sjó í norðaustanverðu Kyrrahafi og breytingar á brautum skotvinda (e. jet stream) í háloftunum.

    Athyglisvert er þó að þessar fasabreytingar eru ekki fastur punktur í tilverunni við Kyrrahafið; oft á tíðum koma styttri tímabil hlýrra ára (1-5) inn í köldu fasana og köld ár þegar sveiflan er í hlýjum fasa. Auk þess er skiptingin í “kaldan” og “hlýjan” fasa ekki eins lýsandi og virðist við fyrstu sýn. Kaldi fasinn tengist t.d. mjög háum sjávarhita í Norður-Kyrrahafi (sjá mynd hér fyrir neðan).


    Mynd 1: PDO hlýr fasi (vinstri) og kaldur fasi (hægri). Mynd frá JISAO.

    Ein leið til að kanna fullyrðingar um að PDO valdi hlýnun, er að teikna upp hnattræna hitabreytingu samhliða PDO gildinu (sjá hér að neðan). Það sem kemur í ljós er að þrátt fyrir að PDO gildið hafi skammtíma áhrif á hitastig, þá hefur hinn hnattræni hiti ákveðna leitni upp á við, en PDO sýnir enga slíka leitni.

    Mynd 2: PDO gildi Kyrrahafssveiflunnar (blá lína, Háskólinn í Washington) teiknað til samanburðar við hnattrænt hitafrávik Jarðar (rauð lína – GISS Hiti). Mýktar línur og leitni teiknuð að auki.

    Náttúrulegar sveiflur, líkt og PDO, færa til hita milli sjávar og andrúmslofts. Þannig sveiflur hvorki mynda hita, né halda honum til lengdar – þar með geta náttúrulegar sveiflur ekki valdið langíma leitni í hita, aðeins skammtíma sveiflur. Í raun eru þær dæmi um innri breytileika en ekki utanaðkomandi geislunarálag. Ef PDO væri valdur að hlýnun lofthjúpsins, þá væru úthöfin að kólna, sem er ekki að gerast.

    Þetta kemur í raun ekki á óvart. Langtíma leitni hlýnunar er afleiðing orkuójafnvægis orsakað að mestu af aukningu á gróðurhúsalofttegundum í lofthjúpnum.  Á hinn bóginn er PDO sem er náttúruleg sveifla og hvorki eykur né minnkar heildarorku loftslagskerfisins.

    Ítarefni

    Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science.

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi sjávar

    Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi sjávar

    Hér fyrir neðan er fyrirlestur um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á vistkerfi sjávar, sem Dr. Ove Hoegh-Guldberg hélt fyrir nokkrum vikum í Bandaríkjunum.

    Þar kemur fram að vegna þess hversu hratt styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst í andrúmsloftinu, þá eru vistkerfi sjávar að verða fyrir breytingum sem hafa ekki sést í milljónir ára, en þær breytingar geta haft töluverðar og óafturkræfar breytingar í för með sér fyrir vistkerfi sjávar.  Sjávarlíffræðingar búast við miklum breytingum og að ýmislegt óvænt eigi eftir að koma í ljós eftir því sem styrkur CO2 í andrúmsloftinu eykst.

    Smelltu á myndina til að skoða fyrirlesturinn:

    Ove Hoegh-Guldberg NCSE talk from John Bruno on Vimeo.

    Ítarefni

    Mikið af þeim heimildum sem þessi fyrirlestur byggir á má finna hér – The Bruno Lab