Hitastig í veðrahvolfinu í júlí og þróun hitastigs á þeim slóðum

Hitastig í veðrahvolfinu, samkvæmt gervihnattamælingum, sveiflast yfirleitt meira heldur en hitastig við jörðu og því hefur augnabliksstaða sveiflnanna stundum verið notað af “efasemdamönnum” sem dæmi um litla hlýnun og jafnvel kólnun þegar þannig liggur á mönnum. Eins og sjá má á grafinu hér undir þá eru sveiflurnar þó nokkrar og þegar það á við, hefur náttúruleg og eðlileg niðursveifla í þessum tölum verið notað sem dæmi um eitthvað sem ekki er í tölunum, sjá t.d. Hröð kólnun lofthjúpsins undanfarið samkvæmt gervihnattamælingum… (Ágúst H. Bjarnason, 13. apríl 2011). Vonandi mun hann fjalla jafn ítarlega um toppinn á sveiflunni þegar þar að kemur…

Það má segja að það sé ekkert nýtt í þessu grafi, hitastig í veðrahvolfinu sveiflast meira en niður við yfirborð jarðar og leitnin sýnir hækkandi hitastig í veðrahvolfinu. Leitnin er í raun í nokkru samræmi við leitni hitastigs við yfirborð jarðar, hvað sem segja má um sveiflurnar sjálfar eða einstakar túlkanir á augnabliksstöðu þeirra.

Við munum fjalla nánar um hitastigið í júlí við yfirborð jarðar þegar tölurnar birtast hjá NOAA og NASA síðar í mánuðinum ásamt því að skoða tölurnar fyrir maí og júní – þar sem við höfum ekki verið ýkja duglegir við að fjalla um hitastig í lofthjúpnum að undanförnu. Samkvæmt þróun hitastigs í veðrahvolfinu nú, má kannski búast við því að hitastig geti verið á uppleið aftur eftir að La Nina ástandið í miðjarðarhafinu hopaði, en það mun tíminn einn leiða í ljós.

Heimildir

Grafið er fengið af vefsíðu Dr. Roy Spencer. En ekki get ég þó mælt með hans túlkunum á loftslagsvísindunum, þó svo hann vinni m.a. við að taka þessar tölur saman, sjá nánar Latest Global Temps. Dr. Roy Spencer er “efasemdamaður” og við munum væntanlega fjalla nánar um hann og hans þátt í “efasemda” umræðunni hér á loftslag.is á næstunni, þangað til geta lesendur forvitnast um kappann hér og hér.

Tengt efni á loftslag.is:

http://www.drroyspencer.com/latest-global-temperatures/

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.