Líkur á öfgum í hita hafa aukist með hnattrænni hlýnun

Ný rannsókn sem gerð var af vísindamönnum NASA sýnir að líkur á öfgum í hita eru mun meiri en fyrir hálfri öld síðan, en vísindamenn telja ljóst að þessar auknu líkur séu vegna loftslagsbreytinga.

Við greiningu á langtíma leitnilínum hitastigs, þá lýstu höfundar því hvernig öfgaheit sumur höfðu einungis áhrif 1% yfirborð jarðar milli áranna 1951 og 1980 – en hafa stækkað áhrifasvæði sitt undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt greiningu þeirra, þá hefur um 10% landmassa norðurhvels jarðar orðið fyrir öfgaheitum sumrum frá árinu 2006 og til dagsins í dag.  Líkurnar á slíkum sumrum voru 1:300 milli 1951 og 1980 – en nú eru líkurnar 1:10.

Öfgar í veðri - í þessu tilfelli mjög heitt eða kalt veður - eru sjaldgæfir. En lítil hækkun í meðalhita jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa getur aukið tíðni öfga í hitastigi.

 

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa á heimasíðu PNAS:  Hansen o.fl. 2012: Perception of climate change

Umfjallanir um greinina má lesa á heimasíðu Tamino (Hansen Et.al.2012) og á Climate Central (Hansen Study: Extreme Weather Tied to Climate Change).

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál