Það hefur legið í loftinu í þó nokkurn tíma að 400 ppm CO2 gildið í andrúmsloftinu myndi falla á hinni víðfrægu Mauna Loa mælistöð á Havaí. Það hefur nú gerst og mældist styrkur CO2 yfir 400 ppm á stöðinni á Havaí. Það er ekki talið að gildi CO2 hafi verið svona hátt í allavega 800 þúsund ár, jafnvel allt að 15 milljón ár. Fyrir iðnbyltinguna var meðalgildi CO2 í andrúmsloftinu um 280 ppm og hafði þá sveiflast á bilinu 180 ppm til 280 ppm síðastliðin 800 þúsund ár, sjá mynd.
Það er ekki til algilt svar um það hvenær styrkur CO2 í andrúmsloftinu var síðast svona hár, en rannsóknir sýna að það gæti verið á bilinu 800 þúsund til 15 milljón ár síðan þetta gerðist síðast. Talið er líklegt að þetta gæti hafa gerst á Plíosen tímabilinu, fyrir um 2 til 4,6 milljónum ára. Þess má geta að siðmenning nútímamannsins byrjaði fyrir um 12 þúsund árum síðan – þannig að gildi CO2 hefur ekki verið hærra í sögu mannkyns. Nýlegar rannsóknir sýna að það gæti verið enn lengra síðan gildi CO2 fór hærra, eða um 10-15 milljónir ára.
Um miðja öldina gæti styrkur CO2 verið orðin um 450 ppm, fer eftir því hvernig þróun losunar verður.
Heimildir:
Tengt efni á loftslag.is:
- Óæskilegt met, styrkur yfir 400 ppm á Norðurskautinu
- Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
- Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
- Hin manngerða loftslagsbreyting samanborin við hina náttúrulegu
- Gögn sem sýna að meira CO2 veldur hlýnun
- Styrkur CO2 eykst af mannavöldum
Leave a Reply