Hitastig janúar 2010 á heimsvísu

Helstu atriðið varðandi hitastig janúarmánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir janúar 2010, með hitafráviki upp á 0,60°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar og var sá 4. heitasti janúar samkvæmt skráningum
  • Hitastig mánaðarins fyrir land var 0,83°C yfir meðaltali 20. aldar, og var því sá 12. heitasti samkvæmt skráningu. Landsvæði á suðurhvelinu voru með heitustu gildi fyrir janúarmánuði. Á norðurhvelinu, sem hefur hlutfallslega meira landsvæði, var hitastig yfir landi 18. heitasta samkvæmt skráningu.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu í janúar 2010, var það næst heitasta, á eftir 1998, samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,52°C yfir 20. aldar meðaltalið. Þetta er að hluta til  hægt að útskýra með virkni El Nino í Kyrrahafinu. Samkvæmt spám Loftslags spá miðstöðvar NOAA, þá mun El Nino standa yfir fram á vor (norðlægt) 2010.
Jan_2010_NOAA

Hitafrávik fyrir janúar 2010 - Viðmiðunartímabil 1971-2000

Janúar 2010

Sameinað hitafrávik fyrir land og haf í janúar 2010, var 0,60° C yfir meðaltali 20. aldar, sem leiðir til þess að mánuðurinn var sá 4. heitasti síðan mælingar hófust árið 1880. Meðalhitastig yfir landi á heimsvísu er það 12. heitasta fyrir janúar mánuði samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,83°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Á myndinni hér að ofan, má sjá að hitastig var ofan við meðaltal yfir stærsta hluta landsvæða heimsins, punktarnir sýna hitafrávikin (rauðir punktar hærra hitafrávik, bláir punktar lægra hitafrávik, stærð punkta gefur til kynna stærð fráviksins). Mestu hitafrávikin mældust á háum breiddargráðum á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Kanada, part af vesturhluta Bandaríkjanna og hluta af norðurhluta Rússlands. Kaldast var í vesturhluta Alaska, suðausturhluta BNA, norður Ástralíu og stærstum hluta Evrópu og Rússlands.

Í Bretland upplifðu íbúar hitastig undir meðallagi í janúar 2010. Samkvæmt Met Office í Bretlandi, þá upplifðu íbúar Bretlands í heild kaldasta janúar síðan 1987 og 8. kaldasta janúar samkvæmt skráning síðan árið 1914. Skotar upplifðu kaldasta janúar síðan 1979. Á fyrstu tveimur vikum janúar, upplifðu Írar mjög kalt veður sem byrjaði í miðjum desember, sem endaði með kaldasta kuldakasti fyrir Írland síðan 1963, samkvæmt írsku Veðurstofunni. Flestir staðir á Írlandi upplifðu kaldasta janúar síðan 1985 og sá kaldasti síðan 1963 varð í Dublin og nágrenni.

Samkvæmt Loftslagsmiðstöðinni í Peking (Beijing Climate Center), varð hluti Kína fyrir tveimur kuldaköstum. Fyrsta kuldakastið kom í fyrstu vikunni í janúar. Þann 6. janúar, fór hitastigið í Peking niður í -16,7°C, sem er það lægsta fyrir fyrstu 10 dagana í janúar frá því 1971. Annað kuldakastið kom á tímabilinu 17.-23. janúar, þegar hitastig féll um 10°C-25°C á tímabilinu á svæðum í norður Kína. Þrátt fyrir að hlutar Kína hafi upplifað svona lágt hitastig, þá varð meðalhitastig í Kína sem heild -4,5°C, sem er 1,4°C yfir 1971-2000 meðaltalinu. Samkvæmt skráningu í Sichuan, Yunnan og Gansu héruðunum, þá var þar heitasti janúar samkvæmt skráningu síðan árið 1951, á meðan Ghongqing, Guizhou, Shaanxi og Qinghai héruðin upplifðu næst heitasta janúar, samkvæmt skráningu.

Í janúar 2010 var meðalhitastig fyrir Suðurhvelið sem heild (land og haf sameinað), 0,58°C yfir 20. aldar meðaltalið, sem er næst heitasti janúar síðan skráning hófst, á eftir 1998 sem var heitastur. Samt sem áður var hitastig yfir landi á Suðurhvelinu, sá heitasti samkvæmt skrám, sló eldra met um 0,02°C.

Sjávarhitastig í janúar 2010 var hærra en meðaltalið á flestum hafsvæðum, með undantekningu af nokkrum svæðum, eins og Alaskaflóa, á háum breiddargráðum suður hafsins og upp með vesturströnd Suður-Ameríku. Sjávarhiti á heimsvísu var sá næst heitasti fyrir janúarmánuð síðan skráning hófst, með hitafrávik upp á 0,52°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, aðeins 1998 var heitari. El Nino var í gangi í Kyrrahafinu í mánðuðinum. El Nino hefur aðeins misst styrkin en er þó talin munu standa fram á vor 2010 á Norðurhvelinu, samkvæmt Loftslagsspámiðstöð NOAA.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir október mánuð 2009.

Janúar Frávik Röð
(af 131 ári)
Heitasti jan.
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +0.83°C 12. heitasti 2007 (+1.74°C)
Haf +0.52°C 2. heitasti 1998 (+0.56°C)
Land og haf +0.60°C 4. heitasti 2007 (+0.81°C)
Norðuhvel jarðar
Land +0.85°C 18. heitasti 2007(+2,17°C)
Haf +0.50°C 2. heitasti 1998 (+0,55°C)
Land og Haf +0.63°C 6. heitasti 2007 (+1,15°C)
Suðurhvel jarðar
Land +0.77°C Heitasti 2006 (+0,75°C)
Haf +0.55°C 2. heitasti 1998 (+0.58°C)
Land og Haf +0.58°C 2. heitasti 1998 (+0.60°C)

Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

jan_2010_global_mean

Heimildir og annað efni:

Hitastig árið 2009
NOAA – janúar 2010

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.