Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu

Helstu atriðið varðandi hitastig febrúarmánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir fegrúar 2010, með hitafráviki upp á 0,60°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar, var 6. heitasti febrúar samkvæmt skráningum
  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið desember 2009 – febrúar 2010, með hitafráviki upp á 0,57°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar og var 5. heitasta skráning fyrir tímabilið samkvæmt skráningum
  • Hitastig hafsins á heimsvísu í febrúar 2010, var það næst heitasta, samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,54°C yfir 20. aldar meðaltalið.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu fyrir tímabilið desember 2009 – febrúar 2010, var það næst heitasta, samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,54°C yfir 20. aldar meðaltalið.
  • Á Suðurhvelinu var hitastigið í febrúar með hæsta meðalgildi sem mælst hefur fyrir bæði land og einnig land og haf saman. Hitastig hafsins á Suðurhvelinu var það næst heitasta samkvæmt skráningu, jafnt hitastiginu árið 1998.

Hitafrávik fyrir febrúar 2010 - Viðmiðunartímabil 1971-2000

Febrúar 2010

Sameinað hitafrávik fyrir land og haf í febrúar 2010 var það 6. heitasta fyrir febrúar mánuð síðan 1880 og var frávikið 0,60°C yfir meðaltal 20. aldarinnar. Hitastig sjávar í liðnum febrúar 2010, var heitara en meðallag á flestum stöðum, þó kaldara en meðaltal í Mexíkóflóa, með fram vesturströnd Suður Ameríku, hluta af hærri breiddargráðum Suður hafanna, í Norður Atlantshafi og norðaustanverðu Kyrrahafi. Sjávarhiti fyrir febrúar 2010 mældist sá næst heitasti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust, með hitafrávík upp á 0,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Hitastig sjávar á heimsvísu í liðnum febrúar var það heitasta síðan 1998.

Í Kyrrahafinu við miðbaug hefur meðalsterkur El Nino ráðið ferðinni í febrúar 2010. Sjávarhiti á þeim slóðum var meira en 1,5°C yfir meðaltali í mánuðinum. El Nino er talin halda áfram á vormánuðum Norðurhvels 2010, samkvæmt NOAA – Climate Prediction Center (CPC).

Á sama tíma er hitastig yfir landi jafnt febrúar 1992, sem sá 14. heitasti febrúar samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,75°C yfir meðaltali. Í febrúar 2010 var hitastig yfir meðaltali yfir stórum hluta landsvæða heims, með hæstu hitafrávikum í Kanada, Alaska, hluta Vestur Afríku, Mið-Austurlöndum og suðaustur Asíu. Hitafrávikin á þessum stöðum voru á bilinu 3°-6°C yfir meðaltali. Samt sem áður, þá var kaldara en meðaltal á landsvæðum í Vestur- og Norður Evrópu, Mið Asíu, Suður Argentínu, Suður Chíle, Norðaustur Ástralíu og mestum hluta mið og austur hluta Bandaríkjanna. Á norðurhvelinu var febrúar 2010, samkvæmt sameinuðu hitastigi fyrir land og haf jafn febrúar 2009, sá 10. heitasti samkvæmt skráningu. Þegar þetta er skoðað hvert fyrir sig, þá voru landssvæði á Norðurhvelinu 26. heitasti fyrir land, á meðan hitastig hafsins var 2. heitasta frá upphafi, á eftir 1998.

Aftur á móti, þá var hitafrávik febrúar 2010, fyrir Suðurhvelið í heild (sameinað land og haf) 0,63°C yfir meðaltali 20. aldar, heitasti febrúar samkvæmt skráningu. Hitafrávik fyrir landsvæði á Suðurhvelinu var það heitasta fyrir mánuðinn, með hitafrávik upp á 0,97°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Fyrir hafsvæðin var febrúar 2010 jafn 1998, sem sá heitasti á Suðurhvelinu.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir febrúar mánuð 2010.

Febrúar Frávik Röð
(af 131 ári)
Heitasti feb.
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +0,75°C 14. heitasti 2002 (+1,60°C)
Haf +0,54°C 2. heitasti 1998 (+0,56°C)
Land og haf +0.60°C 6. heitasti 1998 (+0,83°C)
Norðuhvel jarðar
Land +0,67°C 26. heitasti 2002 (+2,12°C)
Haf +0,51°C 2. heitasti 1998 (+0,55°C)
Land og Haf +0,57°C 10. heitasti 2002 (+1,06°C)
Suðurhvel jarðar
Land +0,97°C Heitasti 1983 (+0,89°C)
Haf +0,58°C Heitasti 2003 (+0,54°C)
Land og Haf +0,63°C Heitasti 1998 (+0,62°C)

Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Heimildir og annað efni:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.