Hafíslágmarkið 2010

Tilkynning um að hafíslágmarkinu hafi verið náð í ár, kom frá NSIDC í gær (miðvikudaginn 15. september). Hafísinn virðist hafa náð minnstri útbreiðslu þann 10. september í þetta skiptið. Útbreiðslan var sú þriðja minnsta frá því gervihnattamælingar byrjuðu. Aðeins árin 2007 og 2008 var útbreiðslan minni.

Þann 10. september var útbreiðsla hafíss 4,76 milljón km2. Þetta lítur út fyrir að vera lægsta gildi ársins og nú sé hafísútbreiðslan farinn að aukast aftur.

Þetta er aðeins í þriðja sinn síðan byrjað var að mæla útbreiðsluna með gervihnöttum að útbreiðsla hafíssins fer undir 5 milljón km2, og í öllum tilfellum hefur það verið innan síðustu fjögura ára. Lágmarksútbreiðslan 2009 var 5,10 milljón km2, sú fjórða lægsta samkvæmt skráningum.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.