Tilkynning um að hafíslágmarkinu hafi verið náð í ár, kom frá NSIDC í gær (miðvikudaginn 15. september). Hafísinn virðist hafa náð minnstri útbreiðslu þann 10. september í þetta skiptið. Útbreiðslan var sú þriðja minnsta frá því gervihnattamælingar byrjuðu. Aðeins árin 2007 og 2008 var útbreiðslan minni.
Þann 10. september var útbreiðsla hafíss 4,76 milljón km2. Þetta lítur út fyrir að vera lægsta gildi ársins og nú sé hafísútbreiðslan farinn að aukast aftur.
Þetta er aðeins í þriðja sinn síðan byrjað var að mæla útbreiðsluna með gervihnöttum að útbreiðsla hafíssins fer undir 5 milljón km2, og í öllum tilfellum hefur það verið innan síðustu fjögura ára. Lágmarksútbreiðslan 2009 var 5,10 milljón km2, sú fjórða lægsta samkvæmt skráningum.
Heimildir:
Tengt efni á loftslag.is:
- Hafís | Ágúst 2010
- Hafís Norðurskautsins
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Tag – Hafís
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
NSIDC hljóp á sig þegar þeir sendu út þessa fréttatilkynningu. Ísinn náði lágmarki 10. sept, fór svo og að aukast aftur. Fréttatilkynning. En svo…síðustu daga fór ísinn aftur að minnka og nú er komið nýtt lágmark. Ekki samt víst að það hafi áhrif á röðina. Nema þetta haldi áfram.
Það fór nú svo að þetta ár er búið að ná árinu 2008. Það þarf hinsvegar mikið að gerast til að það náið árinu 2007. Sjá framlengingu við myndina ykkar á
https://sites.google.com/site/halldorbjornsson/prufur
Takk fyrir þessar upplýsingar Halldór. Það verður spennandi að sjá hver opinbera talan verður þegar tölurnar liggja endanlega fyrir, væntanlega nú á næstu dögum.