Nýtt hafíslágmark

Eftir að hafa tilkynnt um hafíslágmarkið í ár sem átti sér stað þann 10. september þá byrjaði hafísútbreiðslan að minnka aftur. Svona getur náttúran leikið fréttatilkynningar grátt.

Það endaði því með því að nýtt hafíslágmark varð að veruleika þann 19. september. Þetta nýja lágmark var 4,60 miljón km2, eða 160 þúsund km2 lægra en hið fyrra. Lágmark ársins 2010 endaði því sem það þriðja lægsta frá því 1979, það varð s.s. engin breyting á röðinni frá því við fyrra lágmarkið. Þetta var þó mjög nærri lágmarkinu árið 2008, sem var það næst lægsta frá upphafi, það munaði aðeins um 37 þúsund km2 þar á milli. Hafíslágmarkið í ár er því um 2,11 miljón km2 undir meðaltali hafíslágmarks áranna 1979-2000 og 1,74 miljón km2 undir meðaltalinu fyrir árin 1979-2009. Við skoðum þetta nánar í færslu í október þegar við förum nánar yfir tölur septembermánaðar.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.