Hitastig apríl 2010 á heimsvísu

Helstu atriðið varðandi hitastig aprílmánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir apríl 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,76°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. aprílmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltali 20. aldarinnar.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu var 0,57°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var það heitasta í apríl samkvæmt skráningum. Hitastigið var mest áberandi á hafsvæðum við miðbaug, sérstaklega í Atlantshafinu.
  • Hitastig á landi á heimsvísu var það 3. heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 1,29°C yfir 20. aldar meðaltalið.
  • Fyrir tímabilið janúar – apríl var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,69°C yfir meðaltalið það heitasta fyrir tímabilið síðan mælingar hófust.

Apríl 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn og tímabilið janúar – apríl.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir aprílmánuð 2010.

Apríl Frávik Röð
(af 131 ári)
Heitasti/næst heitasti apríl
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land +1,29°C 3. heitasti 2007 (+1,42°C)
Haf +0,57°C Heitasti 1998 (+0,56°C)
Land og haf +0,76°C Heitasti 1998 (+0,71°C)
Norðuhvel jarðar
Land +1,42°C 3. heitasti 2000 (+1,67°C)
Haf +0,56°C Heitasti 2005 (+0,51°C)
Land og Haf +0,89°C Heitasti 2007 (+0,85°C)
Suðurhvel jarðar
Land +0,94°C 4. heitasti 1998 (+1,05°C)
Haf +0,60°C 2. heitasti 1998 (+0,62°C)
Land og Haf +0,64°C 2. heitasti 1998 (+0,65°C)

Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Og svo að lokum hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – apríl 2010.

Eins og sést þá hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum. Samkvæmt NASA, þá eru síðustu 12 mánuðir einnig þeir heitustu frá því mælingar hófust.

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.