Orðið hnattræn hlýnun (global warming) var, að því er virðist, fyrst notað í vísindatímariti (Science) í grein eftir Wally Broecker (Are we on the brink of a pronounced global warming?) sem kom út 8. ágúst 1975. Þetta virðist hafa verið í fyrsta skiptið sem orðalagið hnattræn hlýnun (global warming) kom fyrir í vísindaritum. Í þessari grein spáir Broecker réttilega fyrir um að sú leitni kólnunar sem þá var ríkjandi myndi víkja fyrir áberandi hlýnun, sem hann taldi að myndi orsakast af auknum styrki koldíoxíðs. Hann spáði því að hnattræn hlýnun yfir alla 20. öldina yrði um 0,8°C vegna CO2 og hafði áhyggjur af afleiðingunum fyrir landbúnað og vegna breyttrar sjávarstöðu.
Hitastig á heimsvísu fram til júní 2010, samkvæmt gögnum NASA GISS. Gráa línan er 12 mánaða meðaltal, rauðu punktarnir eru meðalársgildi. Rauða línana er leitnilína hitastigsins. Broecker hafði að sjálfsögðu ekkert af þessum gögnum við höndina, ekki einu sinni gögnin til 1975, þar sem þessi gögn voru fyrst sett saman í samantekt hjá NASA síðar (Hansen et al. 1981).
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um þetta, þá er óhætt að benda á þennan ágæta pistil á RealClimate, Happy 35th birthday, global warming!, þar sem aðferðafræði Broecer er lýst frekar og sagt frá störfum hans.
Spurning hvort að við þurfum að marka þessi tímamót sérstaklega. Það var fyrst seinna að meira afgerandi gögn komu fram fyrir augu almennings. Það má samt sem áður segja að vísindamenn hafi tiltölulega snemma byrjað að vara við því að hitastig gæti hækkað vegna athafna okkar mannanna. Besta afmælisgjöfin væri kannski sú að nota eitt augnablik og huga að því hvað maður sjálfur getur gert til að minnka losun koldíoxíðs, það er alltént fyrsta skrefið.
Heimildir:
- Happy 35th birthday, global warming!
- BROECKER WS, 1975: CLIMATIC CHANGE – ARE WE ON BRINK OF A PRONOUNCED GLOBAL WARMING?
SCIENCE Volume 189, Pages 460-463.
Tengt efni á loftslag.is:
- Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
- Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig | Júni 2010
- Myndband: Tveggja gráðu markið
Ég held að enginn sé í nokkrum vafa um það að það hafi hlýnað allmennt, spurningin er hins vegar þessi: Er það gott eða slæmt? Ég get ómögulega skilið það dt. hvernig í ósköunum það er slæmt fyrir okkur íslendinga að meðalhitinn yfir árið hafi hækkað um nærri 2°c og þó að það bættust við 2°c til viðbótar.
Fyrir hverja er þetta svona hrikalegt?
Takk fyrir athugasemdina Guðmundur Geir.
Fyrst, þá hefur hitastig á Íslandi ekki hækkað um 2°C, heldur mun minna, enn sem komið er. Það er svo sem alveg líklegt að við Íslendingar munum upplifa eitthvað jákvætt við hækkandi hitastig í framtíðinni. Það eru þó nokkrar afleiðingar sem erfitt er að sjá að geti verið jákvæðar fyrir okkur, hvað þá heiminn sem heild. T.d. er hægt að nefna hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar, bráðnun jökla og fleiri atriði.
Svona breytingar eins og með hitastigið og hugsanlega afleiðingar þess, yfir tiltölulega stutt tímabil, jarðfræðilega séð, getur haft áhrif á vistkerfin sem við getum ekki séð fyrir.
Mér þykir persónulega (eftir að hafa kynnt mér vísindalegar vísbendingar nokkuð vel) ekki borðliggjandi að það verði einungis jákvætt fyrir okkur hér á Íslandi (svo ekki sé talað um heiminn í heild). Þ.a.l. þykir mér ljóst að við þurfum að huga að lausnunum og reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Meðalhiti á jörðinni þetta árið er ca 1,3gráðum yfir meðallagi.
Við sjáum hversu ofsa ofgakennt veðurfar verður þegar það hitnar meira.
Ef við miðum bara við það sem hefur gerst á þessu ári, og reiknum út að meðalhitin hækki um 2gráður,mun matarverð hækka um mörg hundruð prósent.
hveiti er buið að hækka um 30%á nokkrum dögum útaf skógareldunum í Rússland. Einnig eru ræktarlönd að fara ílla í öðrum fyrrverandi lýðveldum Sovetríkjana.
Pakistan mun líka þurfa að stöðva allan útflutning a hveiti,
Í fyrra og hitifyrra, þurftu mörg lönd að banna útflutning á hveiti vegna nátturuhamfara.
Þetta mun þá ekki snúast um að hafa betra grillveður á Íslandi, eða fá viðskipti vegna siglinga gegnum norðurheimskautið, vegna þess að flestir byggðakjarnar á Islandi eru frekar neðarlega miðað við sjávarstöðu.
Smá árétting, hitastig jarðar þetta árið (jan-jún) er samkvæmt gögnum NOAA, sjá nánar Hitastig | Júni 2010, 0,68°C (1,22°F) yfir meðalhitastig. En sú hækkun hitastigs sem orðin er, getur alveg hafa verið meðvirkandi afl til einhverra þeirra veðurfyrirbæra sem við höfum upplifað á síðastliðnum árum, þannig að ég tek undir það, að þetta snýst um meira en aðeins grillveður á Íslandi.
Annars bara, takk fyrir þitt sjónarmið Albert.