Loftslag.is

Tag: Framtíðarsýn

  • Eru tengsl loftslagsbreytinga og öfga í veðri ?

    Á heimasíðu ClimateCentral.org, er færsla sem nefnist, Scientist Explores Links Between Extreme Weather and Climate Change. Þar fann ég þetta viðtal hér undir við Dr. Peter Stott hjá UK Met Office, þar sem hann svarar m.a. spurningum varðandi hitabylgjuna í Rússlandi og hvað veldur henni. Stott var aðalrannsóknaraðili rannsóknar sem kom út árið 2004 og fjallaði meðal annars um öfga í veðri og hvort að hnattræn hlýnun hefði áhrif á tíðni slíkra atburða.

    Mig langar einnig að benda á íslensk blogg sem hafa fjallað um hitabylgjuna í Rússlandi á einhvern hátt nýlega. Fyrst langar mig að nefna bloggfærslu eftir Sigurð Þór Guðjónsson og færsluna, Hitabylgjan í Rússlandi, svo langar mig að nefna færslu eftir Emil Hannes Valgeirsson, Um hitabylgjur og hnattræna hlýnun, að lokum langar mig að benda á færslu eftir Einar Sveinbjörnsson, sem fjallar m.a. um gróðureldana sem eru við Moskvu, Moskva – helvíti á jörðu nú ? Þessar færslur nálgast hitabylgjuna í Moskvu á áhugaverðan hátt.

    Peter Stott on Extreme Weather and Climate Change frá Climate Central á Vimeo.

    Tengdar færslur á loftslag.is:

  • Hnattræn hlýnun 35 ára

    Orðið hnattræn hlýnun (global warming) var, að því er virðist, fyrst notað í vísindatímariti (Science) í grein eftir Wally Broecker (Are we on the brink of a pronounced global warming?) sem kom út 8. ágúst 1975. Þetta virðist hafa verið í fyrsta skiptið sem orðalagið hnattræn hlýnun (global warming) kom fyrir í vísindaritum. Í þessari grein spáir Broecker réttilega fyrir um að sú leitni kólnunar sem þá var ríkjandi myndi víkja fyrir áberandi hlýnun, sem hann taldi að myndi orsakast af auknum styrki koldíoxíðs. Hann spáði því að hnattræn hlýnun yfir alla 20. öldina yrði um 0,8°C vegna CO2 og hafði áhyggjur af afleiðingunum fyrir landbúnað og vegna breyttrar sjávarstöðu.

    Hitastig á heimsvísu fram til júní 2010, samkvæmt gögnum NASA GISS. Gráa línan er 12 mánaða meðaltal, rauðu punktarnir eru meðalársgildi. Rauða línana er leitnilína hitastigsins. Broecker hafði að sjálfsögðu ekkert af þessum gögnum við höndina, ekki einu sinni gögnin til 1975, þar sem þessi gögn voru fyrst sett saman í samantekt hjá NASA síðar (Hansen et al. 1981).

    Fyrir þá sem vilja fræðast meira um þetta, þá er óhætt að benda á þennan ágæta pistil á RealClimate, Happy 35th birthday, global warming!, þar sem aðferðafræði Broecer er lýst frekar og sagt frá störfum hans.

    Spurning hvort að við þurfum að marka þessi tímamót sérstaklega. Það var fyrst seinna að meira afgerandi gögn komu fram fyrir augu almennings. Það má samt sem áður segja að vísindamenn hafi tiltölulega snemma byrjað að vara við því að hitastig gæti hækkað vegna athafna okkar mannanna. Besta afmælisgjöfin væri kannski sú að nota eitt augnablik og huga að því hvað maður sjálfur getur gert til að minnka losun koldíoxíðs, það er alltént fyrsta skrefið.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum

    Óvenjulangar hitabylgjur og óvenjumikill hiti gæti orðið algengur í Bandaríkjunum á næstu 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn.

    Við rannsóknina voru notaðar umfangsmiklar keyrslur á þriðja tug mismunandi loftslagslíkana, þar sem könnuð var sú sviðsmynd að losun CO2 í andrúmsloftinu myndi auka hnattrænt hitastig jarðar um 1°C frá 2010-2039 – sem þykir frekar líklegt samkvæmt IPCC. Höfundar greindu hitagögn fyrir Bandaríkin milli áranna 1951-1999. Markmið þeirra var að finna lengstu hitabylgjurnar og heitustu árstíðina fyrir seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Þær greiningar voru keyrðar í loftslagslíkönum, meðal annars inn í RegCM3 sem er loftslagslíkan með mikilli upplausn og líkir eftir hitastigi frá degi til dags á litlu svæði (25×25 km).

    Samkvæmt niðurstöðunni, þá munu hitabylgjur – svipaðar og þær lengstu á tímabilinu 1951-1999 – verða allt að fimm sinnum milli áranna 2020-2029 á hluta vesturstrandar og miðríkja Bandaríkjanna. Á milli 2030-2039 verða þær enn viðameiri og algengari.

    Höfundar spá einnig mikilli aukningu í óvenjulegu árstíðabundnu hitastigi á áratugnum sem nú er hafinn, en hitastig sem jafnast á við heitustu árstíðina frá 1951-1999 gæti orðið allt að fjórum sinnum fram til ársins 2019 yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Auk þess töldu höfundar líklegt að dagleg hitamet verði tvisvar sinnum algengari á fjórða áratug þessarar aldar en milli áranna 1980-1999.

    Fyrir áratuginn 2030-2039, gæti stór hluti Bandaríkjanna orðið vitni að allavega fjórum árstíðum á áratug, sem verða jafn heit og heitasta árstíðin á tímabilinu 1951-1999. Í Utah, Colorado, Arizona og Nýju Mexíkó gætu mjög heitar árstíðir á áratug orðið allt að sjö.

    Einn aðalhöfunda segir um niðurstöðuna: “Á næstu 30 árum, gætum við séð aukningu á tíðni hitabylgja líka þeirri sem gengur nú yfir Austurströnd Bandaríkjanna (byrjun júlí) eða líka þeirri sem reið yfir Evrópu árið 2003 og olli tugum þúsunda dauðsfalla. Hitabylgjur sem þær, valda einnig töluverðu álagi á ræktun korns, sojabauna, baðmullar og vínberja, sem getur valdið uppskerubrest.” Við þetta bætist að líklegt er talið að breytingar í úrkomu og raka jarðvegs eigi eftir að versna til muna þegar líður á öldina og muni það magna upp afleiðingar hitabylgjanna – þ.e. að meira verði um þurrka og skógarelda í náinni framtíð.

    Miðað við fyrrnefnda sviðsmynd, yrði hnattrænn hiti eftir 30 ár um 2°C heitari en fyrir iðnbyltinguna. Margir hafa talið það ásættanlegt markmið til að komast hjá verstu afleiðingum hlýnunar Jarðar (sjá Tveggja gráðu markið). Samkvæmt þessari rannsókn þá munu svæði í Arizona, Uta, Colorado og Nýju Mexíko verða fyrir allavega 7 hitabylgjum á tímabilinu 2030-2039 – hitabylgjum jafn heitum og þær verstu frá árinu 1951-1999. Þar með telja höfundar að mörg svæði Bandaríkjanna muni verða fyrir alvarlegum afleiðingum hlýnunar Jarðar, þrátt fyrir að tveggja gráðu markið myndi nást.

    Heimildir og ítarefni

    Unnið upp úr frétt af heimasíðu Stanford háskólans: Heat waves and extremely high temperatures could be commonplace in the U.S. by 2039, Stanford study finds

    Greinin er óbirt: Diffenbaugh, N.S. and Ashfaq, M., Intensification of hot extremes in the United States, Geophysical Research Letters, doi:10.1029/2010GL043888, in press.

    Tengdar færslur á loftslag.is

  • Hvað er Cap and Trade?

    Endurbirting færslu frá því í mars s.l.

    Cap and Trade er fyrirbæri sem mikið er rætt um í umræðunni um loftslagsmál. Hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þessari aðferð, heldur verður reynt að útskýra hana á einfaldan hátt. Þessi færsla er byggð á 2 færslum af vefsíðunni www.justmeans.com. En nú að efninu, hvað er þetta “cap and trade” eiginlega?

    Hvað er Cap and Trade?

    Cap er einhverskonar takmörkun eða þak, í þessu tilfelli á losun kolefnis út í andrúmsloftið í tonnum. Það er kannski hægt að líta á “Cap and trade” eins og það að skipta á milli sín pizzu, allir fá sneið, en takmörkunin “cap” í “cap and trade” er í því tilfelli skorðað við eina endanlega pizzu. “Trade” hlutinn af “cap and trade” skírskotar til þeirra gagnkvæmu áhrifa sem þú ættir ef þú myndir vilja meiri pizzu, en þá þyrftir þú að borga einhverjum öðrum fyrir þeirra hlut. Eitthvað af fólki myndi vilja fleiri sneiðar af pizzu en aðrir; stundum myndu margir vilja fá fleiri sneiðar af pizzu, en hafa verður í huga að það er aðeins ein pizza! Húngur er sterkt hvatningarafl, og sú persóna sem er viljug til að selja sína sneið gæti þannig hagnast.

    Nú skulum við skipta pizzunni út fyrir kolefnis takmörkunina (cap) og svo skipta eigendum pizza sneiða út fyrir raunveruleg fyrirtæki. “Cap and trade” er hannað til að takmarka magn kolefnis sem er losað út í andrúmsloftið með því að takmarka hlut hvers fyrirtækis til ákveðins hluta af kolefnistakmörkuninni. Sum fyrirtæki sem nota mikið af orku/kolefnislosun gætu því valið að annað hvort að losa minna, en til þess að vega á móti því er hægt að fjárfesta í betri orkunýtingu eða endurnýjanlega orku (framleiða orkuna sem þau nota með aðferðum sem leiða til minni losunnar) eða þá að kaupa réttinn til að losa meira með því að borga öðru fyrirtæki fyrir þeirra losunarheimildir. En hvar kom þessi hugmynd eiginlega upp?

    Þegar fólk ræðir um kolefnisverslun eins og “cap and trade”, þá er yfirleitt verið að vitna í það kerfi sem notað er í Evrópu, sem kallast Emission Trading Scheme (ETS). Það kerfi var sett á fót árið 2003, sem viðbrögð við losunarviðmiðum Kyoto bókunarinnar um minnkun losunar kolefnis. Þó undarlegt megi virðast er ETS hannað eftir mjög vel heppnuðu “cap and trade” kerfi sem byrjað var að nota í Bandaríkjunum 10 árum fyrr. Já, Bandaríkin geta talist vera leiðandi afl í heiminum þegar kemur að “cap and trade” kerfum – það er að segja, fyrir losun brennisteinsdíoxíðs – til að minnka tíðni súrs regns sem talið er hættulegt. Í tilfelli losunar kolefnis, þá eru Bandaríkjamenn eftirbátar Evrópusambandsins sem er orðið leiðandi afl í þessum efnum.

    Kolefniskerfi Evrópusambandsins er nærri 7 ára um þessar mundir og hefur þegar gengið í gegnum tvo áfanga og verið er að semja um þriðja áfangann sem á að fara í gang 2013 (Buchan, 2009). Fyrsti  áfanginn var, eins og oft er haldið fram af  andstæðingum kerfisins, hrein hörmung. Stóru mistökin voru að leyfa stjórnvöldum landanna að úthluta kolefnisheimildum til fyrirtækja að eigin vild. Þetta gerði það m.a. að verkum að þeir sem losuðu mest gátu hagnast á þessu þar sem þeim var í einhverjum tilfellum úthlutað of mikið af heimildum; þeim var á þann hátt heimilað áframhaldandi losun og jafnframt möguleika á því að selja heimildir til að auka tekjurna. Annar áfangi kerfisins (’08-’12) lítur út fyrir að kerfið sé í meiri stöðugleika og mikið harðara ETS, að því marki að sumar þjóðir hafa farið í mál þar sem þær telja að það of strangt. Það er vonast til að 3. áfanginn verði hvorgi of strangur né of linur, heldur rétt stilltur.

    Samanburður á aðferðum

    Hvernig er kolefnisverslun í BNA? Hér að ofan er sagt frá hvernig kerfið með kolefnisheimildir virkar með notkun myndlíkingar með pizzu. Í grunninn, þá er talað um takmarkað magn sneiða (kolefnisheimilda) sem hægt er að skipta á milli fólks (fyrirtækja) og ef þeir þurfa meiri mat (orku), þá verður það að borga (skipta) fyrir það. Nú þegar hefur núverandi kolefnisheimildakerfi í Evrópusambandinu farið í gegnum 2 áfanga og sá 3. ætti að taka við árið 2013. “Cap and trade” kerfið í BNA skilaði mjög árangursríkum niðurstöðum.

    Kolefnis “cap and trade” varð í raun til í BNA, eins og fram hefur komið. Þetta byrjaði allt með áhyggjum af súru regni vegna losunar brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðjum og orkuverum. Áhyggjur af súru regni byrjaði fyrst um 1970 en framkvæmd “cap and trade” fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði ekki fyrr en 1990, um það bil 20 árum síðar (T.J. Glauthier, 2009). Síðan losunarheimildakerfið fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði, þá hefur losun brennisteinsdíoxíð dregist saman um 50%, og kostnaður hefur reynst um 50% af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir og verðin til notenda (end-users) hækkuðu aðeins um fá prósent. Ef við segjum að áhyggjur af loftslagsbreytingum hafi byrjað árið 1988, þá er líklegt í sögulegu samhengi að það fylgi svipuðu 20 ára ferli.

    Sérhver lausn hefur sína kosti og galla. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu og aðferðin gæti leitt til hækkandi orkuverðs og það er ekki víst að stjórnmálamenn um allan heim séu tilbúnir í þann pakka. En þrátt fyrir hugsanlegan kostnað, þá eru kostir “cap and trade” nokkrir. Án “cap and trade” er talið að eftirspurn eftir kolum muni aukast um 1,9% árlega til ársins 2030; með “cap and trade” er talið að eftirspurnin muni falla um 2,2% árlega (Spiegel & McArthur, 2009). Ef gert er ráð fyrir að verð kolefnisheimilda sé 30-40 dollarar á losunartonn kolefnis, þá myndi það hafa í för með sér að kostnaður við að reka 500 Megawatta orkuver hækkaði um 70%; við það verð myndu aðrir kostir svo sem CCS tækni eða fjárfesting í endurnýjanlegri orku verða raunverulegir kostir. Hvorutveggja eru góðir kostir fyrir loftslagið.

    Aðrir vinsælir kostir eru bein lagasetning og beinn skattur á kolefni. Báðir þessir kostir eru t.d. taldir ólíklegir í BNA þar sem bein lagasetning er nánast óhugsandi. Beinir skattar myndu hafa sömu áhrif og “cap and trade”, en það að leggja til hærri skatta í BNA er pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er. Sumir telja því að “cap and trade” kolefnisheimilda kerfið sé í raun besta lausnin fyrir bæði BNA og ESB til að takast á við loftslagsbreytingar.

    Nú er spurningin hvað hægt er að kalla “cap and trade” á íslensku; ein tillaga er “þak og skipti”. Kæru lesendur við auglýsum eftir hugmyndum eða vangaveltum varðandi það í athugasemdir.

    Heimildir:

    What-is-Carbon-Cap-Trade-In-Europe-In-US-Part-1
    What-is-Carbon-Cap-Trade-In-US-In-Europe-Part-2

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Líftækniiðnaður gæti stuðlað að minni losun CO2

    Endurbirting fréttar af loftslag.is, síðan í september 2009.

    biotechÝmsar lausnir eru ræddar til að minnka losun koldíoxíðs af mannavöldum. Rannsóknir í líftækni iðnaðinum virðast einnig ætla að koma fram með lausnir á því sviði. Talið er að líftæknin geti hjálpað til við að minnka losun koldíoxíðs um allt að 2,5 miljarða tonna á ári, sem svarar u.þ.b. til losunar Þýskalands á ári hverju. Þetta kemur fram í skýrslu frá WWF (World Wildlife Fund).

    Dæmi um tækni þar sem líftækni kemur til sögunnar, er að nú eru komin á markað þvottaefni þar sem hægt er að þvo á 30°C í stað 60°C, en ná samt sama árangri við þvott. Þar sem rafmagn er víða framleitt í raforkuverum sem brenna jarðefnaeldsneyti, þá hefur þessi aukna skilvirkni þvottaefnisins eitthvað að segja sem mótvægisaðgerð við losun koldíoxíðs. Það eru ensími í þvottefninu sem gera það að verkum að þessi árangur næst. Ensím þessi verða til við framleiðslu í líftækniiðnaðinum.

    Talið er að fyrir 2030 sé möguleiki á því að losun koldíoxíðs geti verið á milli 1 – 2,5 miljarðar tonna minni ár hvert, vegna tækni sem líftækniiðnaðurinn kemur fram með. Það kann því að vera að hluti þeirra lausna, sem minnka losun koldíoxíðs, komi frá líftækniiðnaðinum. Ýmiskonar tækni frá líftækniiðnaðinum er nýtt í daglegu lífi í dag. Sem dæmi má nefna lausnir, sem stytta tímann sem tekur að baka nýtt brauð og lausnir sem auka uppskeru í vín-, osta- og jurtaolíuframleiðslu, ásamt þvottaefninu sem nefnt er hér að ofan.

    Heimildir:

    Frétt af vef WWF
    Frétt af vef COP15

    Tengt efni af loftslag.is:

  • Fellibylir á Atlantshafi 2010

    Spámynd um líkur á stormum og fellibyljum

    NOAA hefur gefið út spá fyrir fellibyljatímabilið í Atlantshafi. Tímabilið er skilgreint þannig að það byrjar 1. júní og er um 6 mánuðir að lengd. Það má gera ráð fyrir því að hámark tímabilsins sé í ágúst til október, þar sem stærstu og flestu fellibylirnir ná yfirleitt landi. Hjá NOAA er  tekið fram að þrátt fyrir þessa og aðrar spár þá þurfi ekki nema einn fellibyl á ákveðið svæði til að valda miklum búsifjum. Þ.a.l. brýna þeir fyrir íbúum á þeim svæðum sem eru þekkt fellibyljasvæði að mikilvægt er að undirbúa sig fyrir öll fellibyljatímabil og vera reiðubúin því að það geti komið fellibylir, hvernig sem spáin er.

    Yfirlit yfir tímabilið

    NOAA telur að það séu 85% líkur á því að fellibyljatímabilið 2010 verði yfir meðallagi. U.þ.b. 10% möguleiki er að tímabilið verði nærri meðallagi og um 5% möguleiki á að það verði undir meðallagi. Svæðið sem spáin nær til er Norður Atlantshaf, Karíbahafið og Mexíkóflói.

    Þessar horfur endurspegla ástand í Atlantshafinu sem getur leitt til meiri fellibyljavirkni þar. Þessar væntingar eru byggðar á spám varðandi þrjá þætti loftslags á svæðinu, sem hafa stuðlað að aukinni tíðni fellibylja í sögulegu samhengi. Þessir þrír þættir eru: 1) hitabeltis fjöl-áratuga merkið (e. tropical multi-decadal signal), sem hefur verið áhrifavaldur á tímabilum með mörgum fellibyljum, 2) óvenjulega hátt hitastig sjávar í Atlantshafinu við hitabeltið og í Karíbahafinu og 3) annað hvort ENSO-hlutlaust eða La Nina áhrif í Kyrrahafinu, með meiri líkum á La Nina áhrifum.

    Mynd af hugsanlegum aðstæðum í Atlantshafi í ágúst til október 2010

    Ástand líkt því sem það er í ár hefur í sögulegu samhengi orðið þess valdandi að fellibyljatímabil í Atlantshafinu hafa verið mjög virk. Tímabilið í ár gæti því orðið eitt það virkasta miðað við virk tímabil frá 1995. Ef 2010 nær efri mörkum spár NOAA, þá gæti tímabilið orðið eitt það virkasta hingað til.

    NOAA reiknar með því að það séu 70% líkur á eftirfarandi virkni geti orðið:

    • 14 til 23 stormar sem fá nafn (mestur vindhraði meiri en 62 km/klst), þar með talið:
    • 8 til 14 fellibylir (með mesta vindhraða 119 km/klst eða meiri), þar af:
    • 3 til 7 gætu orðið að stórum fellibyljum (sem lenda í flokkun 3, 4 eða 5; vindhraði minnst 178 km/klst)

    Óvissa

    1. Spár varðandi El Nino og La Nina (einnig kallað ENSO) áhrifa er vísindaleg áskorun.
    2. Margir möguleikar eru á því hvernig stormar með nafni og fellibylir geta orðið til miðað við sömu forsendur. T.d. er ekki hægt að vita með vissu hvort að það komi margir veikir stormar sem standa í stuttan tíma hver eða hvort að þeir verði fáir og sterkari.
    3. Spálíkön hafa ákveðnar takmarkanir varðandi hámark tímabilsins í ágúst til október, sérstaklega spár gerðar þetta snemma.
    4. Veðurmynstur, sem eru ófyrirsjáanleg á árstíðaskalanum, geta stundum þróast og varað vikum eða mánuðum saman og haft áhrif á fellibyljavirknina.

    Miðað við þessar spár þá má jafnvel búast við meiri virkni fellibylja í ár, meiri líkum á virkni yfir meðallagi og hugsanlega mjög virku tímabili. Að sama skapi þá spáir NOAA minni virkni fellibylja í austanverðu Kyrrahafínu, sjá hér.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Orkusetur | Ný reiknivél

    Bifreiðakaup eru ein allra stærsta ákvörðun sem einstaklingar taka í umhverfismálum. Ríki heims keppast nú við að setja sér markmið í loftslagsmálum þ.e.a.s hversu mikið eigi að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda.  Meginuppsretta gróðurhúsalofttegunda er vegna bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu. Ísland er ríkt af grænni orku sem gefur kolefnisfrítt rafmagn og hita og því er bruni jarðefnaeldsneytis hjá einstaklingum bundinn við samgöngur.  Ef ná á árangri í samdrætti á útblæstri verða allir að leggja sig fram, fyrirtæki sem og einstaklingar.  Þar sem einkabíllinn er stærsta útblástursuppspretta heimila er brýnt að beina sjónum að því hvernig minnka megi útblástur og þar með jarðefnaeldsneytiseyðslu fólksbifreiða á Íslandi.

    Árið 2020 hefur verið notað sem viðmiðun í áætlunum ríkja í loftlagsmálum og stefna ríki að mismunandi miklum samdrætti fyrir þann tíma. Ef miðað er við meðallíftíma bifreiða þá er ljóst að langstærstum hluta bifreiða sem nú er á götum landsins verður skipt út fyrir árið 2020.  Ef neytendur velja bifreiðar með t.d. 20% lægra útblástursgildi þá er ljóst að samdráttur í útblæstri frá samgöngum verður kringum 20% minni fyrir árið 2020.

    Jákvæð þróun í hönnun bifreiða hjá framleiðendum hjálpar mikið til að gera slíkan árangur raunhæfan. En neytendur verða að þekkja eyðslu- og útblásturgildi bifreiða til að geta tekið þetta skref við næstu bifreiðakaup.  Orkusetur kynnir nú nýja reiknivél sem aðstoða á neytendur til að velja betri bifreiðar með tilliti til útblásturs.  Neytandinn þarf einungis að slá inn skráningarnúmer eigin bifreiðar og þá koma upplýsingar um eyðslu og útblástur bifreiðarinnar. Einnig kemur upp einföld einkunnargjöf sem raðar bifreiðum eftir útblástursgildum.  Því næst getur neytandinn valið hversu mikið hann hyggst draga úr útblæstri við næstu bifreiðakaup.  Neytandinn velur bifreiðaflokk sem sýnir glöggt að auðvelt er að draga verulega úr útblæstri án þess að nauðsynlegt sé að skipta um stærðarflokk. Reiknivélinni er ætlað að slá tvær flugur í einu höggi þ.e. kynna fyrir neytendum lykilstærðir um eyðslu- og útblástursgildi og aðstoða um leið við að finna eyðsluminni bifreiðar.

    Smíði reiknivélarinnar er fjármögnuð með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni og verður reiknivélin því aðgengileg á öllum tungumálum Norðurlanda. Það er fróðlegt að velta upp tölum um hvaða áhrif smávægilegar breytingar á bílaflota Norðurlanda hafa á útblástur.  Fólksbifreiðar á Norðurlöndum eru um tíu milljónir talsins og ef meðalútblástursgildi færi úr 180 niður í 150 CO2 g/km á næstu tíu árum myndi útblástur frá bifreiðum minnka um 5 milljón CO2 tonn  á ári. Árlegur heildarútblástur gróðurhúsaloftegunda á Íslandi er einmitt í kringum 5 milljónir tonna þannig að segja má að skynsamlegar ákvarðanir bifreiðaeiganda á Norðurlöndum geti hreinsað út ígildi alls Íslands í útblástursbókhaldi heimsins.  Það er vonandi að reiknivélin komist í notkun á Norðurlöndunum og hafi áhrif á einhverja þeirra 10 milljón ákvarðanna sem teknar verða um bifreiðakaup á Norðurlöndum fyrir 2020.

    Reiknivélina má prófa á eftirfarandi slóð:  Reiknivél

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Rafmagnsbílar

    Á næstu árum munu, ef áform ganga eftir, rafmagnsbílar (og einnig bílar með aðra orkugjafa) hefja innreið sína á bílamarkaðinn. Það er þó ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi. Það má kannski komast þannig að orði, að það þurfi að verða breyting á hugarfari varðandi notkun og áfyllingu orku á bílana.

    Við vitum flest hvernig þeir bílar sem er núna á markaðnum virka (í grófum dráttum). Við erum nánast fædd með upplýsingar um það hvernig bensínstöðvar virka og hvar þær eru staðsettar. Í gegnum árin hefur þróunin einnig verið á þann veg að við sjáum að miklu leiti um að dæla á bílinn sjálf og við lærum að það þarf þrennt til að bíllinn gangi, þ.e. súrefni, neisti og eldsneyti. En hv ernig ætli rafmagnsbílar virki…? Ja, ekki er beint hugmyndin að svara því hérna, en skoða aðeins hvaða áskoranir þarf að skoða við umbyltingu á bílaflota, eins og væntanleg innleiðing rafbíla getur orðið. Það virðist t.d. vera ákveðin hræðsla við að hleðslan klárist í miðjum bíltúrnum. Þannig að staðsetning orkustöðva og hversu langan tíma hleðsla tekur er mikilvæg svo og hversu langt bílarnir komast á hleðslu. Það mun væntanlega taka lengri tíma að hlaða bíla, en að fylla bensín á tankinn, þar af leiðandi er mikilvægt að finna neyslumynstrið, svo innleiðingin verði auðveldari.

    Nissan Leaf

    Í nýrri rannsókn sem gerð verður í Bandaríkjunum og byrjar núna í sumar, á að fylgjast með 4.700 notendum rafmagnsbíla í 11 borgum staðsettum í 5 ríkjum. Bílarnir eru allir af gerðinni Nissan Leaf. Notendur bílanna hafa samþykkt að gefa upplýsingar um notkun á bílunum, hvernig hleðslu á bílunum er háttað og hvar, svo og aðrar upplýsingar tengda notkun bílanna. Þáttakendum er skipt í hópa og fá mismunandi upplýsingar, sumir fá ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig best sé að hlaða og á hvaða tímum, aðrir fá litlar upplýsingar. Svo er skoðað hver munurinn er á milli hópanna. Og reynt verður m.a. að fá svar við því, hvort það verði einhver marktækur munur á því hvernig hóparnir haga notkun sinni?

    Það er t.d. munur á því hvort að bílarnir eru hlaðnir á nóttu eða degi. Ef flestir velja að hlaða bílana á daginn, þá þyrfti að koma til aukin fjárfesting og bygging fleiri raforkuvera, til að anna eftirspurninni, en ef flestir hlaða á nóttunni, þá eru meiri möguleikar á því að raforkunetið anni eftirspurninni án fleiri raforkuvera og þar með minni losun CO2 en ella. Þetta er eitt af því sem vonast er til að hægt verði að kortleggja í rannsókninni og einnig hvort hægt er að hvetja notendur til að nýta frekar næturnar t.d. með upplýsingagjöf og/eða mismunandi á verði. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari rannsókn og hvernig þróunin verður í framtíðinni, en gera má ráð fyrir því að þróunin verði í áttina að bílum og samgöngutækjum sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti í framtíðinni.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Villa í sjávarstöðuútreikningum IPCC

    Einn af höfundum kaflans um sjávarstöðubreytingar í IPCC skýrslunni, skrifaði áhugaverða færslu á realclimate.org fyrir skemmstu.  

    Fyrst býr hann til ímyndaða villu í IPCC skýrslunni- sem, ef hún hefði verið gerð, hefði eflaust valdið uppþoti og fjölmiðlafári. Síðan segir hann frá raunverulegri og vísvitandi villu sem er í IPCC skýrslunni og veltir því fyrir sér af hverju sú villa hefur ekki orðið að fjölmiðlafári, líkt og hin hefði eflaust gert.

    Ímyndaða villan

    Í síðustu skýrslu IPCC frá 2007, þá spáði IPCC að hámarki 59 sm hækkun í sjávarstöðu í lok aldarinnar. Ímyndaða villan er þessi:

    Í fyrsta lagi þá eru efri mörk hlýnunar í lok aldarinnar um 6,4°C, í IPCC skýrslunni, en í ímynduðu villunni er ákveðið að miða sjávarstöðubreytingar við að efri mörk hlýnunar verði 7,6°C. Í öðru lagi, þá ákveða höfundar IPCC að reikna út sjávarstöðubreytingar fram til ársins 2105, frekar en til ársins 2100 – þá til að auka við þá ógn sem stafar af sjávarstöðubreytingum. Það sem veldur síðan mestu skekkjunni er að IPCC veit að sjávarstöðubreytingar síðustu 40 ár hafa verið 50% meiri en útreikningar sýna samkvæmt loftslagslíkönum – samt eru þessi líkön notuð, óleiðrétt, til að segja til um framtíðina. Að lokum er reiknað með mikilli bráðnun stóru jökulbreiðanna – sem er þá í andstöðu við fyrri hegðun jökulbreiðanna.

    Við ímyndum okkur að vísindamenn hafi varað við þessu og að það gæti haft alvarleg áhrif á trúverðugleika IPCC, en samt væri ákveðið að nota þessa útreikninga.

    Samkvæmt þessu ímyndaða dæmi, þá bætast 31 sm við sjávarstöðuhækkunina, með því að nota hlýnun upp á 7,6°C og með því að reikna fram til ársins 2105 þá er sjávarstöðuhækkunin orðin sirka 150 sm. Þegar bætt er við skekkjan, þar sem líkönin meta sjávarstöðubreytingar 50% hærri en þau í raun og veru eru, þá erum við komin upp í sirka 3 m sjávarstöðuhækkun.

    Að ímynda sér viðbrögðin sem þessi villa hefði valdið, er erfitt – en víst er að bloggarar og fjölmiðlar hefðu krafist afsagnar þeirra sem að IPCC stóðu og að öll IPCC skýrslan væri uppspuni frá A-Ö.

    Raunverulega villan

    Í síðustu skýrslu IPCC frá 2007, þá spáði IPCC að hámarki 59 sm hækkun í sjávarstöðu í lok aldarinnar. Raunverulega villan er þessi:

    Í fyrsta lagi þá eru efri mörk hlýnunar í lok aldarinnar um 6,4°C, í IPCC skýrslunni, en í spánni var ákveðið að miða sjávarstöðubreytingar við það að efri mörk hlýnunar verði eingöngu 5,2°C – sem lækkaði mat sjávarstöðubreytinga um 15 sm. Í öðru lagi, þá var ákveðið að reikna út sjávarstöðubreytingar fram til ársins 2095, frekar en til ársins 2100 – til að minnka matið um aðra 5 sm. Það sem olli síðan mestri skekkju er að sjávarstaða síðastliðin 40 ár hefur risið 50% meir en líkönin segja til um – samt eru líkönin notuð óleiðrétt, til að segja til um framtíðina. Að lokum var reiknað með að jökulbreiðan á Suðurskautinu myndi vaxa og þar með lækkka sjávarstöðu, sem er í andstöðu við fyrri hegðun jökulbreiðunnar.

    Sumir vísindamenn innan IPCC vöruðu við þessari nálgun og það hún gæti haft alvarleg áhrif á trúverðugleika IPCC, en samt var ákveðið að nota þessa útreikninga.

    Þessi villa gefur okkur hæstu mögulega sjávarstöðubreytingu upp á 59 sm, eins og áður segir.

    Eðlilegt mat

    Við eðlilegt mat á hæstu mögulegu sjávarstöðuhækkun – þ.e. ef miðað er við hæstu mögulegu hlýnun, rétt ár notað sem viðmiðun og það að líkönin vanmeta sjávarstöðubreytingar þá eru 59 sm nokkuð frá því að vera eðlilegt mat á hæsta gildi sjávarstöðubreytinga í lok þessarar aldar.

    Við  þessa 59 sm getum við bætt 15 sm til að sjá efri mörkin miðað við 6,4°C hlýnun og 5 sm bætast við ef farið er til ársins 2100. Það eru um 79 sm. Síðan þarf að bæta við 50% til að bæta upp vanmat það sem líkönin gefa okkur og þá erum við komin upp í 119 sm sjávarstöðuhækkun – sem er mun nær því sem að sérfræðingar í sjávarstöðubreytingum reikna með nú (sjá heimildir neðst í þessari færslu).

    Með því að skoða þessa tölu í samhengi við þá tölu sem að IPCC gaf út, þá er í sjálfu sér merkilegt að ekki hefur orðið fjölmiðlafár yfir þessari leiðu villu. Líklega er ástæðan sú að fólk sættir sig frekar við vanmat en ofmat. En þetta er samt undarlegt ef tekið er tillit til þess hversu slæmar afleiðingar þessi villa getur haft í för með sér – þ.e. ef verstu afleiðingar hlýnunar jarðar af mannavöldum myndu koma fram.

    Heimildir og ítarefni

    Færsluna, sem er eftir Stefan Rahmstorf, má finna á Real Climate:  Sealevelgate

    Ýmsar skýrslur sem tekið hafa saman núverandi þekkingu á sjávarstöðubreytingum – frá síðustu IPCC skýrslu – reikna með því að sjávarstaða geti hækkað um og yfir einn metra fyrir árið 2100: Þ.e. skýrslur Dutch Delta CommissionSynthesis Report, Copenhagen Diagnosis auk SCAR skýrslunnar. Þetta er einnig niðurstaða nokkurra nýlegra ritrýndra greina: Rahmstorf 2007, Horton o.fl. 2008, Pfeffer o.fl. 2008, Grinsted o.fl. 2009, Vermeer og Rahmstorf 2009, Jevrejeva o.fl. 2010 (í prentun hjá GRL). Eina undantekningin – Siddall o.fl. 2009  var dregin til baka eftir að í ljós koma að útreikningar stóðust ekki (sjá umfjöllun loftslag.is um það mál Að ýta undir efann) .

    Sjá einnig fasta síðu loftslags.is um sjávarstöðubreytingar og fyrri umfjallanir um sjávarstöðubreytingar

  • Hvað er Cap and Trade ?

    Cap and Trade er fyrirbæri sem mikið er rætt um í umræðunni um loftslagsmál. Hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þessari aðferð, heldur verður reynt að útskýra hana á einfaldan hátt. Þessi færsla er byggð á 2 færslum af vefsíðunni www.justmeans.com. En nú að efninu, hvað er þetta “cap and trade” eiginlega?

    Hvað er Cap and Trade?

    Cap er einhverskonar takmörkun eða þak, í þessu tilfelli á losun kolefnis út í andrúmsloftið í tonnum. Það er kannski hægt að líta á “Cap and trade” eins og það að skipta á milli sín pizzu, allir fá sneið, en takmörkunin “cap” í “cap and trade” er í því tilfelli skorðað við eina endanlega pizzu. “Trade” hlutinn af “cap and trade” skírskotar til þeirra gagnkvæmu áhrifa sem þú ættir ef þú myndir vilja meiri pizzu, en þá þyrftir þú að borga einhverjum öðrum fyrir þeirra hlut. Eitthvað af fólki myndi vilja fleiri sneiðar af pizzu en aðrir; stundum myndu margir vilja fá fleiri sneiðar af pizzu, en hafa verður í huga að það er aðeins ein pizza! Húngur er sterkt hvatningarafl, og sú persóna sem er viljug til að selja sína sneið gæti þannig hagnast.

    Nú skulum við skipta pizzunni út fyrir kolefnis takmörkunina (cap) og svo skipta eigendum pizza sneiða út fyrir raunveruleg fyrirtæki. “Cap and trade” er hannað til að takmarka magn kolefnis sem er losað út í andrúmsloftið með því að takmarka hlut hvers fyrirtækis til ákveðins hluta af kolefnistakmörkuninni. Sum fyrirtæki sem nota mikið af orku/kolefnislosun gætu því valið að annað hvort að losa minna, en til þess að vega á móti því er hægt að fjárfesta í betri orkunýtingu eða endurnýjanlega orku (framleiða orkuna sem þau nota með aðferðum sem leiða til minni losunnar) eða þá að kaupa réttinn til að losa meira með því að borga öðru fyrirtæki fyrir þeirra losunarheimildir. En hvar kom þessi hugmynd eiginlega upp?

    Þegar fólk ræðir um kolefnisverslun eins og “cap and trade”, þá er yfirleitt verið að vitna í það kerfi sem notað er í Evrópu, sem kallast Emission Trading Scheme (ETS). Það kerfi var sett á fót árið 2003, sem viðbrögð við losunarviðmiðum Kyoto bókunarinnar um minnkun losunar kolefnis. Þó undarlegt megi virðast er ETS hannað eftir mjög vel heppnuðu “cap and trade” kerfi sem byrjað var að nota í Bandaríkjunum 10 árum fyrr. Já, Bandaríkin geta talist vera leiðandi afl í heiminum þegar kemur að “cap and trade” kerfum – það er að segja, fyrir losun brennisteinsdíoxíðs – til að minnka tíðni súrs regns sem talið er hættulegt. Í tilfelli losunar kolefnis, þá eru Bandaríkjamenn eftirbátar Evrópusambandsins sem er orðið leiðandi afl í þessum efnum.

    Kolefniskerfi Evrópusambandsins er nærri 7 ára um þessar mundir og hefur þegar gengið í gegnum tvo áfanga og verið er að semja um þriðja áfangann sem á að fara í gang 2013 (Buchan, 2009). Fyrsti  áfanginn var, eins og oft er haldið fram af  andstæðingum kerfisins, hrein hörmung. Stóru mistökin voru að leyfa stjórnvöldum landanna að úthluta kolefnisheimildum til fyrirtækja að eigin vild. Þetta gerði það m.a. að verkum að þeir sem losuðu mest gátu hagnast á þessu þar sem þeim var í einhverjum tilfellum úthlutað of mikið af heimildum; þeim var á þann hátt heimilað áframhaldandi losun og jafnframt möguleika á því að selja heimildir til að auka tekjurna. Annar áfangi kerfisins (’08-’12) lítur út fyrir að kerfið sé í meiri stöðugleika og mikið harðara ETS, að því marki að sumar þjóðir hafa farið í mál þar sem þær telja að það of strangt. Það er vonast til að 3. áfanginn verði hvorgi of strangur né of linur, heldur rétt stilltur.

    Samanburður á aðferðum

    Hvernig er kolefnisverslun í BNA? Hér að ofan er sagt frá hvernig kerfið með kolefnisheimildir virkar með notkun myndlíkingar með pizzu. Í grunninn, þá er talað um takmarkað magn sneiða (kolefnisheimilda) sem hægt er að skipta á milli fólks (fyrirtækja) og ef þeir þurfa meiri mat (orku), þá verður það að borga (skipta) fyrir það. Nú þegar hefur núverandi kolefnisheimildakerfi í Evrópusambandinu farið í gegnum 2 áfanga og sá 3. ætti að taka við árið 2013. “Cap and trade” kerfið í BNA skilaði mjög árangursríkum niðurstöðum.

    Kolefnis “cap and trade” varð í raun til í BNA, eins og fram hefur komið. Þetta byrjaði allt með áhyggjum af súru regni vegna losunar brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðjum og orkuverum. Áhyggjur af súru regni byrjaði fyrst um 1970 en framkvæmd “cap and trade” fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði ekki fyrr en 1990, um það bil 20 árum síðar (T.J. Glauthier, 2009). Síðan losunarheimildakerfið fyrir brennisteinsdíoxíð byrjaði, þá hefur losun brennisteinsdíoxíð dregist saman um 50%, og kostnaður hefur reynst um 50% af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir og verðin til notenda (end-users) hækkuðu aðeins um fá prósent. Ef við segjum að áhyggjur af loftslagsbreytingum hafi byrjað árið 1988, þá er líklegt í sögulegu samhengi að það fylgi svipuðu 20 ára ferli.

    Sérhver lausn hefur sína kosti og galla. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu og aðferðin gæti leitt til hækkandi orkuverðs og það er ekki víst að stjórnmálamenn um allan heim séu tilbúnir í þann pakka. En þrátt fyrir hugsanlegan kostnað, þá eru kostir “cap and trade” nokkrir. Án “cap and trade” er talið að eftirspurn eftir kolum muni aukast um 1,9% árlega til ársins 2030; með “cap and trade” er talið að eftirspurnin muni falla um 2,2% árlega (Spiegel & McArthur, 2009). Ef gert er ráð fyrir að verð kolefnisheimilda sé 30-40 dollarar á losunartonn kolefnis, þá myndi það hafa í för með sér að kostnaður við að reka 500 Megawatta orkuver hækkaði um 70%; við það verð myndu aðrir kostir svo sem CCS tækni eða fjárfesting í endurnýjanlegri orku verða raunverulegir kostir. Hvorutveggja eru góðir kostir fyrir loftslagið.

    Aðrir vinsælir kostir eru bein lagasetning og beinn skattur á kolefni. Báðir þessir kostir eru t.d. taldir ólíklegir í BNA þar sem bein lagasetning er nánast óhugsandi. Beinir skattar myndu hafa sömu áhrif og “cap and trade”, en það að leggja til hærri skatta í BNA er pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er. Sumir telja því að “cap and trade” kolefnisheimilda kerfið sé í raun besta lausnin fyrir bæði BNA og ESB til að takast á við loftslagsbreytingar.

    Nú er spurningin hvað hægt er að kalla “cap and trade” á íslensku; ein tillaga er “þak og skipti”. Kæru lesendur við auglýsum eftir hugmyndum eða vangaveltum varðandi það í athugasemdir.

    Heimildir:

    What-is-Carbon-Cap-Trade-In-Europe-In-US-Part-1
    What-is-Carbon-Cap-Trade-In-US-In-Europe-Part-2

    Tengt efni: