Loftslag.is

Tag: Norðurskautið

  • Myndband um hafíslágmarkið 2011

    Myndband um hafíslágmarkið 2011

    Hér má sjá nýjusta myndband Peter Sinclair (Greenman) en hér fjallar hann um hafístúrbreiðslu, spádóma “efasemdamanna” og þeirra sem virðast hafa ögn meira vit á hlutunum.

     

    Önnur myndbönd frá Greenman má meðal annars finna hér:

     

     

  • Bræðsluvertíðarlok á Norður-Íshafinu

    Bræðsluvertíðarlok á Norður-Íshafinu

    Hafísinn á Norður-Íshafinu hefur nú náð sínu árlega lágmarki eins og komið hefur fram í fréttum. Hvað útbreiðslu varðar reyndist lágmarkið að þessu sinni vera það næst lægsta frá upphafi mælinga sem þýðir að árið 2007 heldur enn metinu. Lengi fram eftir sumri voru góðar líkur á því lágmarksmetið yrði slegið því eftir lágt vetrarhámark var mjög sólríkt þarna uppfrá lengi fram eftir sumri. Aðstæður urðu síðan misjafnari þegar lægðir fóru að gera vart við sig með dimmviðri og vindum sem blésu gjarnan í öfugar áttir miðað við það sem æskilegast þykir til að pakka ísnum saman eða hrekja hann í réttar áttir. Árið 2007 er hinsvegar talið hafa vera algert draumaár til að vinna á ísbreiðunni því þar gekk allt upp.

    Reyndar má segja að það sé mesta furða hversu lágmark ársins er nú lágt miðað við aðstæður og sýnir það kannski best að nú þarf ekki lengur afbrigðilegar veðuraðstæður til þess að ná mjög lítilli útbreiðslu í sumarlok. Ástand hafíssins er nefnilega orðið það bágborið almennt. Ísbreiðan hefur þynnst mjög á síðustu árum auk þess sem gamall lífseigur ís er nánast að hverfa.

    Hér að neðan er línurit frá hafísdeild dönsku veðurstofunnar þann 18 september þar sem borin er saman útbreiðsla síðustu ára.

    Svarta línan sem stendur fyrir 2011 hefur greinilega náð sínum botni og það kannski heldur fyrr en hin árin. Eiginlega var þetta lágmark frekar stutt gaman því útbreiðslan hefur aukist nokkuð á ný síðustu daga og er strax komin upp fyrir 2008 línuna. Þetta var sem sagt ekki eins flatbotna lágmark og oftast áður. En veður og vindar eru síbreytilegir og því ekki útilokað að um einhverskonar tvíbotna lágmark verði að ræða.

    Þann 11. september leit ísbreiðan út eins og sýnt er á myndinni hér að neðan en myndin er fengin af Cryosphere Today vefnum þar sem sjá má fleiri góðar myndir og línurit. Til samanburðar hef ég útlínað hið sögulega lágmark frá 2007.

    Það sem einkennir ísbreiðuna nú í ár miðað við árið 2007 er að ísinn nú hefur bráðnað nokkuð jafnt allan hringinn með þeim árangri að vel siglingafært er í gegnum Kanadísku heimskautaeyjarnar og einnig norður fyrir Síberíu. Árið 2007 var hinsvegar óvenjulegt fyrir það hversu íslaust svæði át sig langt inn á Norður-Íshafið út frá Austur-Síberíu og inn að miðju en þó án þess að norðaustur-siglingaleiðin opnaðist. Til að ná þessari stöðu þurfti mjög eindregnar veðuraðstæður en spurning er hvernig hefði farið fyrir ísnum ef sömu aðstæður hefðu ráðið í sumar – ekki síst síðsumars.

    Ég hef hér aðallega fjallað um útbreiðslu íssins sem er bara ein leiðin til meta ástand íssins og kannski ekki endilega sú besta til sýna hið eiginlega ástand. Stundum er talað um heildarflatarmál ísþekjunnar þar sem þéttleikinn spilar inn í. Í þeim samanburði kemur árið í ár svipað út og 2007 eða er jafnvel enn neðar. Meiru munar þó þegar þykktin er tekin í dæmið og heildarrúmmálið reiknað því þá kemur fram að heildarísmagn hefur ekki verið minna en núna, svo lengi sem þekkt er og hefur auk þess verið á hraðri niðurleið síðustu ár. Útbreiðslan er þó það sem oftast er horft á, kannski vegna þess að útbreiðslan er sýnilegust og auðvitað heldur ísinn sig ávallt við yfirborð sjávar, sama hversu þunnur hann er.

  • Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls

    Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls

    Meðalútbreiðsla hafíss í ágúst 2011 var sú næst minnsta síðan gervihnattamælingar hófust árið 1979. Bæði Norðaustur- og Norðvesturleiðin virðast vera opnar fyrir siglingar. Í ágústmánuði var hafísútbreiðslan nokkuð nærri því þegar hafísútbreiðslan var minnst fyirr mánuðinn árið 2007. Það undirstrikar enn fremur þá áframhaldandi bráðnun hafíss sem á sér stað á Norðurskautinu.

    Hafísútbreiðslan mun mjög líklega ná lágmarki ársins á næstu 2 vikum og munum við fylgjast með því hér á loftslag.is.

    Meðal útbreiðsla hafíss í ágúst 2011 var 5,52 milljón ferkílómetrar. Það er 160.000 ferkílómetrum meira en fyrra met fyrir mánuðinn, sem var sett í ágúst 2007 og 2,15 milljón ferkílómetrum, eða 28% undir meðaltali áranna 1979 til 2000.

    Í ágúst dregur úr áhrifum sólarljós á Norðurskautinu og það byrjar að draga verulega úr bráðnun hafíss. En þrátt fyrir að dregið hafi úr bráðnun í ágústmánuði, þá var bráðnunin meiri en í meðal ári, eða sem samsvarar 67.700 ferkílómetrum á dag. Til samanburðar þá var meðal bráðnun hafíss í ágúst fyrir árin 1979 til 2000 53.700 ferkílómetrar á dag, það munar um minna.

    Meðal útbreiðsla hafíss í ágúst 2011 var sú næst minnsta fyrir mánuðinn. Þegar 2011 er tekin með, er línuleg leitni útbreiðslunar fyrir ágúst -9,3% á áratug.

    En útbreiðsla hafíss segir ekki alla söguna, þar sem ísinn hefur einnig orðið þynnri. Hér að ofan er rúmmál hafíssins sýnt, en þynnri hafís þýðir minna rúmmál. Það má nú þegar sjá að rúmmál ársins er komið undir met síðasta árs og tími bráðnunarinnar er enn ekki liðin. Þróunin er ekki mjög uppörvandi og það má sjá töluverðan og marktækan mun á rúmmálinu núna og því sem var bara fyrir nokkrum árum síðan – t.d. í kringum aldamótin. Hér undir má svo sjá þessa þróun á annan hátt:

    Já, það er eiginlega bara spurning um hvenær en ekki hvort að við fáum árlegt hafíslágmark þar sem ekki verður hafís að neinu ráði á Norðurskautinu…ef marka má þær leitni línur sem sýndar eru í grafinu.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Endurbirting á færslu frá því í vor.
    Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.

    Margt bendir til þess – samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) – að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.

    Hraði bráðnunarinnar hefur verið að aukast töluvert. Á hverju ári, á því tímabili sem skoðað var, bráðnaði að meðaltali um 36,3 gígatonn meira en á árinu áður.

    Heildar massajafnvægi jökulbreiðanna milli áranna 1992 og 2009. Efsta myndin sýnir bráðnun á Grænlandi, miðmyndin sýnir Suðurskautið og neðsta myndin sýnir samtölu beggja jökulbreiðanna í gígatonnum á ári. Notaðar eru tvær aðferðir: Massamælingar samkvæmt aðferð A (svartir punktar) og þyngdarmælingar frá NASA GRACE gervihnettinum aðferð B (rauðir þríhyrningar). Mynd: NASA/JPL-UC Irvine-Utrecht University-National Center for Atmospheric Research

    Það að jökulbreiður verði ráðandi þáttur í sjávarstöðubreytingum er nokkuð sem búist hefur verið við – en hingað til hefur verið talið að aukningin myndi gerast hægar. Þessi rannsókn styður nýlegar rannsóknir sem benda til þess að IPCC frá árinu 2007, hafi vanmetið komandi sjávarstöðubreytingar.

    Höfundar tóku saman gögn fyrir næstum tvo áratugi, af mánaðarlegum gervihnattamælingum bornum saman við gögn úr loftslagslíkönum til að kanna breytingar og leitni í bráðnun jökulbreiðanna.

    Notaðar voru tvenns konar mæliaðferðir. Sú fyrri (aðferð A) bar saman annars vegar gögn um yfirborðsbreytingar með InSAR tækninni,  auk þykktarmælinga þar sem notaðar eru bylgjumælingar (RES) til að áætla hversu mikið jökulbreiðurnar voru að missa og hins vegar staðbundið loftslagslíkan sem notað var til að áætla hversu mikið safnaðist saman á ákomusvæði jökulbreiðanna. Seinni aðferðin (aðferð B) notaði átta ár af gögnum við þyngdarmælingar með GRACE gervihnetti NASA.

    Gögn frá þessum tveimur mismunandi aðferðum sýndu gott samræmi þegar þau voru borin saman, bæði hvað varðar heildarmagn massatapsins og hraða þess – þ.e. þau átta ár sem báðar mælingarnar voru í gangi. Þannig er hægt að álykta að gögnin sýni samfellda niðurstöðu frá árinu 1992.

    Á hverju ári, þau 18 ár sem gögnin ná yfir, þá bráðnaði Grænlandsjökull um 21,9 gígatonnum meira heldur en árið áður. Á Suðurskautinu var það um 14,5 gígatonn meira á ári.

    Það eykur gildi rannsóknarinnar að notaðar voru tvær óháðar aðferðir sem svona mikið samræmi var á milli og sýnir hversu mikið þekking á bráðnun jökulbreiðanna hefur aukist undanfarin ár og hversu mikið betri gögnin eru.

    Ef áfram heldur sem horfir, samkvæmt höfundum, þá munu jökulbreiðurnar tvær auka sjávarstöðu um 15 sentimetra fyrir árið 205o – sem þýðir um 32 sentimetrar ef aðrir þættir eru teknir með í reikninginn. Óvissan er þó enn mikil, en þetta er töluvert meira en t.d. spár IPCC frá 2007.

    Heimildir og ítarefni

    Sjá grein í Geophysical Research letters, Rignot o.fl. 2011 (ágrip):  Acceleration of the contribution of the Greenland and Antarctic ice sheets to sea level rise

    Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu NASA, Jet Propulsion Laboratory: NASA Finds Polar Ice Adding More to Rising Seas

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Bráðnun og ástand hafíss í júní – krítískur tími framundan

    Bráðnun og ástand hafíss í júní – krítískur tími framundan

    Útbreiðsla hafíss, í júní 2011, á Norðurhvelinu var sú næst minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust árið 1979. Þar með er áframhald á hnignandi stöðu hafísins, sem er staðreynd síðustu ára og áratuga. Meðalútbreiðsla hafíss fyrir mánuðinn var undir júnímánuði 2007, en það ár endaði með lægstu útbreiðslu við enda bráðnunartímabilsins hingað til. Samt sem áður er útbreiðsla hafíss í júní í ár meiri en var í júní 2010. Nú nálgast krítískt tímabil varðandi bráðnunina, þar sem veður og vindar munu ráða úrslitum um hvort árið í ár verði nærri lágmarks útbreiðslunni 2007 (sem var um 4,13 milljón ferkílómetrar).

    Meðal hafísútbreiðslan í júní 2011 var 11,01 milljón ferkílómetrar. Þetta er 140.000 ferkílómetrum undir núverandi minnstu útbreiðslu fyrir mánuðinn, frá júní 2010 og 2,15 milljón ferkílómetrum undir meðaltalinu fyrir árin 1979 til 2000.

    Hafísútbreiðslan í júní 2011 minnkaði að meðaltali um 80.800 ferkílómetra á degi hverjum, sem er um 50% meiri bráðnun en meðaltalið var fyrir árin 1979 til 2000.

    Hafísútbreiðsla fyrir júní 2011 er sú næst minnsta frá því gervihnattamælingar hófust, sem er í takt við minnkandi leitni í útbreiðslu hafís síðustu 30 árin. Lægst var hafísútbreiðslan fyrir júní 2010.

    Lofthiti í júní var um 1 til 4 gráðum celsius hærri en að meðaltali fyrir mest allt Norðurskautið. Þó má sjá svæði á kortinu, hér að ofan, þar sem er eilítið kaldara en í meðalári. Ísland var einmitt statt á einu af þessum kaldari svæðum, eins og við höfum mörg upplifað hér á landi – og glögglega má sjá á þessu korti.

    Að lokum langar mig að benda á ágæta færslu eftir Emil H. Valgeirsson, þar sem hann ræðir um bráðnun hafíss, sjá Af ört bráðnandi hafís á Norður-Íshafinu

    Heimild:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

    Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.

    Margt bendir til þess – samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) – að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.

    Hraði bráðnunarinnar hefur verið að aukast töluvert. Á hverju ári, á því tímabili sem skoðað var, bráðnaði að meðaltali um 36,3 gígatonn meira en á árinu áður.

    Heildar massajafnvægi jökulbreiðanna milli áranna 1992 og 2009. Efsta myndin sýnir bráðnun á Grænlandi, miðmyndin sýnir Suðurskautið og neðsta myndin sýnir samtölu beggja jökulbreiðanna í gígatonnum á ári. Notaðar eru tvær aðferðir: Massamælingar samkvæmt aðferð A (svartir punktar) og þyngdarmælingar frá NASA GRACE gervihnettinum aðferð B (rauðir þríhyrningar). Mynd: NASA/JPL-UC Irvine-Utrecht University-National Center for Atmospheric Research

    Það að jökulbreiður verði ráðandi þáttur í sjávarstöðubreytingum er nokkuð sem búist hefur verið við – en hingað til hefur verið talið að aukningin myndi gerast hægar. Þessi rannsókn styður nýlegar rannsóknir sem benda til þess að IPCC frá árinu 2007, hafi vanmetið komandi sjávarstöðubreytingar.

    Höfundar tóku saman gögn fyrir næstum tvo áratugi, af mánaðarlegum gervihnattamælingum bornum saman við gögn úr loftslagslíkönum til að kanna breytingar og leitni í bráðnun jökulbreiðanna.

    Notaðar voru tvenns konar mæliaðferðir. Sú fyrri (aðferð A) bar saman annars vegar gögn um yfirborðsbreytingar með InSAR tækninni,  auk þykktarmælinga þar sem notaðar eru bylgjumælingar (RES) til að áætla hversu mikið jökulbreiðurnar voru að missa og hins vegar staðbundið loftslagslíkan sem notað var til að áætla hversu mikið safnaðist saman á ákomusvæði jökulbreiðanna. Seinni aðferðin (aðferð B) notaði átta ár af gögnum við þyngdarmælingar með GRACE gervihnetti NASA.

    Gögn frá þessum tveimur mismunandi aðferðum sýndu gott samræmi þegar þau voru borin saman, bæði hvað varðar heildarmagn massatapsins og hraða þess – þ.e. þau átta ár sem báðar mælingarnar voru í gangi. Þannig er hægt að álykta að gögnin sýni samfellda niðurstöðu frá árinu 1992.

    Á hverju ári, þau 18 ár sem gögnin ná yfir, þá bráðnaði Grænlandsjökull um 21,9 gígatonnum meira heldur en árið áður. Á Suðurskautinu var það um 14,5 gígatonn meira á ári.

    Það eykur gildi rannsóknarinnar að notaðar voru tvær óháðar aðferðir sem svona mikið samræmi var á milli og sýnir hversu mikið þekking á bráðnun jökulbreiðanna hefur aukist undanfarin ár og hversu mikið betri gögnin eru.

    Ef áfram heldur sem horfir, samkvæmt höfundum, þá munu jökulbreiðurnar tvær auka sjávarstöðu um 15 sentimetra fyrir árið 205o – sem þýðir um 32 sentimetrar ef aðrir þættir eru teknir með í reikninginn. Óvissan er þó enn mikil, en þetta er töluvert meira en t.d. spár IPCC frá 2007.

    Heimildir og ítarefni

    Sjá grein í Geophysical Research letters, Rignot o.fl. 2011 (ágrip):  Acceleration of the contribution of the Greenland and Antarctic ice sheets to sea level rise

    Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu NASA, Jet Propulsion Laboratory: NASA Finds Polar Ice Adding More to Rising Seas

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Sjóher Bandaríkjanna við hnattræna hlýnun

    Sjóher Bandaríkjanna við hnattræna hlýnun

    Sjóher Bandaríkjanna mun þurfa að takast á við breytta heimsmynd vegna hnattrænnar hlýnunar, samkvæmt nýlegri skýrslu.

    Fjölmargt er tínt til í skýrslunni, en meðal annars er það aukið eftirlit með Norðurskautinu og siglingaleiðum þar um vegna minnkandi hafíss – meiri umferð gerir það að verkum að fleiri skip lenda í sjávarháska á erfiðum norðurslóðunum.

    Einnig má nefna kostnað vegna breytinga á hafnaraðstöðu til framtíðar vegna hækkandi sjávarstöðu – auk þess sem hærri sjávarstaða eykur á þörf þess að bregðast við flóðatjóni vegna storma við ströndina. Þá er ótalið hinn pólitíski óstöðugleiki sem verður vegna minna framboðs matvæla vegna aukinna þurrka og annarra loftslagstengdra vandræða.

    Heimildir og ítarefni

    Skýrsluna má lesa á heimasíðu The National Academies Press: National Security Implications of Climate Change for U.S. Naval Forces

    Umfjöllun á NewScientist: US navy faces up to a new enemy – climate change

    Umfjöllun og myndband hjá Greenman: Admiral David Titley, US Navy Chief Oceanographer – “I used to be a climate skeptic”

    Tengt efni á loftslag.is

  • Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar

    Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar

    Þýdd skematísk mynd úr grein Schaeffer o.fl. 2011 sem sýnir magnandi svörun við bráðnun sífrera.

    Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).

    Magn CO2 sem myndi losna er svipað og hefur nú þegar verið losað út í andrúmsloftið af mönnum frá því í byrjun iðnbyltingunnar samkvæmt höfundum.

    Kolefni í freðinni jörð, í svokölluðum sífrera, mun ekki bara hafa áhrif á loftslagið sjálft, heldur einnig viðleitni manna til að draga úr loftslagsbreytingum – þar sem taka þarf með í reikninginn magnandi svörun vegna bráðnunar sífrera. Kolefnið kemur úr plöntuleifum sem nú eru frosin og hafa verið frosin í tugþúsundir ára. Frostið hefur varðveitt þennan lífmassa sem mun byrja að brotna niður við það að þiðna og losa kolefni út í andrúmsloftið.

    Til að spá fyrir um hversu mikið af kolefni muni losna út í andrúmsloftið og hvenær, þá gerðu Schaefer og meðhöfundar líkan af þiðnun sífrerans og niðurbroti lífmassans sem nú er frosin – miðað við hugsanlegar sviðsmyndir hlýnunar samkvæmt IPCC. Samkvæmt þessum sviðsmyndum mun 29-59% sífrerans hverfa fyrir árið 2200 – við það myndi um 190 ± 64 gígatonn af kolefni losna út í andrúmsloftið. Sökum þess þá þurfa þjóðir heims að setja sér háleitari markmið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst – annars verður það sífellt erfiðara að koma í veg fyrir magnandi svörun sífrerans.-

    Sjá myndband með viðtali við einn höfunda rannsóknarinnar, Kevin Schaefer:

    Heimildir og ítarefni

    Umfjöllun um greinina ma lesa á heimasíðu háskólans í Colorado:  Thawing permafrost will accelerate global warming

    Greinin eftir Schaefer o.fl. 2011 má finna í tímaritinu Tellus: Amount and timing of permafrost carbon release in response to climate warming

    Tengt efni á loftslag.is

  • Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag

    Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag

    Rannsóknasvæðið, Ellesmere eyja.

    Með því að skoða fornloftslag er hægt að sjá nokkuð skýra mynd af framtíð loftslags hér á jörðinni. Styrkur CO2 eykst sífellt í andrúmsloftinu og nú hefur hann náð styrkleika sem er um 390 ppm. Síðast þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var í slíkum hæðum var fyrir um það bil 3 milljón árum síðan (2,6-5,0 m.á), á plíósen tímabilinu. Á þeim tíma var styrkur CO2 í andrúmsloftinu um 365-410 ppm og nokkuð stöðugur í þúsundir ára. Því er óhætt að segja að plíósen veiti okkur góða innsýn í þau langtímaáhrif sem CO2 í þessu magni getur valdið. Nýlegar rannsóknir styðja fyrri rannsóknir sem sýna fram á að plíósen hafi verið nokkuð hlýrra en hitastigið í dag.

    Csank o.fl. 2011 , nota tvær óháðar aðferðir til að mæla staðbundið hitastig Ellesmere eyja á plíósen, en eyjarnar eru nú í nístingskulda norðurskautsins norðvestur af Grænlandi.  Samkvæmt þeim aðferðum er sýnt fram á að hitastig eyjanna var á bilinu 11-16°C hærra yfir sumartímann en hann er í dag.  Hnattrænt hitastig á þessu tímabili er áætlað um 3 til 4°C heitara en var rétt fyrir iðnbyltingu.  Sjávarstaða var þá um 25 metrum hærri en núverandi sjávarstaða (Dwyer og Chandler 2008).

    Þetta segir okkur ýmislegt um næmni loftslags við styrkaukningu á CO2 í andrúmsloftinu. Ef okkur tækist að  koma á stöðugu CO2 gildi í kringum 400 ppm, þá mættum við samt búast við enn frekari hlýnun eða um 2-3°C,  ef til lengri tíma er litið . Það er nokkuð meiri hækkun hitastigs en búist er við ef skoðuð eru loftslagslíkön. Sá munur er vegna þess að í loftslagslíkönum er einungis tekið með í reikninginn skammtíma svörun loftslagsins, þ.e. magnandi svörun vegna aukinnar vatnsgufu og bráðnunar hafíss. Þau taka aftur á móti ekki tillit til langtíma magnandi svörunar vegna bráðnunar jökulbreiðanna og gróðurbreytinga.

    Þessi grein, í samhengi við nýlegar athuganir, sýnir okkur einnig hversu viðkvæmar jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru fyrir stöðugu og háu hitastigi. Núverandi bráðnun jökulbreiðanna er að aukast, sem dæmi þá var Grænlandsjökull í jafnvægi fyrir tuttugu árum síðan. Fyrir áratug þá bráðnaði Grænlandsjökull um um það bil 100 milljarða tonna á hverju ári. Nú er bráðnunin um 300 milljarða tonna á ári.

    Saga loftslagsbreytinga á fyrri tímabilum jarðsögunnar ættu að  senda okkur skýr skilaboð – sá CO2 styrkur sem er nú þegar í andrúmsloftinu er langt í frá öruggur.  Það þýðir að það er ekki nóg að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, heldur þarf einnig að leita leiða til að fjarlægja CO2 úr andrúmsloftinu.

    Heimildir og ítarefni

    Umfjöllun Skeptical Science: What was it like the last time CO2 levels were this high?

    Adam Z. Csanka o.fl. 2011:  Estimates of Arctic land surface temperatures during the early Pliocene from two novel proxies

    Dwyer og Chandler 2008: Mid-Pliocene sea level and continental ice volume based on coupled benthic Mg/Ca palaeotemperatures and oxygen isotopes

    Tengt efni af loftslag.is

  • Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga

    Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga

    Hafísútbreiðslan á Norðurskautinu virðist hafa náð hinu árlega hámarki þann 7. mars síðast liðinn. Hafíshámarkið í ár jafnaði 2006 sem minnsta hámark til þessa.

    Þann 7. mars náði Hafísútbreiðslan hámarkinu, og var það 14,64 milljón ferkílómetrar, sem er 1,2 milljón ferkílometrum undir meðaltalinu fyrir 1979-2000. Þetta hámark var jafnt 2006 (innan 0,1% vikmarka) og jafnaði þar með lægsta hámark frá upphafi mælinga.

    Þann 22. mars hafði hafísútbreiðslan dregist saman í fimm daga í röð. Það er þó enn möguleiki á því að hafís nái að aukast á ný. Frá því mælingar með gervihnöttum hófust hefur hafíshámarkið átt sér stað á tímabilinu frá 18. febrúar til 31. mars, að meðaltali þann 6. mars.

    Ýtarefni og heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is: