Sjókort af Norðurhöfum. Hvítur skuggi sýnir hvar meðalútbreiðsla hafíss er. Hvítar örvar sýna algengt rek hafíssins. Rauðar örvar sýna streymi hlýs sjávar frá Norður Atlantshafi til Norðurskautsins. Gulir punktar sýna staðsetningu borkjarna sem notaðir voru í rannsókninni (Spielhagen o.fl. 2011).
Sjór sem flæðir úr Norður-Atlantshafi og í Norður-íshafið er heitari í dag en nokkurn tíman síðustu tvö þúsund árin ef marka má nýlega rannsókn sem birtist í Science. Niðurstaðan gefur skýrari mynd af hlýnun sjávar og bráðnun hafís en áður og tengja höfundar það magnandi svörun loftslags á Norðurskautinu (sem stundum er kölluð Norðurskautsmögnunin).Svæðið sem Spielhagen o.fl. (2010) rannsökuðu er í Framsundi (Fram Strait sem er sundið milli Svalbarða og Grænlands), en þar er rás fyrir hlýjan sjó úr suðri að streyma í Norðurskautið og er það á um 50 m dýpi. Á því dýpi getur sjórinn náð allt að 6°C að sumri – samanborið við -2°C hita við yfirborðið.
Til að meta breytileika í hitastigi þessara sjávarstrauma, þá tóku Spielhagen og félagar 45 sm löng setsýni úr botnsetlögum. Úr þessum sýnum voru skoðuð leyfar svifdýra með harða skel og þau borin saman við núverandi útbreiðslu þeirra, en að auki var efnafræði þeirra skoðuð með tilliti til hlutfalls magnesíum og kalks – en það hlutfall er mismunandi eftir hitastigi sjávar.
Upplausnin er lítil, en í hverjum hálfum sentimetra af seti eru einn til tveir áratugar af upplýsingum – þannig að höfundar geta eingöngu séð leitnina – en báðar aðferðirnar benda til þess að hitastig sjávar hafi verið í kringum 3,5°C frá því fyrir um tvö þúsund árum og fram að sjötta áratug nítjándu aldar. Eftir þann tíma hefur hitinn aukist, um það bil um 2°C.
NOAA hefur gefið út mánaðaryfirlit hitastigs í heiminum fyrir október 2010. Mánuðurinn var 8. heitasti október á heimsvísu síðan mælingar hófust árið 1880. Fyrir tímabilið janúar til október er hitafrávikið það hæsta og jafnt sama tímabili fyrir árið 1998 miðað við hitafrávik fyrir bæði haf og land. Ef aðeins er tekið hitastigið yfir landi, þá er hitafrávikið fyrir tímabilið, janúar til október, það næst heitasta, á eftir 2007, en hitafrávik fyrir sjó er það næst hæsta (jafnt 2003) á eftir 1998.
Eins og vænta má, þá hefur La Nina (sem er náttúrulegt fyrirbæri sem hefur, öfugt við El Nino, almennt áhrif til kólnunar) sett mark sitt til kólnunar hér að undanförnu. Samkvæmt loftslags spá miðstöð NOAA, þá er gert ráð fyrir að La Nina eigi enn eftir að auka styrk sinn og verða viðloðandi allavega fram á vormánuði 2011. Áhrifin á hitastigið á heimsvísu eru talin verða til kólnunar það sem eftir er árs, svipað og gerðist árið 1998.
Hér undir má sjá þessa keppni ársins við fyrri ár. Athugið hvernig sjá má á myndinni að árið 2010 var líklegt framan af til að setja nýtt hitamet, þar til áhrif La Nina kólnunarinnar byrjuðu að sjást að marki. Það er þó enn ekki loku fyrir það skotið að árið geti orðið það hlýjasta frá því mælingar hófust, sjá t.d. vangaveltur varðandi það í gestapistli eftir Halldór Björnsson, Og árið verður…
Á þessari mynd má lesa út hitafráviksþróun fyrir nokkur síðustu ár til samanburðar við árið í ár.
Október 2010 og árið
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn október og tímabilið janúar – október.
Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir októbermánuð 2010.
Október
Frávik
Röð
(af 131 ári)
Heitasti/næst heitasti ágúst
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land
+0,91°C
6. heitasti
2005(+1,07°C)
Haf
+0,40°C
10. heitasti
2003 (+0,58°C)
Land og haf
+0,54°C
8. heitasti
2003 (+0,71°C)
Norðuhvel jarðar
Land
+1,11°C
3. heitasti
2003 (+1,20°C)
Haf
+0,40°C
11. heitasti
2006 (+0,64°C)
Land og Haf
+0,67°C
5. heitasti
2003 (+0,85°C)
Suðurhvel jarðar
Land
+0,39°C
21. heitasti
2002 (+1,09°C)
Haf
+0,42°C
9. heitasti
1997 (+0,59°C)
Land og Haf
+0,41°C
11. heitasti
1997 (+0,61°C)
Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til september 2010:
Janúar – október
Frávik
Röð
(af 131 árí)
Heitasta/næst
heitasta tímabilið
Á heimsvísu
Land
+0,98°C
2. heitasta
2007 (+1,00°C)
Haf
+0,51°C
2. heitasta
1998 (+0,53°C)
Land og Haf
+0,63°C
Heitasta
1998 (+0,63°C)
Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:
Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – október eftir árum.
Samkvæmt tölum frá NASA er tímabilið janúar til október einnig það heitasta frá því mælingar hófust, sjá hér samanburð NASA á milli þriggja heitustu áranna fyrir tímabilið janúar til október.
Lengi vel stóð maður í þeirri meiningu að hvert ísaldarskeið væri samfelld kuldaskeið með sínum ógurlegu jökulskjöldum og freðinni jörð langt suðureftir löndum. Fyrstu hugmyndir vísindamanna á sínum tíma hafa sjálfsagt verið eitthvað svipaðar uns mönnum lærðist að innan hvers jökulskeiðs væru vísbendingar um hlýrri tímabil með mun minni jökulþekju. Það var svo ekki fyrr en eftir borkjarnarannsóknir á Grænlandsísnum að það kom almennilega í ljós hversu óstöðugt loftslag mun í raun hafa verið á síðustu ísöld og hvernig jöklar fóru ýmist hraðminnkandi eða stækkandi með tilheyrandi áhrifum á hæð sjávarborð auk annarra áhrifa á náttúrufar almennt. Sérstaklega hér við Norður-Atlantshaf. Þetta er ólíkt hlýskeiðinu síðustu 10 þúsund árin þar sem loftslag hefur verið mjög stöðugt, en það hefur örugglega haft sitt að segja um velgengni þeirrar dýrategundar sem við teljumst til.
Loftslag síðustu 100.000 ár samkvæmt borkjarnarannsóknum á Grænlandsjökli. (Rauðu punktarnir tengjast ekki efni færslunnar)
Þessi óstöðugleiki og loftslagssveiflur innan síðasta jökulskeiðs virðast í fyrstu hafa verið nokkur ráðgáta meðal vísindamanna því þær eiga ekki samsvörun í sveiflum í inngeislun sólar vegna breytilegs möndulhalla jarðar og fleiri atriða sem oftast eru kallaðar Milankovich-sveiflur, sem þó eru í stærra samhengi taldar höfuðorsök lengri jökulskeiða og hlýskeiða.
Vitað hefur verið að sjávarstraumar við Norður-Atlantshaf geta verið óstöðugir og er þá Golfstraumurinn gjarnan nefndur því án hans væri varla byggilegt á okkar slóðum. Seltujafnvægi sjávar spilar þarna inní og talið að mikil aukning af ferskvatni í norðurhöfin geti stöðvað streymi hlýsjávar hingað norður eins og sumir hafa óttast að gæti gerst með aukinni jökulbráðnun í náinni framtíð. Slík aukning af ferskvatni er þó lítil og hægfara miðað við þá atburði sem áttu sér gjarnan stað þegar jöklar voru að hörfa og risastór jökulvötn ruddu sér leið til út í Atlantshafið ýmist frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Þetta atriði þykir geta skýrt ýmislegt og þá sérstaklega það mikla bakslag sem skyndilega varð undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir 12.800 árum (Yngra-Dryas) sem tók við af stuttu tímabili sem var nálega eins og hlýtt og hefur verið á nútíma.
Kenningin um áhrif Beringssundsins
Í upphafi þessa árs sá ég athyglisverða kenningu um að stóri örlagavaldurinn í ógnarjafnvægi Norður-Atlantshafsins á síðasta jökulskeiði væri fólgin í hinu þrönga Beringssundi á milli Alaska og Síberíu og ef sú kenning er rétt þykir það vera gott dæmi um hvað lítilvæg atriði geta haft mikið að segja. Þessi kenning er annars fengin útfrá fjölþjóðlegri rannsókn á vegum National Center for Atmospheric Research (NCAR) og gengur út á eftirfarandi atriði:
Þegar loftslag kólnar vegna sveiflna á sporbaug jarðar um sólu, vaxa jöklar á norðurhveli og þar með lækkar sjávarborð nógu mikið til að landbrú myndast við Beringssund milli Asíu og Norður-Ameríku. Kyrrahafssjór sem er í eðli sínu seltulítill streymir þá ekki lengur inn Beringssund og áfram inn í Atlantshafið úr norðri eins og venjan er þegar Beringssund er opið. Við þetta eykst seltustig Norður-Atlantshafs þannig að þungur selturíkur sjór sekkur í ríkara mæli hér í norðurhöfum og eykur á kraft þeirra sjávarhringrása sem dæla suðlægum hlýsjónum norður. Með aukningu á hlýsjó í Norður-Atlantshafi, hlýnar loftslag nógu mikið til að jökulbreiður taka að bráðna á ný. Þótt Kyrrahafið kólni á móti skiptir það ekki máli því jökulbreiður eru ekki þar umhverfis.
Með bráðnandi jökulhvelum hækkar sjávarborð nægilega til að sjór streymir á ný gegnum Beringssund. Seltuminni sjór berst á ný inn Atlantshafið úr norðri og veikir gangverk hlýsjávarstrauma þannig að kólnun tekur við á ný. Jöklarnir taka því að vaxa aftur og að sama skapi lækkar sjávarborð sem endar á því að Beringssundið lokast og ferlið endurtekur sig á ný.
Eftir því sem brautarganga jarðar um sólu varð óhagstæðari mögnuðust harðind síðasta ísaldarskeiðs smám saman og fyrir 34 þúsund árum skipti ekki lengur máli þótt Beringssundið væri lokað, jöklarnir höfðu að lokum náð yfirhöndinni og urðu stærstir fyrir um 25-15 þúsund árum. Eftir mikla hlýnun í framhaldi af því og stóra Dryas-bakslagið hefur hlýskeið ríkt hér á jörð. Það hlýskeið á að öllum líkindum tilveru sína að þakka hagstæðri brautargöngu jarðar um sól með aukinni sólgeislun á norðurhveli að sumarlagi og skapar þær aðstæður að ekki skiptir lengur máli þótt Beringssundið sé opið því sá Kyrrahafs-ættaði og seltusnauði sjór sem nú berst til Atlantshafsins úr norðri, nægir ekki til þess að koma á ísaldarástandi.
– – – – –
Þannig hljóma þessar kenningar samkvæmt því sem ég skil best og með þeim fyrirvara að rétt sé eftir haft af frétt á ScienceDaily-vefnum sem fjallaði um þetta Beringssundsmál þann 11. janúar á þessu ári.
Sjá hér: http://www.sciencedaily.com/releases/2010/01/100110151325.htm
Kaldara hitastig í Kyrrahafinu sem tengist La Nina ástandi hafsins þar, gæti haft mikil áhrif á veðurfar í vetur. Í eftirfarandi myndbandi frá ClimateCentral.org eru sýnd hugsanleg áhrifa La Nina fyrir veðurfar vetrarins í BNA. Nýjar spár hafa verið gefnar út, þar sem spár gera ráð fyrir hærra hitastigi í vetur (í BNA), með meiri þurrkum í Suðvestri og votari Norðvestri. Þrátt fyrir að hitastig ársins sé það heitasta á heimsvísu hingað til, þá gæti verið að kólnun samfara La Nina (á heimsvísu), muni hafa þau áhrif að minni líkur eru á að 2010 endi sem heitasta árið frá því mælingar hófust. En lítum nú á myndbandið þar sem farið er yfir þetta í örstuttu máli.
Athyglisverður fyrirlestur um áhrif hitastigs og eldisumhverfis á atferli þorskseiða. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 21. október í sal Jarðvísindastofnunar 3. hæð í Öskju kl. 13:30.
Þetta virðist vera fróðlegur fyrirlestur, sem tengist hugsanlegum áhrifum hækkandi hitastigs sjávar á afkomu þorsk. Nánari upplýsingar á auglýsingunni hér undir og á vef HÍ. Við höfum skrifað um áhrif hitastigs á fiskistofna hér á loftslag.is, sjá Fiskistofnar fylgja sínu kjörhitastigi.
Hitastigið á árinu fram til loka september er í hæstu hæðum á heimsvísu. Septembermánuður er ekki meðal allra hlýjustu septembermánaða, en þó er hitastigið fyrir árið í heild enn hátt. Hvort að árið verður það hlýjasta fram að þessu er enn mjög óljóst, en það mun þó væntanlega enda ofarlega á lista.
Helstu atriðið varðandi hitastig septembermánaðar á heimsvísu
Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir september 2010 var það 0,50°C yfir meðalhitastig 20. aldarinnar (15,0°C), það áttunda heitasta samkvæmt skráningum fyrir mánuðinn.
Hitastig á landi á heimsvísu fyrir septembermánuð var það níunda heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,66°C yfir meðaltali 20. aldar (12,0°C).
Hitastig við yfirborð sjávar var það 9. heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,44°C yfir meðaltali 20. aldar (16,2°C).
Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið janúar-september 2010 var það heitasta (ásamt 1998) samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,65°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (14,1°C).
Hitastig á landi á heimsvísu fyrir tímabilið janúar til september var það næst heitasta fyrir tímabilið samkvæmt skráningum, aðeins árið 2007 var heitara.
Hitastig við yfirborð sjávar fyrir janúar-september var einnig næst heitasta samkvæmt skráningum, aðeins 1998 var heitara.
September 2010 og árið
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn september og tímabilið janúar – september.
Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir ágústmánuð 2010.
September
Frávik
Röð
(af 131 ári)
Heitasti/næst heitasti ágúst
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land
+0,66°C
9. heitasti
2005(+1,02°C)
Haf
+0,44°C
9. heitasti
2003 (+0,57°C)
Land og haf
+0,50°C
8. heitasti
2005 (+0,66°C)
Norðuhvel jarðar
Land
+0,71°C
6. heitasti
2005 (+1,18°C)
Haf
+0,50°C
7. heitasti
2003 (+0,66°C)
Land og Haf
+0,57°C
6. heitasti
2005 (+0,83°C)
Suðurhvel jarðar
Land
+0,55°C
12. heitasti
2007 (+1,09°C)
Haf
+0,41°C
12. heitasti
1997 (+0,58°C)
Land og Haf
+0,43°C
11. heitasti
1997 (+0,65°C)
Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til september 2010:
Janúar- September
Frávik
Röð
(af 131 árí)
Heitasta/næst
heitasta tímabilið
Á heimsvísu
Land
+1,00°C
2. heitasta
2007 (+1,01°C)
Haf
+0,52°C
2. heitasta
1998 (+0,55°C)
Land og Haf
+0,65°C
Heitasta
1998 (+0,65°C)
Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:
Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – september eftir árum.
Samkvæmt tölum frá NASA er tímabilið janúar til september einnig það heitasta frá því mælingar hófust, sjá hér samanburð NASA á milli þriggja heitustu áranna fyrir tímabilið janúar til september.
Sumir halda því fram að úthöfin séu hreint ekki að hlýna, þvert á móti þá séu þau að kólna. Þær fullyrðingar styðjast við gögn sem að sýna lítilsháttar kólnun í nokkur ár eftir 2004. Ef tekið er lengra tímabil, er greinilegt að úthöfin eru að hlýna, líkt og yfirborð Jarðar og veðrahvolfið.
Úthöfin þekja um 70% af yfirborði Jarðar og geyma um 80% af varmaorkunni sem er að byggjast upp á Jörðinni, því er hlýnun úthafanna ein af stóru vísbendingunum um hnattræna hlýnun Jarðar. Fullyrðingar um að úthöfin hafi kólnað lítillega undanfarin ár eru réttar. Fullyrðingar þar sem sagt er að hlýnun Jarðar hafi hætt vegna þess að úthöfin hafa kólnað eru rangar. Náttúrulegur breytileiki veldur því að hlýnun úthafanna er ekki í beinni línu. Þetta er ástæðan fyrir því að vísindamenn tala oftast nær um leitni þegar verið er að fjalla um loftslag – yfirleitt 30 ár eða meir – þannig að skammtíma sveiflur sem eru afleiðing af náttúrulegum breytileika hverfa (t.d. eru sveiflur í El Nino og La Nina stór þáttur í náttúrulegum breytileika í hitastigi sjávar).
Ef skoðuð er leitni í hitainnihaldi úthafanna síðastliðna hálfa öld, þá sést eftirfarandi:
Það eru þó nokkrar deilur um hversu nákvæmar svokallaðar Argo baujur eru – en þær eru fljótandi mælitæki sem lögð hafa verið í sjó og sökkva reglulega niður á 700 m dýpi og mæla hitastig niður á það dýpi. Ein af leiðunum sem vísindamenn fara til að reyna að leysa þær deilur er að greina fleiri gagnasöfn – þ.e. aðrar leiðir til að mæla sjávarhita. Þannig hafa sjö mismunandi teymi vísindamanna, sem öll nota mismunandi tæki og aðferðir, fundið ákveðna leitni gagnanna. Þótt það sé nokkur mismunur í niðurstöðum þessari mismunandi teyma, þá er eitt sem þær sýna allar: langtímaleitni sjávarhita er á uppleið:
Viðbrögð úthafanna við loftslagsbreytingum eru víðtækar, þar á meðal er brestur í fæðukeðjum vegna breytinga í efnafræði sjávar vegna CO2, en einnig minnkar geta úthafanna til að gleypa CO2 með auknu hitastigi. Einnig má nefna sjávarstöðubreytingar vegna þennslu sjávar við aukið hitastig – auk þess sem vatnsgufa í lofthjúpnum eykst.
Þótt margt sé eftir ólært um úthöfin, þá er allavega vitað að betra er að skoða allar hliðar loftslagsbreytinga með hliðsjón af mörgum gagnasöfnum. Ef hiti úthafana er notaður sem vísir, þá er ljóst að hlýnunin heldur áfram og líklegt að sú hlýnin haldi áfram ef ekki verður dregið úr losun CO2 út í andrúmsloftið.
Í stuttu máli sagt, gögn benda til að hlýnun Jarðar haldi áfram, þrátt fyrir skammtímasveiflur í hitastigi sjávar.
Heimildir, frekari upplýsingar og tengt efni
Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science, þar sem reynt hefur verið að einfalda textann fyrir almenna lesendur. Einnig er til upprunalegur texti um það sama og bendum við á þá færslu með frekari heimildir.
Vísindamenn sem greint hafa mælingar á hita djúpsjávar, sem farið hafa fram undanfarna tvo áratugi, hafa greint hlýnun sem hefur átt stóran þátt í hækkun sjávarstöðu, sérstaklega í kringum Suðurskautið.
Aukið magn gróðurhúsalofttegunda, líkt og CO2, hefur valdið aukinni hlýnun Jarðar. Síðastliðna áratugi, þá hefur allavega 80% af þeirri varmaorku hitað upp úthöfin. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að efri lög sjávar hafa verið að hitna, en þessi greining sýnir hversu mikið hitaflæðið hefur náð niður í neðri lög sjávar.
Þessi rannsókn sýnir að djúpsjór – neðan við um 1.000 m – er að gleypa um 16% af þeirri hitaorku sem efri lög sjávar eru að gleypa. Höfundar benda á að nokkrir möguleikar séu fyrir ástæðum þessarar djúpsjávarhlýnunar, þ.e breytingar í loftstraumum yfir Suður-Íshafinu, breyting í eðlisþyngd neðri laga sjávar og hröðun á flæði hlýrri yfirborðsvatns niður í djúpsjávarlögin.
Vísindamennirnir fundu að hlýnunin væri mest í kringum Suðurskautið og minni eftir því sem lengra er frá Suðurskautinu. Hlýnunin er ekki mikil (um 0,03°C á áratug við Suðurskautið – minna annars staðar), en vegna þess hversu mikið rúmmál af sjó er um að ræða, þá er um mikla varmaorku að ræða. Ef þessi djúpsjávarhlýnun færi eingöngu í að hita upp lofthjúpinn – sem er eðlisfræðilega ómögulegt – þá myndi hlýna um 3°C á áratug.
Það er á tvo vegu sem hlýnun Jarðar hefur áhrif til hækkunar sjávarstöðu, annars vegar vegna þess að hlýnunin hitar sjóin þannig að hann þenst út og hins vegar vegna bráðnunar jökla og jökulbreiða þ.e. meira vatn bætist við sjóinn.
Sjávarstaða hefur verið að hækka um sirka 3 mm á ári síðan 1993 og er helmingur þess talin vera vegna þenslu vegna hlýnunar sjávar og hinn helmingurinn er talinn vera vegna meiri bráðnunar jökla. Ein af niðurstöðum þessarar rannsóknar er að hlýnun djúpsávar í Suður-Íshafinu hafi valdið um 1,2 mm hækkun sjávastöðu á ári umhverfis Suðurskautið undanfarna áratugi.
Þessar nákvæmu mælingar á djúpsjávarhita koma frá mælitækjum sem eru um borð í skipum og mæla leiðni með seltu, hitastig og dýpi. Þessar mælingar voru fyrst gerðar á tíunda áratug síðustu aldar og reglulega síðan þá.
Heimildir og ítarefni
Greinin mun birtast í næsta hefti Journal of Climate og höfundar þess eru Sarah G. Purkey og Gregory C. Johnson: Warming of Global Abyssal and Deep Southern Ocean Waters between the 1990s and 2000s: Contributions to Global Heat and Sea Level Rise Budgets.
Áhugavert myndband úr TED-fyrirlestrarröðinni, þar sem Rob Dunbar skoðar m.a. loftslagið 12.000 ár aftur í tímann. Hann finnur m.a. vísbendingar á fornum sjávarbotnum og kórulum. Störf hans eru mikilvægur grunnur varðandi loftslagsfræði okkar tíma og einnig að frekari vitneskju varðandi það sem er enn ógnvænlegra í hans huga, sem er hin aukna og yfirvofandi súrnun sjávar, með allt sem henni getur hugsanlega fylgt. Súrnun sjávar er eitthvað sem að við Íslendingar ættum að hugsa um, enda er vistkerfi sjávar mikilvægt fyrir okkur og atvinnuvegi landsins.
Helstu atriðið varðandi hitastig ágústmánaðar á heimsvísu
Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir ágúst 2010 var það þriðja heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,60°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (16,2°C).
Hitastig á landi á heimsvísu fyrir ágústmánuð 2010 var það næst heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,90°C yfir meðaltali 20. aldar (13,8°C).
Hitastig við yfirborð sjávar var það 6. heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,50°C yfir meðaltali 20. aldar (16,4°C).
Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið júní-ágúst 2010 var það næst heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,64°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (15,6°C), aðeins árið 1998 hefur verið heitara fyrir það tímabil.
Hitastig á landi á heimsvísu fyrir tímabilið júní til ágúst 2010 var það heitasta fyrir tímabilið samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 1,00°C yfir meðaltali 20. aldar (13,8°C), sem er aðeins heitara en 1998 sem er númer 2 núna.
Hitastig við yfirborð sjávar fyrir júní-ágúst var það 5. heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik fyrir tímabilið upp á 0,51°C yfir meðaltali 20. aldar (16,4°C).
Fyrir tímabilið janúar til ágúst 2010 þá var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf jafnheitt og 1998, og þar með jafn sem það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki fyrir tímabilið upp á 0,67°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (14,7°C).
Ágúst 2010
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn ágúst og tímabilið janúar – ágúst.
Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir ágústmánuð 2010.
Ágúst
Frávik
Röð
(af 131 ári)
Heitasti/næst heitasti ágúst
samkv. skrám
Á heimsvísu
Land
+0,90°C
2. Heitasti
1998(+0,95°C)
Haf
+0,50°C
6. heitasti
2009 (+0,57°C)
Land og haf
+0,60°C
3. Heitasti
1998 (+0,67°C)
Norðuhvel jarðar
Land
+1,15°C
Heitasti
1998 (+0,96°C)
Haf
+0,59°C
4. heitasti
2005 (+0,64°C)
Land og Haf
+0,79°C
Heitasti
2003 (+0,72°C)
Suðurhvel jarðar
Land
+0,28°C
22. heitasti
2009 (+1,31°C)
Haf
+0,43°C
9. heitasti
1998 (+0,57°C)
Land og Haf
+0,40°C
11. heitasti
2009 (+0,65°C)
Og nú að hitafrávikunum fyrir tímabilið janúar til ágúst 2010:
Janúar- Ágúst
Frávik
Röð
(af 131 árí)
Heitasta/næst
heitasta tímabilið
Á heimsvísu
Land
+1,04°C
Heitasta
2007 (+1,02°C)
Haf
+0,53°C
2. heitasta
1998 (+0,56°C)
Land og Haf
+0,67°C
Heitasta
2002 (+0,62°C)
Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:
Og svo hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – ágúst eftir árum.
Samkvæmt tölum frá NASA er tímabilið janúar til ágúst einnig það heitasta frá því mælingar hófust, sjá hér samanburð NASA á milli þriggja heitustu áranna fyrir tímabilið janúar til ágúst.