Loftslag.is

Tag: Afneitun

  • BBC Horizon – árás á vísindin

    BBC Horizon – árás á vísindin

    Nýlega var áhugaverður sjónvarpsþáttur á BBC, Horizon – þar sem Sir Paul Nurse skoðar hvort eitthvað sé til í því að vísindin séu að verða fyrir árás og hvers vegna almenningur virðist ekki treysta vísindamönnum í ákveðnum málaflokkum og þá sérstaklega hvað varðar hnattræna hlýnun af mannavöldum.

    Paul Nurse er forseti Konunglegu Vísindaakademíunnar og Nóbelsverðlaunahafi. Hann ræðir við vísindamenn og “efasemdamenn” víðsvegar um heim – auk þess sem hann ræðir við Tony sem er í afneitun um að HIV sé orsökin fyrir AIDS.

    Til að horfa á þættina þá er hægt að nota leitarstrenginn horizon bbc “science under attack” á youtube og er þættinum venjulega skipt niður í nokkra hluta (6 eða 7). Hér fyrir neðan er svo kynningarmyndband fyrir þáttinn

    Þeir sem búa á Bretlandi ættu að geta horft á þáttinn hér:  Science Under Attack

    Uppfært – hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild:

  • Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!

    Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!

    Enn eitt fróðlegt myndband frá Potholer54. Núna tekur hann fyrir tvær staðhæfingar sem hafa heyrst í umræðunni. Þetta eru staðhæfingarnar um; 1) að olíulekin í Mexíkóflóa muni breyta hafstraumum og svo fullyrðingunni; 2) að kaldir vetur og snjór eigi að heyra fortíðinni til vegna hlýnunar Jarðar… Er þetta eitthvað sem rannsóknir vísindamanna styðja og/eða kemur þetta fram í rituðum heimildum vísindamanna..?

    Jæja, sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • CO2 er náttúruleg aukaafurð í náttúrunni

    CO2 er náttúruleg aukaafurð í náttúrunni

    Í þessu myndbandi skoðar Greenman3610 (Peter Sinclair) nokkur grundvallar atriði varðandi hækkandi hitastig við aukin styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Það er svo sem ekkert nýtt á ferðinni þarna, en ágætt að rifja efnið upp í byrjun árs, þar sem sumar fullyrðingar í umræðunni um loftslagsmál byggja á einhverri mistúlkun og/eða vanþekkingu á m.a. þessum grundvallaratriðum. Í lýsingu höfundar um myndbandið kemur eftirfarandi fram:

    CO2 er samsett efni sem kemur fyrir í allskyns náttúrulegum ferlum sem eru mikilvægir í náttúrunni. Hvernig getur meira af því þá verið slæmt?

    Hér má sjá hvers vegna.

    Ítarefni

    Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610

    Tengt efni á loftslag.is – Greenman3610 myndbönd:

  • Vísindin sett á gapastokk

    Vísindin sett á gapastokk

    Endurbirting myndbands.

    Í þessu myndbandi skoðar Greenman3610 hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun hefði verið síðan 1995, sem reyndist ekki sannleikanum samkvæmt, en það kom þó ekki í veg fyrir að sumir fréttamiðlar og fjöldin allur af bloggsíðum endurómuðu það sem einhverja staðreynd og reyndu setja vísindin á gapastokk, ef svo má að orði komast. En hvernig nálgast maður upplýsingar um vísindin? Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:

    Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjarkinn þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.

    Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?

    Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum hér.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • “Tvöföldun á styrk CO2 þýðir aðeins 1,64°C hækkun hitastigs…” eða kannski ekki

    “Tvöföldun á styrk CO2 þýðir aðeins 1,64°C hækkun hitastigs…” eða kannski ekki

    Nýtt myndband úr smiðju Potholer54 þar sem hann tekur fyrir glænýja mýtu sem er þó komin á fulla ferð í netheimum, sérstaklega Vestanhafs, þeir eru jú oft fljótir til á þeim slóðum 😉

    En samkvæmt mýtunni þá hefur komið fram, í nýlegri rannsókn NASA, að hitastig muni aðeins hækka um 1,64°C við tvöföldun CO2 og að það muni taka um 200 ár að ná því hitastigi…já, en ekki höfum við nú samt heyrt um þetta í alvöru fréttum – kannski það sé eitthvað samsæri í gangi..? Lýsing Potholer54 á myndbandinu er eftirfarandi:

    Í síðustu viku birtist rannókn vísindamanna hjá NASA GISS sem leiddi til æsifengina yfirskrifta um það að Jörðin muni aðeins hlýna um í mesta lagi 1,64°C á um tveimur öldum. Hljómar þetta of vel til að vera satt? Að sjálfsögðu er það svo.

    Ég hef sett þetta myndband saman skjótar en ég venjulega, þar sem þessi mýta hefur nú þegar orðið að einskonar veiru. En gallarnir á þessari mýtu eru svo augljósir að maður getur ekki annað en velt því fyrir sér afhverju fólk sem vill kalla sig “efasemdarmenn” hefur ekki meiri efasemdir en svo að það aflar ekki einu sinni grun heimilda varðandi staðreyndir.

    En þetta er svo gott dæmi um gagnrýnislausa hugsun sumra þeirra sem “efast” um loftslagsvísindin og um hækkun hitastigs vegna aukina gróðurhúsaáhrifa að það er næstum grátlegt.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Póstpoki Potholer54

    Póstpoki Potholer54

    Mjög fróðlegt myndband úr smiðju Potholer54. Í þessu myndbandi fer hann yfir ýmsar athugasemdir, spurningar og fullyrðingar sem hann fær m.a. í athugasemdum við myndbönd sín um loftslagsfræðin. Hann stendur yfirleitt í mikilli rannsóknarvinnu fyrir hvert myndband, skoðar heimildir og reynir að hafa sem réttast eftir heimildunum. Heimildir eru honum ofarlega í huga og fer hann m.a. yfir það hvernig hægt er að skoða það sem liggur á bak við ýmsar fullyrðingar í umræðunni á gagnrýnin hátt, með því t.d. að rekja sig til uppruna fullyrðinga sem heyrast í umræðunni og meta sannleiksgildi þeirra út frá því.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Gorgeirinn og vísindamaðurinn

    Gorgeirinn og vísindamaðurinn

    Vísindamaðurinn

    Í þessu myndbandi sem er frá einskonar áheyrnarfundi í bandaríska þinginu reynir Dana Rohrbacher að slá vísindamanninn Dr. Richard Alley út af laginu með ýmsum fullyrðingum og spurningum sem Dr. Alley fær ekki alltaf að svara fyrir yfirlæti Rohrbacher. Fróðlegt að sjá hvernig þetta fer fram þarna, það virðast ekki vera gerðar jafn miklar kröfur til spyrjenda og þeirra sem eiga að svara spurningunum, fyrir utan svo að ætla að ræða málin á þeim nótum að fólk fái 15 sekúndur til að svara yfirgripsmiklum spurningum.

    Dana Rohrbacher er þingmaður fyrir repúblíkanaflokkinn og vill gjarnan verða formaður nefndar um tækni og vísindi á bandaríska þinginu.
    Dr. Richard Alley er virtur vísindamaður frá Penn State háskólanum og sérfræðingur í fornloftslagi.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Staðreyndir og ímyndun varðandi hafísútbreiðsluna

    Staðreyndir og ímyndun varðandi hafísútbreiðsluna

    Í þessu myndbandi tekur Greenman3610 (Peter Sinclair) fyrir hafísútbreiðslu á Norðurskautinu. Hann ræðir ýmsar fullyrðingar sem settar voru fram fyrirfram varðandi sumarbráðnun hafíss svo og það sem gerðist í raun og veru. Ýmiskonar umfjöllun um afleiðingar þess að hafís geti hugsanlega horfið er honum ofarlega í huga…Ísland er m.a. nefnt í þessu myndbandi í því sambandi. En lítum fyrst á hans eigin lýsingu sem fylgdi myndbandinu:

    Í byrjun sumars 2010, upplýsti fals vísinda bloggsíðan, Watts up with that, sínum auðkennandi lesendum að þetta sumar myndi sýna fram á það með óyggjandi hætti að langtíma bráðnun hafís á Norðurskautinu væri á enda.

    Þeir ábyrgðust það.

    Tölurnar eru komnar í hús.

    Já, hann hefur sitt lag á að orða hlutina á kaldhæðin hátt, en nú að myndbandinu.

    Ítarefni

    Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð

    Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð

    Þessi mynd er lýsandi fyrir hugsanagang þeirra sem afneita vísindum og vilja sýna þau í villandi ljósi (google myndaleit – climategate)

    Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki þeirra sem töldu að þessi gögn sönnuðu allt mögulegt varðandi svindl og fals loftlsagsvísindamanna. Í kjölfarið komu fram margar ásakanir á hendur vísindamanna sem voru byggðar á litlu öðru en sérvöldum mistúlkunum eða bara almennum misskilningi á því hvernig vísindastörf eru unnin. En hvernig standa málin svo núna ári seinna?

    Tímaritið Nature hefur birt ágæta grein um málið (PDF), þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

    .. More certain is the conclusion that the hack of the server was a sophisticated attack. Although the police and the university say only that the investigation is continuing, Nature understands that evidence has emerged effectively ruling out a leak from inside the CRU, as some have claimed. And other climate-research organizations are believed to have told police that their systems survived hack attempts at the same time.

    En það er nú fleira sem vert er að skoða, t.d. hvað hefur gerst áþreifanlegt á þessu ári sem er liðið.

    Fyrst er að nefna skýrslu Vísindanefndar breska þingsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður.

    Næst ber að nefna skýrslu vísindanefndar undir stjórn Lord Oxburgh, sem er fyrrum stjórnarformaður Shell í Bretlandi, sem komst að því að vísindin séu traust og að ekkert bendi til þess að vísindamenn hafi falsað niðurstöður.

    Í enn einni rannsókninni, nú undir stjórn Sir Muir Russell, kom fram að vísindamenn og störf þeirra eru gerð af nákvæmni og samviskusemi og að ekki lægi fyrir vafi um störf þeirra.

    Í Bandaríkjunum, voru gerðar tvær rannsóknir á vegum Penn State háskólans, varðandi störf prófessor Michael Mann þar sem hann var sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum.

    Að lokum má nefna að fyrir nokkrum vikum þá kom fram, frá breskum stjórnvöldum, að upplýsingarnar sem komu fram í hinum illa fengnu tölvupóstum létu ekki í té nein sönnunargögn sem skapaði vantraust varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum af mannavöldum.

    Þannig að í þessari upptalningu er ekki bara eitt tilfelli, heldur ein sex tilfelli þar sem vísindamenn eru hreinsaðir af þeim tilhæfulausu ásökunum sem upp komu í þessu máli. Þetta kemur reyndar ekki á óvart, þar sem að þeir sem afneita loftslagsvísindum virðast fá mikla áheyrn fjölmiðla (sérstaklega í BNA) og vaða uppi með tilhæfulausar staðhæfingar ef það hentar málsstað þeirra.

    En hvað um hin ýmsu “alltmöguleg-gate” sem hafa verið sett upp sem dæmi um vanhæfni IPCC? – Þess ber að geta að við skrifuðum ekki um öll þessi svokölluð hliðamál…enda frekar óspennandi og alls ekki uppbyggjandi í vísindalegu samhengi.

    Það sem m.a. hefur gerst hingað til í hinum ýmsu “alltmöguleg-gate”-málum er t.d. eftirfarandi.

    Sunday Times hefur beðist afsökunar á og dregið til baka fréttir um hið svokallað “Amazongate”-mál. Það er s.s. ekkert Amazongate-mál og regnskógum Amazon stendur því miður enn ógn af breytingum vistkerfa vegna loftslagsbreytinga.

    Hollensk stjórnvöld hafa tekið ábyrgð á því að hafa gefið IPCC rangar upplýsingar varðandi það að 55% af Hollandi sé undir sjávarmál, þegar staðreyndin er sú að “aðeins” 26% er í hættu vegna flóða, þar sem svæði eru undir sjávarmáli, á meðan önnur svæði, 29% eru í hættu vegna flóða frá ám og fljótum.

    BBC hefur einnig beðið CRU afsökunar á því að hafa farið villandi orðum í sinni umfjöllun um “climategate” fals-hneykslið.

    Það sem er eftir af þessum svokölluðu “alltmöguleg-gate” er því aðeins hin neyðarlega villa (já aðeins ein) og hin klaufalega afsökunarbeiðni IPCC í kjölfarið á því, varðandi bráðnun jökla Himalaya, þar sem ártalið 2035 kom fram í stað ártalsins sem talið er líklegra 2350. Sú villa varð öllum ljós, ekki vegna þess að blaðamenn hefðu fundið hana með rannsóknarblaðamennskuna að vopni eða að eitthvert “efasemdarbloggið” uppljóstraði um það, heldur vegna þess að einn af vísindamönnunum og meðhöfundum IPCC skýrslunnar sagði frá villunni (þannig virka alvöru vísindi).

    Það sem eftir stendur, ári eftir climategate er ein stafsetningarvilla og 6 hreinsanir vísindamanna af ásökunum og lítið annað. Í kjölfarið á þessu má setja fram hinar raunverulegu spurningar sem fjölmiðlar og aðrir ættu að spyrja sjálfa sig núna:

    Af hverju?

    Hverjir?

    Eða sagt á annan veg:

    Hverjir há þessa baráttu gegn loftslagsvísindamönnum og af hverju?

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Biblíuleg vísindi?

    Hér undir má sjá skopteikningu eftir Marc Roberts, sem hann gerði eftir að stjórnmálamaðurinn John Shimkus, sem er bandarískur þingmaður, kom með ummæli í þessa veru.

    Hér undir eru 3 tenglar þar sem fjallað er nánar um þessi ummæli þingmannsins. Maður veit varla hvort að maður á að hlæja eða gráta þegar umræða um loftslagsmál fer á þetta stig…og svo frá þingmanni sem er að reyna að komast í þingnefnd sem hefur m.a. það verksvið að ræða um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hugsanlegar mótvægisaðgerðir.

    Meðal þess sem kom fram í máli hans var eftirfarandi:

    I believe that is the infallible word of God, and that’s the way it is going to be for his creation. […] The earth will end only when God declares its time to be over.

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is: