Loftslag.is

Tag: Fréttir

  • Hitastig í desember og árið í heild á heimsvísu

    Hitastig í desember og árið í heild á heimsvísu

    Hitastig desember mánaðar 2011 og svo endanleg niðurstaða ársins samkvæmt NCDC hefur nú verið kunngjörð. Árið endaði sem það 11. hlýjasta samkvæmt tölum NCDC, sem er hlýjasta La Nina ár frá því farið var að halda utan um þess háttar gögn (samkvæmt gögnum NASA GISS, þá er árið það 9. hlýjasta). Í upphaf árs 2011 fórum við yfir horfur hitastigs árið 2011, Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011 – það virðist vera sem þær vangaveltur hafi í stórum dráttum gengið eftir. Desember árið 2011 var 10. heitasti desember frá upphafi mælinga og árið endaði sem 11. heitasta samkvæmt gagnasafni NCDC. Þetta má sjá nánar í gröfum, töflum og myndum hér undir.

    Desember 2011 og árið í heild

    Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn desember 2011 og svo fyrir árið í heild. Fyrst hitafrávik víða um heim fyrir desember:

    Hitafrávik fyrir desember 2011

    Og svo fyrir árið í heild:

    Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastigsfrávikin fyrir desember 2011.

    Desember Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasti/kaldasti desember
    samkv. skrám
    Á heimsvísu
    Land +0,88 ± 0,14°C 8. heitasti 2006(+1,37°C) / 1929 (-1,21°C)
    Haf +0,32 ± 0,04°C 16. heitasti 1997, 2009 (+0,58°C) / 1909 (-0,53°C)
    Land og haf +0,48 ± 0,09°C 10. heitasti 2006 (+0,74°C) / 1916 (-0,56°C)

    Og nú að hitafrávikunum fyrir allt árið 2011:

    Janúar – desember Frávik Röð
    (af 132 árum)
    Heitasta/kaldasta tímabilið
    Á heimsvísu
    Land +0,83 ± 0,18°C 8. heitasta 2007 (+1,05°C) / 1907 (-0,56°C)
    Haf +0,40 ± 0,03°C 11. heitasta 2003 (+0,52°C) / 1909 (-0,45°C)
    Land og Haf +0,51 ± 0,08°C 11. heitasta 2005, 2010 (+0,64°C) / —

    Í grafinu hér undir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

    Og svo hitafrávikin fyrir árið 2011 í heild.

    Því næst má sjá hvernig hitastig hefur verið við El Nino (hlýrri ár) og La Nina (kaldari ár) atburði og eins og glöggt kemur fram þá er 2011 hlýjasta La Nina ár frá upphafi skráninga:

    Á síðustu myndinni má sjá ýmsar staðreyndir varðandi veður- og loftslagsfrávik ársins í einni mynd (klikkið á myndina til að stækka hana):

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is

  • 3D Sólarorka

    3D Sólarorka

    Nú um daga er vinsælt að skella sér í 3D bíó. En 3D (alla vega hugtakið 3D) er einnig komið á kort vísindamanna varðandi sólarorku. Vísindamenn við MIT (Massachusetts Institute of Technology) telja að með því að skipta út flötum sólarpanilum fyrir þrívíða uppbyggingu panilanna, þá sé hægt að ná allt að 20 sinnum meiri skilvirkni í sólarsellunum. Í tilraunum rannsakenda kom í ljós að einskonar þrívíð uppbygging á sólarsellum varð til þess að jafnvel sólarljós sem barst við minni vinkil nýttist betur og að endurspeglun í kerfinu hjálpaði til við að fanga sólarljósið. Uppbyggingin getur einnig tvöfaldað þann tíma sem hámarks afköst nást. Vísindamennirnir segja að smávægilega endurbætt kerfi með kassalaga sellum sem standa upp úr panilunum (ekki alveg 3D) geti aukið afkastagetuna um allt að 3,8 sinnum, miðað við flata panila. Þrátt fyrir að flóknari bygging leiði til dýrari panila, þá  segir Marco Bernardi, einn rannsakenda, að aukin afkastageta vinni upp á móti þeim kostnaði.

    Heimildir: 

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Um niðurstöðuna í Durban

    Um niðurstöðuna í Durban

    Mjög jákvætt er að í Durban varð samkomulag um að þau ríki sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum hefji á ný samningaviðræður um lagalega bindandi sáttmála.* Eftir loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum virtust öll sund lokuð. Samningaviðræðum skal lokið fyrir 2015 en munu ekki hafa áhrif fyrr en eftir 2020, sem er of seint.

    Einnig náðist samkomulag um framlengingu Kyoto-bókunarinnar en hvað það felur í sér fyrir þau ríki sem enn eiga aðild og hyggjast taka á sig skuldbindingar samkvæmt bókuninni er óljóst, Japan, Kanada og Rússland hafa nú sagt sig frá bókunni. Eftir eru Evrópa og Ástralía, Nýja Sjáland, auk þróunarríkja sem ekki taka á sig skuldbindingar líkt og bókunin kveður á um. Það er meginatriði að Kyoto-bókunin verður áfram grunnur að frekari samningagerð. Kyoto-bókunin eru einu alþjóðalögin sem í gildi eru um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

    Þessi tvö atriði eru stór plús og umfram væntingar. Evrópusambandið hrósar sigri yfir að samkomulag náðist um að gera skuli lagalega bindandi samning innan fjögurra ára. Á hinn bóginn veit enginn hvernig sá samningur mun líta út og aftur unnu Bandaríkin því ákvæði fyrirhugaðs samnings um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda munu ekki taka gildi fyrr en eftir 2020.

    Bandaríkin hafa frá upphafi hafnað Kyoto-bókuninni. Vissulega undirritaði Al Gore bókunina í Kyoto árið 1997 en frá sama tíma var ljóst að Öldungadeild þingsins myndi ekki fullgilda hana. Í besta falli var bandaríska stjórnkerfið klofið á þeim tíma. Frá því að Bush tók við völdum hafa Bandaríkin alfarið hafnað þeirri nálgun, sem felst í bókuninni, að iðnríkin beri sögulega langmesta ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda og þeim beri því fyrst að draga úr losun og að engar slíkar kröfur verði gerðar til þróunarríkja fyrst um sinn. Þessi nálgun er í samræmi við 2. grein Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1992 („Sameiginleg en mismunandi ábyrgð ríkja“) og varð ein meginniðurstaða 1. aðildarþings samningsaaðila í Berlín þremur árum síðar. Séð frá þessu sjónarhorni má segja að fulltrúar Bandaríkjanna hafi náð fram markmiðum sínum í Durban.

    Á fyrsta fundi aðildarríkja Loftslagssamningsins eftir að Barack Obama settist að í Hvíta húsinu vakti fulltrúi Bandaríkjanna, Todd Stern mikla lukku þegar hann sagði: “We’re back.” Engu að síður hafa Bandaríkin fylgt mjög svipaðri stefnu og Bush forseti mótaði. Helsti munurinn er e.t.v. sá að Hvíta húsið reynir ekki að draga í efa niðurstöður vísindamanna um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Í Durban fóru fulltrúar Bandaríkjanna sér hægt en þæfðu mál og töfðu fyrir til að koma í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir. Hvort Obama forseti bætir ráð sitt nái hann kjöri á ný skal ósagt látið en innan umhverfisverndarhreyfingarinnar eru fáir sem meta hann mikils.

    Þróunarríkin fagna sigri yfir að Kyoto-bókunin er enn í gildi, sú meginregla að iðnríkjunum beri skylda til að taka forustu um samdrátt í losun, skipti yfir í endurnýjanlega orku og að þau skuli veita fjármagn og tækniaðstoð til þróunarríkja.

    Að óbreyttu stefnir í að hitastig andrúmsloftsins muni hækka um og yfir 3 gráður á Celcíus miðað við fyrir iðnbyltingu. Í Kaupmannahöfn náðist samkomulag um að halda skyldi meðalhitnun andrúmslofts jarðar innan við 2°C. Öll smá láglend eyríki telja 1,5°C hækkun vera hámark. Ella munu þau hverfa í sæ í fyrirsjáanlegri framtíð. Segja má að 2°C hækkun séu efri mörk þess sem vísindamenn telja að vistkerfi jarðar þoli með von um að ná jafnvægi á ný – eftir margar aldir. Skaðinn verður gífurlegur og nýlega kom út skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem sýnir skýr tengsl milli hækkandi hitastigs og öfga í veðurfari.

    Enn er stórt bil á milli annars vegar þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríki hafa þegar skuldbundið sig til að koma í verk og hins vegar þess samdráttar sem er nauðsynlegur til að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 1,5 – 2°C. Þetta bil stækkar óðum og því verður að grípa aðgerða sem allra fyrst. Sjá skematískt yfirlit hér að neðan, en þar kemur þó ekki fram hvernig súrnunun sjávar eykst í hlutfalli við hækkandi hitastig þótt fram komi að kóralrif muni deyja út í Indlandshafi við 2°C hlýnun. Eftir Durban vitum við að stefnt er að lausn málsins með lagalega bindandi samningi þar sem öll ríki verða að taka á sig skuldbindingar. Slíkt samkomulag náðist fyrst í Kyoto fyrir 14 árum síðan, það er enn í gildi en kolefnisiðnaðinum í Bandaríkjunum hefur tekist að koma í veg fyrir að nái til alls heimsins. Nú er önnur tilraun og við vitum ekki hvort tekst að ná samkomulagi í tæka tíð.

    Árni Finnsson.

    www.climateactiontracker.org
    Smellið tvisvar á myndina til að fá hana stærri – Heimild – www.climateactiontracker.org

     

    *Indland hafnaði reyndar hugtakinu ‘legally binding’ en féllst á málamiðlun þess efnis að nýr samningur hefði ‘legal force’.

  • Climategate 2.0 – Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu?

    Climategate 2.0 – Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu?

    Þessi mynd er lýsandi fyrir hugsanagang þeirra sem afneita vísindum og vilja sýna þau í villandi ljósi (google myndaleit – climategate)

    Hér undir er færsla sem var skrifuð fyrir ári síðan, eftir að hafði orðið öllum ljóst (sem það vildu vita) að hið svokallaða climategatemál fara bara stormur í vatnsglasi. Nú er komið upp “nýtt” mál sem afneitunarsinnar kalla climategate 2,0 og því ekki úr vegi að rifja upp niðurstöðu síðasta máls, sjá hér undir. Það má lesa um þetta á fleiri stöðum, sjá t.d. Climategate 2.0: Denialists Serve Up Two-Year-Old Turkey og Two Year Old Turkey ásamt grein í GuardianEitthvað virðist þetta mál vera endurtekning á gömlu góðu útúrsnúningunum sem gerðir voru í nafni “efasemdamanna” (afneitunarsinna). En rifjum nú upp gamla málið áður en lengra er haldið:

     

    Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki þeirra sem töldu að þessi gögn sönnuðu allt mögulegt varðandi svindl og fals loftlsagsvísindamanna. Í kjölfarið komu fram margar ásakanir á hendur vísindamanna sem voru byggðar á litlu öðru en sérvöldum mistúlkunum eða bara almennum misskilningi á því hvernig vísindastörf eru unnin. En hvernig standa málin svo núna ári seinna?

    Tímaritið Nature hefur birt ágæta grein um málið (PDF), þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

    .. More certain is the conclusion that the hack of the server was a sophisticated attack. Although the police and the university say only that the investigation is continuing, Nature understands that evidence has emerged effectively ruling out a leak from inside the CRU, as some have claimed. And other climate-research organizations are believed to have told police that their systems survived hack attempts at the same time.

    En það er nú fleira sem vert er að skoða, t.d. hvað hefur gerst áþreifanlegt á þessu ári sem er liðið.

    Fyrst er að nefna skýrslu Vísindanefndar breska þingsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður.

    Næst ber að nefna skýrslu vísindanefndar undir stjórn Lord Oxburgh, sem er fyrrum stjórnarformaður Shell í Bretlandi, sem komst að því að vísindin séu traust og að ekkert bendi til þess að vísindamenn hafi falsað niðurstöður.

    Í enn einni rannsókninni, nú undir stjórn Sir Muir Russell, kom fram að vísindamenn og störf þeirra eru gerð af nákvæmni og samviskusemi og að ekki lægi fyrir vafi um störf þeirra.

    Í Bandaríkjunum, voru gerðar tvær rannsóknir á vegum Penn State háskólans, varðandi störf prófessor Michael Mann þar sem hann var sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum.

    Að lokum má nefna að fyrir nokkrum vikum þá kom fram, frá breskum stjórnvöldum, að upplýsingarnar sem komu fram í hinum illa fengnu tölvupóstum létu ekki í té nein sönnunargögn sem skapaði vantraust varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum af mannavöldum.

    Þannig að í þessari upptalningu er ekki bara eitt tilfelli, heldur ein sex tilfelli þar sem vísindamenn eru hreinsaðir af þeim tilhæfulausu ásökunum sem upp komu í þessu máli. Þetta kemur reyndar ekki á óvart, þar sem að þeir sem afneita loftslagsvísindum virðast fá mikla áheyrn fjölmiðla (sérstaklega í BNA) og vaða uppi með tilhæfulausar staðhæfingar ef það hentar málsstað þeirra.

    En hvað um hin ýmsu “alltmöguleg-gate” sem hafa verið sett upp sem dæmi um vanhæfni IPCC? – Þess ber að geta að við skrifuðum ekki um öll þessi svokölluð hliðamál…enda frekar óspennandi og alls ekki uppbyggjandi í vísindalegu samhengi.

    Það sem m.a. hefur gerst hingað til í hinum ýmsu “alltmöguleg-gate”-málum er t.d. eftirfarandi.

    Sunday Times hefur beðist afsökunar á og dregið til baka fréttir um hið svokallað “Amazongate”-mál. Það er s.s. ekkert Amazongate-mál og regnskógum Amazon stendur því miður enn ógn af breytingum vistkerfa vegna loftslagsbreytinga.

    Hollensk stjórnvöld hafa tekið ábyrgð á því að hafa gefið IPCC rangar upplýsingar varðandi það að 55% af Hollandi sé undir sjávarmál, þegar staðreyndin er sú að “aðeins” 26% er í hættu vegna flóða, þar sem svæði eru undir sjávarmáli, á meðan önnur svæði, 29% eru í hættu vegna flóða frá ám og fljótum.

    BBC hefur einnig beðið CRU afsökunar á því að hafa farið villandi orðum í sinni umfjöllun um “climategate” fals-hneykslið.

    Það sem er eftir af þessum svokölluðu “alltmöguleg-gate” er því aðeins hin neyðarlega villa (já aðeins ein) og hin klaufalega afsökunarbeiðni IPCC í kjölfarið á því, varðandi bráðnun jökla Himalaya, þar sem ártalið 2035 kom fram í stað ártalsins sem talið er líklegra 2350. Sú villa varð öllum ljós, ekki vegna þess að blaðamenn hefðu fundið hana með rannsóknarblaðamennskuna að vopni eða að eitthvert “efasemdarbloggið” uppljóstraði um það, heldur vegna þess að einn af vísindamönnunum og meðhöfundum IPCC skýrslunnar sagði frá villunni (þannig virka alvöru vísindi).

    Það sem eftir stendur, ári eftir climategate er ein stafsetningarvilla og 6 hreinsanir vísindamanna af ásökunum og lítið annað. Í kjölfarið á þessu má setja fram hinar raunverulegu spurningar sem fjölmiðlar og aðrir ættu að spyrja sjálfa sig núna:

    Af hverju?

    Hverjir?

    Eða sagt á annan veg:

    Hverjir há þessa baráttu gegn loftslagsvísindamönnum og af hverju?

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð

    Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð

    Þessi mynd er lýsandi fyrir hugsanagang þeirra sem afneita vísindum og vilja sýna þau í villandi ljósi (google myndaleit – climategate)

    Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki þeirra sem töldu að þessi gögn sönnuðu allt mögulegt varðandi svindl og fals loftlsagsvísindamanna. Í kjölfarið komu fram margar ásakanir á hendur vísindamanna sem voru byggðar á litlu öðru en sérvöldum mistúlkunum eða bara almennum misskilningi á því hvernig vísindastörf eru unnin. En hvernig standa málin svo núna ári seinna?

    Tímaritið Nature hefur birt ágæta grein um málið (PDF), þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

    .. More certain is the conclusion that the hack of the server was a sophisticated attack. Although the police and the university say only that the investigation is continuing, Nature understands that evidence has emerged effectively ruling out a leak from inside the CRU, as some have claimed. And other climate-research organizations are believed to have told police that their systems survived hack attempts at the same time.

    En það er nú fleira sem vert er að skoða, t.d. hvað hefur gerst áþreifanlegt á þessu ári sem er liðið.

    Fyrst er að nefna skýrslu Vísindanefndar breska þingsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður.

    Næst ber að nefna skýrslu vísindanefndar undir stjórn Lord Oxburgh, sem er fyrrum stjórnarformaður Shell í Bretlandi, sem komst að því að vísindin séu traust og að ekkert bendi til þess að vísindamenn hafi falsað niðurstöður.

    Í enn einni rannsókninni, nú undir stjórn Sir Muir Russell, kom fram að vísindamenn og störf þeirra eru gerð af nákvæmni og samviskusemi og að ekki lægi fyrir vafi um störf þeirra.

    Í Bandaríkjunum, voru gerðar tvær rannsóknir á vegum Penn State háskólans, varðandi störf prófessor Michael Mann þar sem hann var sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum.

    Að lokum má nefna að fyrir nokkrum vikum þá kom fram, frá breskum stjórnvöldum, að upplýsingarnar sem komu fram í hinum illa fengnu tölvupóstum létu ekki í té nein sönnunargögn sem skapaði vantraust varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum af mannavöldum.

    Þannig að í þessari upptalningu er ekki bara eitt tilfelli, heldur ein sex tilfelli þar sem vísindamenn eru hreinsaðir af þeim tilhæfulausu ásökunum sem upp komu í þessu máli. Þetta kemur reyndar ekki á óvart, þar sem að þeir sem afneita loftslagsvísindum virðast fá mikla áheyrn fjölmiðla (sérstaklega í BNA) og vaða uppi með tilhæfulausar staðhæfingar ef það hentar málsstað þeirra.

    En hvað um hin ýmsu “alltmöguleg-gate” sem hafa verið sett upp sem dæmi um vanhæfni IPCC? – Þess ber að geta að við skrifuðum ekki um öll þessi svokölluð hliðamál…enda frekar óspennandi og alls ekki uppbyggjandi í vísindalegu samhengi.

    Það sem m.a. hefur gerst hingað til í hinum ýmsu “alltmöguleg-gate”-málum er t.d. eftirfarandi.

    Sunday Times hefur beðist afsökunar á og dregið til baka fréttir um hið svokallað “Amazongate”-mál. Það er s.s. ekkert Amazongate-mál og regnskógum Amazon stendur því miður enn ógn af breytingum vistkerfa vegna loftslagsbreytinga.

    Hollensk stjórnvöld hafa tekið ábyrgð á því að hafa gefið IPCC rangar upplýsingar varðandi það að 55% af Hollandi sé undir sjávarmál, þegar staðreyndin er sú að “aðeins” 26% er í hættu vegna flóða, þar sem svæði eru undir sjávarmáli, á meðan önnur svæði, 29% eru í hættu vegna flóða frá ám og fljótum.

    BBC hefur einnig beðið CRU afsökunar á því að hafa farið villandi orðum í sinni umfjöllun um “climategate” fals-hneykslið.

    Það sem er eftir af þessum svokölluðu “alltmöguleg-gate” er því aðeins hin neyðarlega villa (já aðeins ein) og hin klaufalega afsökunarbeiðni IPCC í kjölfarið á því, varðandi bráðnun jökla Himalaya, þar sem ártalið 2035 kom fram í stað ártalsins sem talið er líklegra 2350. Sú villa varð öllum ljós, ekki vegna þess að blaðamenn hefðu fundið hana með rannsóknarblaðamennskuna að vopni eða að eitthvert “efasemdarbloggið” uppljóstraði um það, heldur vegna þess að einn af vísindamönnunum og meðhöfundum IPCC skýrslunnar sagði frá villunni (þannig virka alvöru vísindi).

    Það sem eftir stendur, ári eftir climategate er ein stafsetningarvilla og 6 hreinsanir vísindamanna af ásökunum og lítið annað. Í kjölfarið á þessu má setja fram hinar raunverulegu spurningar sem fjölmiðlar og aðrir ættu að spyrja sjálfa sig núna:

    Af hverju?

    Hverjir?

    Eða sagt á annan veg:

    Hverjir há þessa baráttu gegn loftslagsvísindamönnum og af hverju?

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Að fanga hita sólar

    Að fanga hita sólar

    MIT hefur tilkynnt að þeir hafi náð tímamótaskrefi sem gæti verið byrjunin að næstu kynslóð þess að fanga orku sólar. Í myndbandinu hér undir útskýrir prófessor Jeffrey Grossman hvernig efnið sem um ræðir getur fangað og sleppt orku sólar í formi hita.

    Ítarefni:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • La Nina og veðurfar

    La Nina og veðurfar

    Kaldara hitastig í Kyrrahafinu sem tengist La Nina ástandi hafsins þar, gæti haft mikil áhrif á veðurfar í vetur. Í eftirfarandi myndbandi frá ClimateCentral.org eru sýnd hugsanleg áhrifa La Nina fyrir veðurfar vetrarins í BNA. Nýjar spár hafa verið gefnar út, þar sem spár gera ráð fyrir hærra hitastigi í vetur (í BNA), með meiri þurrkum í Suðvestri og votari Norðvestri. Þrátt fyrir að hitastig ársins sé það heitasta á heimsvísu hingað til, þá gæti verið að kólnun samfara La Nina (á heimsvísu), muni hafa þau áhrif að minni líkur eru á að 2010 endi sem heitasta árið frá því mælingar hófust. En lítum nú á myndbandið þar sem farið er yfir þetta í örstuttu máli.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Grænt Reykjavíkurkort

    Grænt Reykjavíkurkort komið út í prentútgáfu

    Grænt Reykjavíkurkort er samvinnuverkefni vefsins Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® SystemReykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Tilgangur grænna korta víða um heim er að gera vistvæna kosti á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu sýnilegri og aðgengilegri. Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 600 sveitarfélögum, borgum og hverfum í 55 löndum. Ísland er fyrsta landið sem flokkar allt landið eftir Green Map kerfinu.

    Prentútgáfa Græna Reykjavíkurkortsins er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og byggir á vefútgáfu Græna Íslandskortsins á vefnum Náttúran.is en hún tekur fyrir allt Ísland með yfir 3.000 skráningum í 100 flokkum.

    Green Map er lifandi kerfi og lagar sig að þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu. Það er von útgefanda að græn kort verði með öllu ónauðsynleg innan fárra ára enda verði græn hugsun þá orðin sjálfsögð, ekki undantekning, eins og nú er. En þangað til er öllum frjálst að fá skráningu á Grænt Reykjavíkurkort og Grænt Íslandskort svo framarlega sem að starfsemi viðkomandi uppfylli þau skilyrði og viðmið sem sett eru af Green Map kerfinu.

    Græna Reykjavíkurkortið er Svansmerktur prentgripur, prentað á Svansvottaðan pappír í Svansmerktu prentsmiðjunni Odda.

    Hægt er nálgast kortið ókeypis hjá Höfuðborgarstofu eða panta það á vef Náttúran.is gegn greiðslu kostnaðar við pökkun og heimsendinguna.

    Græna Reykjavíkurkortið er hannað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur & Signýju Kolbeinsdóttur.

  • Hlaðvörp með loftslagsþáttum

    Það er ekki auðvelt fyrir loftslagsnörda eins og okkur að nálgast efni um loftslagsmál sem hægt er að hlusta á í tölvunni (eða í mp3 spilaranum). En Dan Moutal hefur frá því í vor gert nokkra þætti, þar sem farið er yfir helstu fréttir á hverjum tíma. Þættina má nálgast á heimasíðu Irregular Climate. Þessar útsendingar hans hafa greinilega verið að þróast frá því þær hófust, m.a. hefur hann verið með 2 aðstoðarumsjónarmenn með sér um tíma, en annars sér hann að mestu um þetta einn. Hann hefur þar fyrir utan fengið John Cook sem er með síðuna SkepticalScience til að koma með það sem má kalla “efasemdar hrakningu vikunnar”, en hann er með eina bestu vefsíðu þar sem hægt er að nálgast vísindalega nálgun á helstu rök “efasemdarmanna”. Þess má geta að við höfum verið í samstarfi við SkepticalScience varðandi efni hér á loftslag.is

    Hér undir má heyra nýjasta þáttinn, þann 12. í röðinni sem kom út núna í vikunnia. Lýsing Dan Moutal á þessum þætti

    Í þessari viku: Þáttur vikunnar: Hið forvitnilega atvik með Edward Wegman og hina afrituðu skýrslu, lítilvægi hokkíkylfunnar, Cuccinelli og nornirnar, CRU hreinsað enn og aftur, sprengdir afneitunarsinnar og mikilvægi samhengis.

    Siðasti hlutinn með mikilvægi samhengis er forvitnileg “dæmisaga” sem fjallar um samhengi á skrítin hátt og hvernig sum rök svokallaðra “efasemdarmanna” sem heyrast í umræðunni eru full af samhengislausum fullyrðingum.

    Irregular Climate

    A look at the irregular climate in our atmosphere,
    and the irrational climate of global warming denialism

    Tengt efni á loftslag.is: