Loftslag.is

Tag: Afneitun

  • Enn af afneitun – þáttur Sölva Jónssonar

    Enn af afneitun – þáttur Sölva Jónssonar

    Nýlega skrifaði Sölvi Jónsson grein á visir.is, sem hann nefnir “Um loftslagsbreytingar“, þar sem hann fer í gegnum stöðuna í loftslagsmálunum út frá sínu persónulega sjónarhorni. Hann vísar í heimildalista, þar sem hann virðist nota þekktar afneitunarsíður og rökfræði þá sem þar finnst sem helstu heimildir og efnistök – ég þakka honum fyrir það, þar sem það einfaldar verulega að hrekja skrif hans. Á meðan það eru enn einhverjir sem skrifa á þennan hátt um loftslagsvísindin og vísa í svona einhæfar og óáreiðanlegar heimildir þá er þörf á að svara þeim – þó svo um sé að ræða endurtekið efni, sem oft hefur sést áður í umræðunni.

    japanese_climate_skepticsVið höfum áður skoðað aðferðafræði þeirra sem hafa “efasemdir” um loftslagsvísindi hér á loftslag.is og kannski ágætt að byrja á örlítilli upprifjun áður en grein Sölva er tekin fyrir. Efnistök þeirra sem afneita loftslagsvísindum eru frekar einhæf og aðferðafræðin fyrirséð. Útúrsnúningar á alvöru rannsóknum eru t.a.m. stundum notaðar sem rökfærslur – þar sem að t.d. einstakir þættir eru teknir úr samhengi og reynt að spinna út frá þeim. Stundum eru rannsóknir sem ekki fjalla um loftslagsbreytingar einnig yfirfærðar á þau fræði, með eftirfarandi spuna og útúrsnúningum (Sölvi gerir þetta hvoru tveggja óbeint,  t.d. með því að vísa í afneitunarsíður sem heimildir). Endurteknar rökvillur eru líka algengar í umræðunni og það er líka meðal þess sem Sölvi gerist sekur um.

    Það virðist vera algeng aðferðafræði þeirra sem afneita loftslagsvísindum, að beita nokkrum vel þekktum aðferðum sem er hægt að lesa nánar um á loftslag.is. Til að mynda er að finna eftirfarandi fróðleik í færslu sem nefnist “Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun”, sem er um nálgun þeirra sem afneita vísindum, þar sem þetta er orðað á eftirfarandi hátt:

    Það má vel færa rök fyrir því að efasemdarmenn nái ekki nógu vel að skilgreina þá sem hafa þá nálgun við vísindin sem eru útskýrð hér að ofan, þar sem nýjar röksemdir og mótsagnir virðast ráð ferðinni eftir því hvernig vindar blása þann daginn. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

    1. Samsæriskenningar
    2. Sérvalin gögn (e. cherry-picking)
    3. Fals sérfræðingar
    4. Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)
    5. Almennar rökleysur

    Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem þegar er búið að hrekja og eftir þessar pælingar hér að ofan, þá líka 7. liðnum sem eru mótsagnirnar. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð.

    Þessi aðferðafræði virðist vera kjarninn í “rökfærslu” Sölva, það sem hann endurnýtir margar gamlar mýtur og vísar í þekktar afneitunarsíður (fals sérfræðinga) máli sínu til stuðnings, ásamt almennum rökleysum. En nú er ráð að greina grein Sölva. Það má skipta efnistökum hans í nokkra þætti og munum við skoða það í svipaðir röð og hann nefnir það í grein sinni – það er ágætt að hafa aðferðafræðina hér að ofan í huga við lesturinn þar sem efnistök hans falla nánast að flestu leiti inn í flokkunina sem nefnd er.

    Sölvi leggur út með að ræða um að ísinn á Suðurpólnum hafi ekki mælst meiri í 30 ár – sem er rétt ef hann er að ræða um hafísinn (dáldið villandi hjá honum að nefna ekki að hann sé að ræða hafísinn, ef það er tilfellið). Ísinn á íshvelinu á Suðurskautinu er að minnka, enda bráðna jöklar þar eins og á mörgum öðrum stöðum á Jörðinni í hlýnandi heimi. Hafísinn á Suðurskautinu aftur á móti er að aukast, sem getur átt sér ýmsar útskýringar og er þekkt staðreynd og engin sem mótmælir því. Það hafa verið nefndar einhverjar útskýringar á aukinni útbreiðslu hafíss þar, m.a. hefur breytt selta í sjónum (vegna bráðnunar jökulhvelfsins) verið nefnt ásamt breytingum í vindakerfum, svo einhverjar líklegar útskýringar séu dregnar fram. Þetta virðist gerast þrátt fyrir hlýnun, en þetta afsannar í sjálfu sér ekki eðlisfræðina á bak við hlýnun af völdum aukina gróðurhúsaáhrifa af manna völdum. Svo nefnir hann norðurskautið og virðist telja að sveiflur (sem hafa alltaf átt sér stað – líka þegar augljós bráðnun á sér stað) í hafísútbreiðslu á milli ára afsanni þá staðreynd að bráðnun sé í gangi. Svo klikkir hann út með að vísindamenn hafi spáð því fyrir 6 árum að hafís “myndi vera orðin íslaus með öllu sumarið 2013” – heimildin fyrir þessu er grein úr DailyMail eftir þekktan afneitunarsinna að nafni David Rose. Reyndar segir í grein David Rose að “the BBC reported that the Arctic would be ice-free in summer by 2013, citing a scientist in the US who claimed this was a ‘conservative’ forecast.” – sem virðist ekki vera alveg í takt við fullyrðingu Sölva um að “vísindamenn” hafi spáð þessu og reyndar er heldur ekki hægt að finna heimild David Rose fyrir þessari fullyrðingu í grein hans, eða hvaða vísindamann er átt við.

    Hið næsta sem hann ræðst á er stærð ísbjarnarstofnins. Hann telur að ísbirnir hafi verið um 5-10 þúsund á “fimmta og sjötta áratugnum” og svo fullyrðir hann að ísbirnir hafi lifað af tímabil þar sem ísinn á norðurhveli jarðar hafi horfið með öllu. Saga ísbjarna er ca. 110 – 130 þúsund ár og þetta er fullyrðing sem erfitt er að standa við og heimild Sölva fyrir þessu virðist vera skoðun Amrutha Gayathri sem hún birtir á skoðanasíðum International Business Time (það voru nú öll “vísindin” hjá honum). Þess má geta að tala ísbjarna áður en til friðunar kom (s.s. á fimmta og sjötta áratugnum) er nokkuð á huldu, en gæti hafa verið yfir 20 þúsund (sjá Hvað er vitað um ísbirni?). En eftir að þeir voru friðaðir þá fjölgaði þeim eitthvað. Samkvæmt núverandi mati IUCN sérfræðingahóps um ísbirni, þá eru 19 þekktir undirstofnar ísbjarna, fjöldi í einum þeirra er að aukast, þrír eru stöðugir og átta eru að hnigna (ekki eru til nægilega góð gögn til að meta hina undirstofnana).

    Sölvi lætur ekki hér við sitja, næst er það fullyrðing um að vísindamenn hafi gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hlýnun sem hann endar með að færa rök á móti af því að það hafi farið kólnandi á síðustu árum (reyndar bara staðbundið, samkvæmt hans persónulega áliti). Fullyrðingin er að “[s]pár vísindamanna IPCC” hafi gert ráð fyrir 0,25°C hækkun hitastigs á áratug. Allar náttúrulegar sveiflur (til að mynda á milli ára) virðast í huga hans afsanna þessa spá sem hann fullyrðir að vísindamenn IPCC hafi gert. Þess má geta að vísindamenn er afskaplega varfærnir í spám og gera ráð fyrir allskyns náttúrulegum sveiflum sem geta haft áhrif til skemmri tíma. Svo er það spurningin hvað hægt er að segja um sérval hans á gögnum, þar sem hann velur ákveðið eitt ár (eins og t.d. 1998) og gera það að einhverju viðmiði sem um það sem kom á undan og eftir. Sérval gagna eins og ársins 1998 er mjög algeng rökvilla afneitunarsinna, sjá t.d. graf hér undir:


    Næst er það þáttur hinnar óviðjafnanlegu Oregon Petition, þar sem Sölvi segir að “meira en 30 þúsund vísindamenn [hafi] sett nafn sitt undir yfirlýsingu þar sem kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er hafnað” – ætla nú ekki að hafa mörg orð um það, en eftirfarandi myndband lýsir þessu ágætlega, þarna er þetta m.a. orðað sem svo:

    Hann skoðar meðal annars hina alræmdu Oregon Petition, þar sem talað er um undirskriftir 32.000 vísindamanna. Eru allir vísindamenn á þeim lista og þá við hvaða fræðigreinar? Myndir þú leita til veðurfræðings vegna húðvandamáls? (sjá Ósérhæfðir sérfræðingar).

    Fyrir þá sem ekki vita, þá er þessi alræmda oregon petition ekki nokkurs virði í vísindalegu samhengi, hvað þá annað, nánar á SkepticalScience síðunni – Over 31,000 scientists signed the OISM Petition Project – þar sem þetta er m.a. orðað á eftirfarandi hátt:

    “The 30,000 scientists and science graduates listed on the OISM petition represent a tiny fraction (0.3%) of all science graduates. More importantly, the OISM list only contains 39 scientists who specialise in climate science.”

    Þegar hér er komið við sögu þá kemur að þætti Al Gore hjá Sölva (Al Gore virðist vera í miklu uppáhaldi hjá ýmsum afneitunarsinnum). Hann virðist líta svo á að ef það má finna einhverjar villur í mynd Al Gore “An Inconvenient Truth” þá hljóti það að afsanna loftslagsvísindin í heild sinni. En höfum það á hreinu að Al Gore er ekki vísindamaður, hann er stjórnmálamaður. Ekki það að stjórnmálamenn geti ekki haft rétt fyrir sér um þessi mál svo sem önnur (það er ekki hægt að útiloka það), eins og við flest (þeir eru væntanlega misjafnir eins og fólk er flest). Margir afneitunarsinnar virðast þó laðast að Al Gore og telja að hann sé talsmaður vísinda og jafnvel vísindamaður (sem hann er ekki). Almennt, þá gefur mynd Al Gore nokkuð rétta mynd af því hvað vísindin segja, þó að það hafi slæðst einhverjar villur inn, en það er svo sem ekkert sem haggar sjálfum vísindunum í sjálfu sér. Á SkepticalScience hefur þetta verið skoðað lítillega, sjá t.d. Is Al Gore’s An Inconvenient Truth accurate? – þar sem eftirfarandi kemur fram:

    While there are minor errors in An Inconvenient Truth, the main truths presented – evidence to show mankind is causing global warming and its various impacts is consistent with peer reviewed science.

    Í raun er Al Gore bara hluti af umræðumenginu – svona svipað og ég er hluti af því. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vísindin myndu breytast mikið þó að ég myndi halda fram einhverri vitleysu eða gera villu einhvers staðar í umræðunni – enda eru loftslagsvísindin byggð á tugþúsundum rannsókna sem gerðar eru með vísindalegum aðferðum (sem stundum uppfærast við nýjar upplýsingar – eins og gengur og gerist), hvorki ég né Al Gore getum breytt því, en okkar viðhorf eru þó í samræmi við almenna niðurstöðu vísindanna um þessi mál. Í þessari málsgrein heldur Sölvi einnig fram endurteknum ruglingi afneitunarsinna um að þar sem að CO2 styrkur hefur hækkað eftir að hitastig byrjar að hækka, á SkepticalScience (sjá CO2 lags temperature – what does it mean?) orða þeir þetta sem svo:

    When the Earth comes out of an ice age, the warming is not initiated by CO2 but by changes in the Earth’s orbit. The warming causes the oceans to release CO2. The CO2amplifies the warming and mixes through the atmosphere, spreading warming throughout the planet. So CO2 causes warming AND rising temperature causes CO2rise.  Overall, about 90% of the global warming occurs after the CO2 increase.

    Áður en Sölvi fer í niðurlag greinar sinnar, þá rifjar hann upp nokkrar algengar mýtur sem hafa oft sést í umræðunni hér og eru hér undir tenglar á umfjöllun um þau efni og tengd í nokkrum tenglum – það er of langt mál að fara út í allar villur hans hér í þessari færslu:

    Í niðurlagi greinarinnar nefnir Sölvi þá augljósu staðreynd að hann er ekki sérfræðingur um loftslagsbreytingar og að hann sé ekki að afsanna kenningar um hlýnun jarðar af mannavöldum, en svo heldur hann áfram að spá í lækkun hitastigs og að það hljóti að vera verra en ef hitastig hækkar (sem hann virðist einungis byggja á sinni persónulegu skoðun á málinu). Sölvi ræðir svo um sjálfan sig sem einlægan umhverfisverndarsinna – hann virðist bara ekki vilja taka mark á vísindamönnum sem vinna við ákveðið svið vísinda (sem er synd fyrir hann).

    Fróðlegt þykir mér reyndar að sjá að hann endar með því að segjast ekki vilja láta “skattleggja [sig] og komandi kynslóðir vegna koltvísýringslosunar á fölskum forsendum” – þarna liggur hundurinn sjálfsagt grafinn, þetta virðist snúast um pólitíska sýn á skattamálum, sem virðist stundum þurfa að endurspeglast í afneitun loftslagsvísinda hjá ákveðnum hópi – sem er einkennilegt í mínum huga. Fólk getur haft ýmsar skoðanir á skattstigi landsmanna og skiptingu opinbers fjárs, en að afneita vísindum vegna pólitískra og/eða persónulegra skoðana sem stundum virðist endurspeglast í einhverri heimsmynd sem virðist ekki vera samrýmanleg við eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda finnst mér undarleg nálgun.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Hafísinn ekki að jafna sig

    Hafísinn ekki að jafna sig

    Ef einhver heldur því fram að hafísinn sé að jafna sig og bendir á að hann hafi aukist um 50% frá því á sama tíma í fyrra – þá er rétt að geta þess að slíkar viðmiðanir eru villandi. Það er enn langt í að hægt sé að segja að hafísinn sé að jafna sig, eins og sést á eftirtöldu myndbandi (uppfært miðað við nýjustu tölur).

    Það er líka gott að hafa í huga að þrátt fyrir sveiflur milli ára í útbreiðslu hafíss, þá er hafísinn í sögulegu lágmarki – ekki bara sögulegu síðustu áratugina heldur einnig í sögulegu lágmarki síðastliðin 1450 ár hið minnsta.

     

    kinnard_2011_sea_ice

    Það eru ekki bara þannig að tímabundnar sveiflur í hafís norðurskautsins séu notaðar sem rök gegn hlýnandi veröld – sveiflur á suðurskautinu eru afneitunarsinnum hugleiknar, enda auðvelt að taka gögn þar úr samhengi. Hér er gott myndband sem útskýrir samhengið og hvort hægt er að fullyrða um loftslagsbreytingar út frá sveiflum á suðurskautinu.

     

     

    Tengt efni á loftslag.is

     

  • Er ekki tími til kominn að tengja?

    Er ekki tími til kominn að tengja?

    Þegar Íslendingar eru spurðir út í það hvort að þeir séu hlyntir olíuvinnslu á Drekasvæðinu, þá svara 80% því til að vera því hlyntir. Þegar Íslendingar eru spurðir út í hnattræna hlýnun af mannavöldum þá hefur mikill meirihluti velt málinu fyrir sér og hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum vegna aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. Það má því halda því fram með góðum rökum að fólk hér á landi virðist almennt vita af loftslagsvandanum.

    timi_til_ad_tengjaEn hvernig stendur þá á því að það er misvægi á milli þess að meirihluti þjóðarinnar virðist vita af loftslagsvandanum og svo því að 80% landsmanna vill meiri olíuvinnslu sem eykur vandann? Ætli almenningur hafi almennt ekki kynnt sér málin í þaula? Það virðist vanta tenginguna á milli þess að þekkja til þeirrar staðreyndar að vandamálið sé til staðar og svo því að þekkja til orsaka og afleiðinga sama vandamáls. Þegar fólk telur að rök séu til þess að auka vandamálið með því bæta við olíuforða heimsins þá hefur sennilega ekki myndast nauðsynleg tenging varðandi orsakasamhengi hlutanna.

    Það er nú þegar til mikið meira en nægur forði jarðefnaeldsneytis í heiminum til að hækka hita jarðar um meira en þær 2°C sem þjóðir heims virðast sammála um að forðast. Til að halda okkur inna 2°C hækkun hitastigs, þá mega þjóðir heims ekki brenna nema sem nemur u.þ.b. fimmtungi af núverandi þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis sem eru enn í jörðu. Það þýðir á manna máli að um 80% af hinum þekktu birgðum þurfa að vera áfram í jörðu til að við getum með nokkurri vissu haldið okkur innan 2°C marksins. Við hækkandi hitastig má til að mynda eiga von á fleiri sterkum fellibyljum svipuðum Sandy og Haiyan – s.s. líkur á sterkum fellibyljum aukast með hækkandi hitastigi. Það ásamt öðrum öfgum í veðri tengist m.a. hlýnandi loftslagi – annað sem nefna má er að jöklar bráðna, sjávarstaða hækkar, bráðnun íss og hnignun vistkerfa, svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki laust við að afleiðingar fylgi núverandi stefnu varðandi jarðefnaeldsneytisnotkun jarðarbúa.

    Það má ekki heldur gleyma að minnast á það hér að losun koldíoxíð fylgir annað vandamál, sem er súrnun sjávar – enn önnur ástæða fyrir Íslendinga að tengja. Súrnun sjávar ætti eitt og sér að fá þjóð sem lifir af fiskveiðum til að tengja saman orsakir og afleiðingar í þessum efnum. Ekki síst í ljósi þess að meirihluti þjóðarinnar virðist telja að vísindamenn hafi rétt fyrir sér varðandi vandamálið og það bendir til þess að þjóðin sé upplýst. En sú staðreynd að sama þjóð heimtar olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hlýtur að benda til þess að það vanti tengingar á milli þessara þátta. Það er ekki nema von að ríkisstjórn Íslands hafi það í stefnuskrá sinni að hefja olíu- og gasvinnslu sem fyrst, þegar þjóðin heimtar það – eða eins og það er orðað í stjórnarsáttmálanum:

    Ríkisstjórnin mun eins og kostur er stuðla að því að nýting hugsanlegra olíu- og gasauðlinda geti hafist sem fyrst
    (úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar)

    Við Íslendingar teljum okkur upplýsta þjóð og það á vafalítið við á mörgum sviðum. En þjóð sem ekki hefur náð betri tengingu varðandi loftslagsmálin, þrátt fyrir að flestir virðist samþykkja að um vandamál sé að ræða, virðist ekki vel tengt þegar að ákveðnum hliðum málsins kemur. Það er óábyrgt og óviðunandi að stór gjá sé á milli orsakasamhengis og afleiðinga varðandi þessi mál í huga fólks. Við eigum að hafa þor og dug til að segja nei við skammtíma hagsmunum gamaldags “hagvaxtar” sjónarmiða og virða rétt komandi kynslóða til að við skiljum plánetuna eftir í eins góðu ástandi og hægt er. Það þýðir að við megum ekki halda áfram að vera háð jarðefnaeldsneyti og að olíu- og gasvinnsla í íslenskri lögsögu er ekki raunverulegur valmöguleiki til framtíðar. Eftirspurn almennings eftir stjórnmálamönnum með þor til að taka á málunum ætti að vera meira en þeirra sem velja veg skammtíma “hagsmuna”.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Engin pása í hnattrænni hlýnun!

    Engin pása í hnattrænni hlýnun!

    Að undanförnu hefur farið fram lífleg umræða um það hvað mælingar á lofthita við yfirborð jarðar hefur að segja um það hvort að það sé “pása” í hnattrænni hlýnun um þessar mundir. Þessa meintu “pásu” er hægt að sjá, með góðum vilja, yfir skemmri tíma – en þýðir það að hnattræn hlýnun hafi stöðvast. Í eftirfarandi myndbandi setur hópur leiðandi vísindamanna á sviði loftslagsvísinda hlutina í samhengi.

    .

    Tengt efni á loftslag.is

  • Guðfræðingar, Píratar, kosningar, umhverfismál og loftslagsbreytingar af mannavöldum

    Guðfræðingar, Píratar, kosningar, umhverfismál og loftslagsbreytingar af mannavöldum

    Loftslagsbreytingar af mannavöldum virðast geta orðið að kosningamáli í kosningunum þann 27. apríl. Það má m.a. nefna ólgusjó Pírata undanfarna daga svo og fróðlegan spurningalista guðfræðinga sem sendur hefur verið til allra framboða. Spurningalistinn fjallar m.a. um loftslagsmálin.

    pirata_FBEfsti maður Pírata í Reykjavík Suður (Jón Þór Ólafsson) hefur fullyrt opinberlega um fals og svik vísindamanna varðandi loftslagsbreytingar af mannavöldum, sjá m.a. frétt á DV, Pírati efast um loftslagsbreytingar af manna völdum. Það er athyglisvert að í athugasemdum við frétt DV hafa nokkrir Píratar tekið til máls og það er ekki að sjá að þau telji nokkuð rangt í skoðunum Jóns Þórs og þau velja að verja frelsi hans til að segja sína skoðun – sem honum er að sjálf sögðu velkomið. Jón Þór hefur sjálfur undirstrikað skoðanir sínar um fals vísindamanna í athugasemdum, þannig að það virðist vera hægt að slá því föstu að hann telji enn að loftslagsvísindi séu byggð á fölsunum og svindli. Þó það sé skýr réttur manna að hafa skoðanir, þá  fylgir því þó ábyrgð og sú ábyrgð er í samræmi við stefnu Pírata – hinn svokallaða Píratakóða – þar sem eftifarandi kemur fram:

    Píratar eru friðelskandi, sjálfstæðir, sjálfráðir og hlýða ekki í blindni. Þeir vilja að einstaklingar hafi vald yfir sínum persónugögnum og njóti skoðanafrelsis. Píratar axla þá ábyrgð sem fylgir frelsi.

    Ég vona að Píratar hafi þor og siðferðilegt hugreki til í að axla þá ábyrgð sem þessu frelsi fylgir. Það er ekki hægt að saka heila vísindagrein um fals og svindl án þess að fótur sé fyrir því og vilja svo ekki taka andsvörun upp á málefnalegan hátt – þau andsvör verða Píratar að taka á. Annað sem kemur fram í Píratakóðanum er:

    Píratar eru fróðleiksþyrstir
    Aðgengi að upplýsingum, menntun, þekkingu og vísindaniðurstöðum verður að vera ótakmarkað.

    Gott mál – það er hægt að styðja þetta – en að sjálfsögðu gefur þetta ekki opið veiðleyfi á vísindalegar niðurstöður sem ekki eru í takt við persónulegar skoðanir einstaklinga. Hitt er annað mál að það má kannski spyrja sig hvenær aðgengi að upplýsingum sé ótakmarkað – til að mynda er nánast allt efni varðandi vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar af mannavöldum aðgengilegt í einhverju formi á einn eða annan hátt. Það má segja að það megi nú orðið finna allar þær “upplýsingar” sem fólk vill nálgast, til að mynda með því að gúgla á netinu – það á ekki síður við um hluti sem ekki standast skoðun. Það mætti því kannski bæta því við í Píratakóðann að vísindaniðurstöður (og fleiri niðustöður) eigi að byggja á gæðum og góðum rannsóknum, en ekki einhverju “kukl gúgli” einstaklinga eða persónulega lituðum skoðunum. Píratapartýið þarf að sjálfsögðu að þola að taka gagnrýni á skoðanir frambjóðenda og flokksins – sama gildir aðra flokka. Það fylgir því nefnilega ábyrgð að setja fram samsæriskenningar eins og Jón Þór gerir og það er komin tími til að hann læri af mistökum sínum, eða eins og Píratar velja að orða það í Píratakóðanum “Píratar læra af mistökum sínum.”

    Hitt er annað mál að Píratar eru svo sem ekki einu stjórnmálasamtökin sem hafa innan sinna raða fólk sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum – sjá til að mynda Íslenskar “efasemdir” um hnatthlýnun af mannavöldum rækilega skjalfestar hér á loftlsag.is. Fólk innan raða Sjálfstæðismanna (til að nefna nærtækt dæmi) hafa einnig sett fram háværar efasemdir og það er ekki eitt orð um loftslagsmálin á kosningasíðu þeirra.

    gudfraedingar

    Á Facebook má finna hópinn Guðfræðingar krefjast svara, þar sem hópur 5 guðfræðinga hafa tekið sig saman og sent fyrirspurn til framboðanna varðandi orkumál, loftslagsmál og flóttamannamál. Þetta eru allt málefni sem verða ofarlega á döfunni á næstu árum og áratugum, en þó alls ekki sjálfgefið að stjórnmálamenn hafi forgangsraðað því ofarlega á lista kosningaloforða í ár. Vinstri GrænDögun og Björt Framtíð hafa nú þegar svarað guðfræðingunum – svörin má lesa í tenglunum. Önnur framboð hafa enn sem komið er ekki svarað. Það verður fróðlegt að fá svör frá fleiri stjórnmálaöflum á spurningum guðfræðinganna og vonandi sjá Píratar sér líka fært að svar, enda er spurningalistinn allrar athygli verður og fróðlegur (sama hvaða trúarlegu skoðanir fólk kann að hafa). Við hvetjum framboðin til að svara spurningalista guðfræðinganna.

    Umhverfisverndarsamtök á Íslandi hafa einnig spurt framboðin um megináherslur í umhverfismálum fyrir kosningarnar 2013 – svörin má finna á YouTube-vefnum xUmhverfisvernd – þar sem 9 framboð hafa þegar svarað og er það vel að framboðin skýri sína stefnu – hver sem hún kann að vera.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Íslenskar “efasemdir” um hnatthlýnun af mannavöldum rækilega skjalfestar

    Íslenskar “efasemdir” um hnatthlýnun af mannavöldum rækilega skjalfestar

    Það er ekki óalgengt að fram séu settar “efasemdir” um loftslagsvísindin á opinberum vettvangi eins og til að mynda á vef- og fjölmiðlum hér á landi. Oft er það einhver misskilningur manna varðandi eitthvað sem sumir velja að kalla meint gróðurhúsaáhrif eða einhverjar aðrar ályktanir sem hafa lítið sem ekkert með raunveruleikann að gera. Það er þarft verk að skjalfesta opinberar yfirlýsingar varðandi þessi mál. Það getur vonandi haft það í för með sér að viðkomandi hugsi sig um varðandi þeirra eigin frjálslegu túlkanir á loftslagsfræðunum í framtíðinni.

    Mig langar að leggja út með tilvísunum í þrjá einstaklinga úr hinum títt umtöluðu bloggheimum. Sá fyrsti er góðkunningi okkar á loftslag.is, Ágúst H. Bjarnason. Hann á það til að draga upp einhver sérvalin gögn, til að reyna að draga upp mynd af meintri kólnun eða öðru sem virðist að óathuguðu máli geta dregið úr áhyggjum manna af manngerðum loftslagsbreytingum. Vinsælt hjá honum hefur verið að benda á það þegar smávægileg kólnun verður til skemmri tíma vegna náttúrulegs breytileika eða einhverjar skammtíma sveiflur í sjávarstöðunni. Það er erfitt að finna fullyrðingar hjá honum þar sem hann virðist oft ýja að einhverju, en þær finnast þó, eins og sjá má hér undir:

    Gott er til þess að hugsa til þess að um þessar mundir er ekkert sem bendir til þess að sjávarborð sé að rísa óvenju hratt, nema síður sé.

    [Heimild: Ágúst H. Bjarnason – Verkfræðingur og bloggari – Hækkun sjávarborðs; engar fréttir eru góðar fréttir…]

    Ágúst var reyndar svo vinsamlegur að vísa í færslu á loftslag.blog.is í athugasemdum (ekki var mögulegt fyrir ritstjórn loftslag.is að gera athugasemdir við þessa færslu hans), þar sem við ræddum aðferðafræði hans, sjá hér. Það er reyndar ekki alltaf auðvelt að finna beinar fullyrðingar eða ályktanir um fræðin hjá Ágústi, enda setur hann oft mikla varnagla á og setur hlutina oft upp í spurnarformi sem ruglar lesendur sem þurfa því stundum að álykta út frá hans orðum – og þær ályktanir geta svo sem farið um víðann völl. Ágúst hefur þó stundum notað eftirfarandi ályktun sína þegar um þetta er rætt…en allavega slær hann þarna mikinn varnagla á fræðin en útilokar í sjálfu sér ekkert:

    Helmingur [hita] hækkunarinnar gæti stafað af völdum náttúrulegra breytinga og helmingur vegna losunar manna á koltvísýringi.  Hugtakið “helmingur” er hér mjög loðið og gæti þýtt nánast hvað sem er.

    [Heimild: Ágúst H. Bjarnason – Verkfræðingur og bloggari  – Er hnatthlýnunin ógurlega bara hjóm eitt…?]

    Vinsamlega takið eftir varnaglanum, orðalaginu og spurningamerkinu í yfirskriftinni hjá Ágústi… Annars er fátt sem styður þessa fullyrðingu, þar sem gögn styðja ekki svona ályktanir nema síður sé. Hér undir er svo enn ein spurningamerkjafyllt “ályktun” um þessi mál – lesendum sem “efuðust” um fræðin var svo góðfúslega gefið leyfi til að koma með áskanir á hendur Al Gore, umhverfisráðherra og fleiri, ásamt fullyrðingum um trúarbrögð, skattpíningar og fleira sem nefnt var til sögunnar án athugasemda frá Ágústi – en hann vandaði sig þó við að gera athugasemdir við gagnrýnar og málefnalegar athugasemdir ritstjórnar loftslag.is, sem endaði svo með lokun fyrir athugasemdir þegar hann var kominn á endastöð frekari umræðu – en allavega hér er tilvitnunin í Ágúst:

    Hvað varð eiginlega um þessa hnatthlýnun sem allir voru að tala um…?   Nú dámar mér alveg…   Engin hnatthlýnun í 11 ár…?

    [Heimild: Ágúst H. Bjarnason – Verkfræðingur og bloggari  – BBC spyr: Hvað varð um hnatthlýnunina?]

    Sérval gagna hefur stundum leitt til svona fullyrðinga um enga hnatthlýnun í 5/11/16 ár eða hvað það nú er í hvert og eitt skiptið, sjá til að mynda athyglisvert graf hér undir með “efasemda” rúllustiganum.

    Munurinn á því hvernig "efasemdamenn" og raunsæismenn um hnattræna hlýnun af mannavöldum sjá núverandi hækkun hitastigs

    Sá næsti sem fær heiðurinn af því að verða rækilega skjalfestur hér á loftslag.is er hæstaréttarlögmaðurinn, Jón Magnússon, sem virðist hafa sterka ályktanaþörf þegar kemur að þessum efnum. Í kjölfar þess að Met-Office uppfærði nýlega spár um hnattrænana hita næstu fimm árin, þá fannst Jóni tilvalið að koma með eftirfarandi fullyrðingar:

    Þetta þýðir að öll tölvumódel og spár vísindamannanna sem hafa spáð afturkallanlegri hlýnun af mannavöldum og óbætanlegar skemmdir á jörðinni og vistkerfinu vegna útblásturs koltvíoxýðs hafa sem betur fer reynst rangar.

    [..]

    Ævintýrið um hnattræna hlýnun af mannavöldum er dýrasta ævintýrið sem mannkynið hefur nokkurn tíma látið sér detta í hug að trúa á.

    [Heimild: Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokks – Breska veðurstofan endurskoðar spár um hnattræna hlýnun.]

    Jahérna hér, þetta eru merkilegar fullyrðingar (úti er ævintýri – bara öll módelin ónýt…hvurslags er þetta…). En þetta er náttúrulega einhver óskhyggja í fyrrverandi þingmanninum, sem ekki fær staðist, eins og kemur t.a.m. fram í eftirfarandi umfjöllun á loftslag.is – Mistúlkanir á 5 ára spá Met Office og náttúrulegur breytileiki

    Að lokum er svo einn af mínum uppáhalds “efasemdamönnum”, enda merkilega berorður um vísindamenn af öllum sortum – hans uppáhald eru reyndar fiskifræðingar og fullyrðingar um þá, en fast á hæla þeim koma svo fullyrðingar hans um loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn – eins og lesa má í eftirfarandi tilvitnun hans:

    Blekkingin um “hlýnun andrúmsloftsins” hefur breyst í kuldamartröð í vetur í Evrópu og USA.

    Veðurguðirninr  virtust móðgast stórlega við loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn og virðast hafa tekið ákvörðun um að  “kæla niður” bullið  um óðelilega hlýnun loftslags – í Evrópu og Ameríku frá því ráðstefnunni lauk með góðu kuldakasti.

    Heimsendaspár um “hækkun á yfirborði sjávar” virðist líka hafa verið “vitlaust reiknað”.. og varla kemur það á óvart… enda skylt skeggið hökunni í blekkingarleiknum….

    [..]

    Það er ágætt ef eitthvað af þessum “vísindahórum”  fara loksins draga í land með  eitthvað af platinu og blekkingunum – en betur má ef duga skal.

    [Heimild: Kristinn Pétursson – fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bloggari og áhugmaður um vandaða þjóðmálaumræðu – Blekkingaleikurinn á undanhaldi í vísindaheiminum?]

    Þarna fer Kristinn Pétursson, sem eldur í sinu í umræðu um loftslagsmál með berorðar fullyrðingar um heila vísindagrein, sem eiga lítið skilt við vandaða þjóðmálaumræðu og þaðan að síður við þær staðreyndir sem blasa við varðandi loftslagsvandann. Ásakanir um heimsendaspár heyrast oft á tíðum þegar “efasemdamenn” ræða um þessi mál, hvað sem veldur…

    Fullyrðingar í þessum dúr sjáum við stundum í hinum títtnefndu og á stundum logandi bloggheimum, svo og í öðrum fjölmiðlum. Að mínu persónulega mati, þá valda svona fullyrðingar ruglingi í umræðunni (sem er hugsanlega ætlunin í sjálfu sér). Það að einhverjir leyfi sér að fullyrða svona án haldbærra gagna stenst að sjálfsögðu engan vegin skoðun. Það er mín ósk að í athugasemdir við þessa færslu verði settar aðrar skjalfestar heimildir um ályktanaglaða “efasemdamenn” á Íslandi og orðaval þeirra. Vinsamlega vísið í orð viðkomandi með heimild/tengli þar sem finna má samhengið, líkt og hér að ofan. Sjálfur mun ég reyna að safna saman einhverjum vel völdum tilvísunum í athugasemdum hér undir, bæði nýjum og gömlum. Það væri fróðlegt að sjá hverju hefur verið haldið fram varðandi þessi mál í gegnum tíðina, af hverjum og í hvaða samhengi.

    Ýmistlegt efni af loftslag.is sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar þessi mál eru skoðuð:

  • Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar

    Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar

    Ný rannsókn sem gerð var við Háskólann í vestur Ástralíu sýnir ákveðin tengsl milli þess að afneita loftslagsvísindum og vilja til að samþykkja samsæriskenningar. Niðurstaða rannsóknarinnar byggir á spurningalistum sem birtur var á ýmsum bloggum milli ágúst og október 2010.

    Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar þá var mikil fylgni á milli þess að aðhyllast fjölda samsæriskenninga og að afneita loftslagsvísindum. Að sama skapi virðist sú afneitun sýna töluverða fylgni hjá þeim sem aðhyllast markaðshyggju (e. free-market economics).

    Þessi rannsókn styður að mörgu leiti fyrri rannsóknir sem tengt hafa samsæriskenningar við afneitun vísinda, en oft virðist fólk sem aðhyllist samsæriskenningar einmitt nota skort á sönnunargögnum – sem styður þeirra eigin sýn á raunveruleikanum –  sem rök fyrir því að samsæriskenningin sé sönn.

    Heimildir og ítarefni

    Lesa má niðurstöðu rannsóknarinnar hér: NASA faked the moon landing|Therefore (Climate) Science is a Hoax: An Anatomy of the Motivated Rejection of Science

    Umfjöllun um rannsóknina má lesa á heimasíðu Desmogblog: Research Links Climate Science Denial To Conspiracy Theories, But Skeptics Smell A Conspiracy

    Tengt efni á loftslag.is

  • Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi

    Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi

    Tilbúningur – sjá NOW

    Miðaldahlýnunin hefur oft á tíðum (sérstaklega á bloggsíðum “efasemdamanna”) verið sögð hlýrri en þau hlýindi sem við upplifum í dag og reynt er að spinna út frá því einhvern spuna um hvað það þýðir varðandi núverandi hlýnun (til að mynda spurningar um hvort eitthvað sérstakt sé í gangi?). Stundum hafa flökkusögur um hina meintu mjög svo hlýju miðaldahlýnun farið af stað í bloggheimum (meðal annars hér á landi) og stundum átt uppruna sinn í tilbúning sem finnst víða um veraldarnetið og er erfitt fyrir almenna lesendur að flokka frá staðreyndum. Stundum er skrifað um þessi mál með huga afneitunar á loftslagsvísindum og þá virðist auðvelt fyrir “efasemdamenn” að finna tilbúning sem passar við málatilbúnað þeirra (til að mynda heimildir sem notaðar eru hér) – enda er nóg til af innihalds rýru efni á netinu (prófið bara að gúgla “global warming hoax”). Í eftirfarandi myndbandi er farið yfir staðreyndir og tilbúning varðandi miðaldahlýnunina, enn ein fróðleg greining frá Potholer54 um loftslagsmál út frá vísindalegri nálgun.

    Eftirfarandi lýsing á myndbandinu er gerð af Potholer sjálfum (lausleg þýðing – sjá má textann á ensku með því að skoða myndbandið á youtube.com):

    Í eftirfarandi myndbandi eru skoðaðar vísindalegar rannsóknir til að finna svarið við þremur grundvallar spurningum: 1) Var miðaldarhlýnunin hnattræn? 2) Voru miðaldarhlýindin hlýrri en í dag? 3) Og hvað þýðir það hvort sem er? Ég kanna ýmsar upphrópanir af veraldarvefnum varðandi hokkíkylfuna ásamt ýmsum mýtum og mistúlkunum varðandi miðaldahlýnunina sem þrífast á veraldarvefnum. Heimildir mínar fyrir mýtunum og tilbúninginum eru blogg og myndbönd af veraldarvefnum; heimildir mínar fyrir staðreyndunum eru vísindalegar.

    Sjón er sögu ríkari, verði ykkur að góðu.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Ekki mjög svalt: Morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar

    Ekki mjög svalt: Morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar

    Í nýlegri “upplýsinga” herferð hinna hörðu loftslags afneitunarsamtaka Heartland Institute í Chicago var þeim sem aðhyllast það að jörðin sé að hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsaloftegundum líkt við ógnvaldinn Ted Kaczynski (einnig þekktur sem “Unabomber”). Heartland samtökin höfðu keypt auglýsingaskilti í Chicago þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram: “Ég trúi enn á hnattræna hlýnun. En þú?” og svo var höfð mynd af Ted Kaczynski með. Það virðist vera að Heartland Institute hafi þarna farið yfir strikið, þannig að meira að segja einhverjir af þeirra stuðningsmönnum hafi verið misboðið og hætt stuðningi við samtökin. Þess má geta að skýrslur og efni frá Heartland Institute (og ýmisa áhangenda Heartland) hefur meðal annars ratað inn í BS ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason sem er mikill “efasemdamaður” um hnattræna hlýnun og reyndar líka um aldur jarðar (4ja síðasta athugasemd). Stórmerkilegt að þær heimildir skuli hafa fengið að fljóta með í þá ritgerð…og leitt til útskriftar í kjölfarið.

    Jæja, en hvað um það, Heartland Institute varð að draga auglýsingaherferðina til baka og koma með yfirlýsingu á heimasíðu sinni. Ekki batnaði málið við það, þar sem þeim tókst að orða það sem svo að mest áberandi talsmenn hnattrænnar hlýnunar væru ekki vísindamenn – heldur væru þeir morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar!

    Persónulega vil ég þakka Heartland fyrir að sýna sitt rétta andlit og þar með niðurfært allan sinn málflutning í gegnum tíðina. Ég vona að heimildir frá þeim hætti að dúkka upp í háskólaritgerðum eða í umræðum um þessi mál í framtíðinni – enda um grímulausan áróður að ræða sem ekkert hefur með veruleikann að gera.

    Peter Sinclair tekur þetta mál fyrir í þessu stórgóða myndbandi þar sem ýmsir virtir vísindamenn og opinberir aðilar gera hnattræna hlýnun af mannavöldum að umtalsefni…ekki er hægt að segja að þar sé um að ræða morðingja, ógnvalda eða vitleysinga…en sjón er sögu ríkari:

    Meira lesefni:

    Tengt efni á loftslag.is