Loftslag.is

Tag: Fréttir

  • Bíllausi dagurinn og hjólavefsjá

    Í dag 22. september er bíllausi dagurinn í Reykjavík. Fyrir þá sem vissu ekki af þessum degi, þá viljum við hvetja sem flesta til að halda bíllausa daginn flesta daga vikunnar og skilja bílinn eftir heima og taka strætó eða hjóla í vinnuna.

    Í tilefni samgönguviku þá var opnuð Hjólavefsjá (hjolavefsja.is) um síðustu helgi en þar geta borgarbúar valið sér góða leið áður en þeir leggja af stað á hjóli. Vefsjáin gefur upp vegalengdir, leiðarlýsingu og áætlaðan ferðatíma um borgina. Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af vefsjánni:

    Ítarefni

    Skoðið hjólavefsjánna hér eða skrifið hjolavefsja.is í vafra.

    Tengt efni á loftslag.is

  • Andlát loftslagsvísindamanns

    Stephen Schneider, sem var einn af frumkvöðlum í því vísindastarfi sem hefur verið unnið á síðustu áratugum varðandi loftslagsvísindi, lést í gær (19. júlí), 65 ára að aldri. Hann var vísindamaður við Stanford Háskóla þar sem hann rannsakaði m.a. orsakir loftslagsbreytinga. Okkur langar að benda á tvær færslur þar sem starfi hans og persónu er lýst nánar, ásamt heimasíðu hans við Stanford Háskóla:

    Hér er stutt myndband sem sýnir viðtal sem tekið var við Stephen Schneider árið 1979.

  • Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna

    Skýrsla gerð undir forystu Sir Muir Russell um hið svokallaða Climategate mál kom út miðvikudaginn 7. júlí 2010. Þetta er þriðja og síðasta skýrslan á vegum vísindanefndar breska þingsins varðandi þetta mál. Lesa má um fyrstu tvær skýrslurnar á loftslag.is, Sakir bornar af Phil Jones og Loftslagsvísindin traust. Hér undir má lesa nokkur atriði úr skýrslunni, sem lesa má í heild sinni hér (PDF 160 bls.).

    Í kafla 1.3 í samantektarkaflanum, koma fram helstu niðurstöður vísindanefndarinnar. Í byrjun þess kafla segir:

    On the specific allegations made against the behaviour of CRU scientists, we find that their rigour and honesty as scientists are not in doubt.

    Varðandi ákveðnar áskanir varðandi hegðun vísindamanna CRU, þá er niðurstaðan að ekki er efi um nákvæmni þeirra og heiðarleika sem vísindamenn.

    Helstu niðurstöður skýrslunnar, kafli 1.3 – á ensku:

    1.3 Findings

    13. Climate science is a matter of such global importance, that the highest standards of honesty, rigour and openness are needed in its conduct. On the specific allegations made against the behaviour of CRU scientists, we find that their rigour and honesty as scientists are not in doubt.

    14. In addition, we do not find that their behaviour has prejudiced the balance of advice given to policy makers. In particular, we did not find any evidence of behaviour that might undermine the conclusions of the IPCC assessments.

    15. But we do find that there has been a consistent pattern of failing to display the proper degree of openness, both on the part of the CRU scientists and on the part of the UEA, who failed to recognise not only the significance of statutory requirements but also the risk to the reputation of the University and, indeed, to the credibility of UK climate science.

    1.3.1 Land Station Temperatures

    16. On the allegation of withholding temperature data, we find that CRU was not in a position to withhold access to such data or tamper with it. We demonstrated that any independent researcher can download station data directly from primary sources and undertake their own temperature trend analysis.

    17. On the allegation of biased station selection and analysis, we find no evidence of bias. Our work indicates that analysis of global land temperature trends is robust to a range of station selections and to the use of adjusted or unadjusted data. The level of agreement between independent analyses is such that it is highly unlikely that CRU could have acted improperly to reach a predetermined outcome. Such action would have required collusion with multiple scientists in various independent organisations which we consider highly improbable.

    18. On the allegation of withholding station identifiers we find that CRU should have made available an unambiguous list of the stations used in each of the versions of the Climatic Research Unit Land Temperature Record (CRUTEM) at the time of publication. We find that CRU‟s responses to reasonable requests for information were unhelpful and defensive.

    19. The overall implication of the allegations was to cast doubt on the extent to which CRU‟s work in this area could be trusted and should be relied upon and we find no evidence to support that implication.

    1.3.2 Temperature Reconstructions from Tree Ring Analysis

    The central implication of the allegations here is that in carrying out their work, both in the choices they made of data and the way in which it was handled, CRU scientists intended to bias the scientific conclusions towards a specific result and to set aside inconvenient evidence. More specifically, it was implied in the allegations that this should reduce the confidence ascribed to the conclusions in Chapter 6 of the IPCC 4th Report, Working Group 1 (WG1).

    21. We do not find that the way that data derived from tree rings is described and presented in IPCC AR4 and shown in its Figure 6.10 is misleading. In particular, on the question of the composition of temperature reconstructions, we found no evidence of exclusion of other published temperature reconstructions that would show a very different picture. The general discussion of sources of uncertainty in the text is extensive, including reference to divergence. In this respect it represented a significant advance on the IPCC Third Assessment Report (TAR).

    22. On the allegation that the phenomenon of “divergence” may not have been properly taken into account when expressing the uncertainty associated with reconstructions, we are satisfied that it is not hidden and that the subject is openly and extensively discussed in the literature, including CRU papers.

    23. On the allegation that the references in a specific e-mail to a “trick‟ and to “hide the decline‟” in respect of a 1999 WMO report figure show evidence of intent to paint a misleading picture, we find that, given its subsequent iconic significance (not least the use of a similar figure in the IPCC Third Assessment Report), the figure supplied for the WMO Report was misleading. We do not find that it is misleading to curtail reconstructions at some point per se, or to splice data, but we believe that both of these procedures should have been made plain – ideally in the figure but certainly clearly described in either the caption or the text.

    24. On the allegations in relation to withholding data, in particular concerning the small sample size of the tree ring data from the Yamal peninsula, CRU did not withhold the underlying raw data (having correctly directed the single request to the owners). But it is evidently true that access to the raw data was not simple until it was archived in 2009 and that this delay can rightly be criticized on general principles. In the interests of transparency, we believe that CRU should have ensured that the data they did not own, but on which their publications relied, was archived in a more timely way.

    1.3.3 Peer Review and Editorial Policy

    25. On the allegations that there was subversion of the peer review or editorial process we find no evidence to substantiate this in the three instances examined in detail. On the basis of the independent work we commissioned (see Appendix 5) on the nature of peer review, we conclude that it is not uncommon for strongly opposed and robustly expressed positions to be taken up in heavily contested areas of science. We take the view that such behaviour does not in general threaten the integrity of peer review or publication.

    1.3.4 Misuse of IPCC Process

    26. On the allegations that in two specific cases there had been a misuse by CRU scientists of the IPCC process, in presenting AR4 to the public and policy makers, we find that the allegations cannot be upheld. In addition to taking evidence from them and checking the relevant records of the IPCC process, we have consulted the relevant IPCC review Editors. Both the CRU scientists were part of large groups of scientists taking joint responsibility for the relevant IPCC Working Group texts, and were not in a position to determine individually the final wording and content.

    1.3.5 Compliance with the Freedom of Information Act

    (FoIA) and the Environmental Information Regulations (EIR)

    7. On the allegation that CRU does not appear to have acted in a way
    consistent with the spirit and intent of the FoIA or EIR, we find that there was unhelpfulness in responding to requests and evidence that e-mails might have been deleted in order to make them unavailable should a subsequent request be made for them. University senior management should have accepted more responsibility for implementing the required processes for FoIA and EIR compliance.

    1.3.6 Other Findings on Governance

    28. Given the significance of the work of CRU, UEA management failed to recognise in their risk management the potential for damage to the University‟s reputation fuelled by the controversy over data access.

    Næsti kafli var um ráðleggingar sem nefndin kemur með í kjölfar málsins. Á næstu dögum munu væntanlega margir verða til að kryfja skýrsluna til mergjar, það tekur væntanlega nokkra daga, þar sem hún er 160 bls. í heild og þar er farið dýpra í hvern punkt fyrir sig. Ritstjórn loftslag.is mun fylgjast með málinu og flytja fréttir af helstu niðurstöðum um málið þegar fram líða stundir.

    Í dag var einnig tilkynnt um það að Phil Jones, sá sem lenti hvað harðast í orrahríðinni varðandi climategatemálið, hafi tekið við nýrri stöðu sem yfirmaður rannsókna á CRU.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Fellibylir á Atlantshafi 2010

    Spámynd um líkur á stormum og fellibyljum

    NOAA hefur gefið út spá fyrir fellibyljatímabilið í Atlantshafi. Tímabilið er skilgreint þannig að það byrjar 1. júní og er um 6 mánuðir að lengd. Það má gera ráð fyrir því að hámark tímabilsins sé í ágúst til október, þar sem stærstu og flestu fellibylirnir ná yfirleitt landi. Hjá NOAA er  tekið fram að þrátt fyrir þessa og aðrar spár þá þurfi ekki nema einn fellibyl á ákveðið svæði til að valda miklum búsifjum. Þ.a.l. brýna þeir fyrir íbúum á þeim svæðum sem eru þekkt fellibyljasvæði að mikilvægt er að undirbúa sig fyrir öll fellibyljatímabil og vera reiðubúin því að það geti komið fellibylir, hvernig sem spáin er.

    Yfirlit yfir tímabilið

    NOAA telur að það séu 85% líkur á því að fellibyljatímabilið 2010 verði yfir meðallagi. U.þ.b. 10% möguleiki er að tímabilið verði nærri meðallagi og um 5% möguleiki á að það verði undir meðallagi. Svæðið sem spáin nær til er Norður Atlantshaf, Karíbahafið og Mexíkóflói.

    Þessar horfur endurspegla ástand í Atlantshafinu sem getur leitt til meiri fellibyljavirkni þar. Þessar væntingar eru byggðar á spám varðandi þrjá þætti loftslags á svæðinu, sem hafa stuðlað að aukinni tíðni fellibylja í sögulegu samhengi. Þessir þrír þættir eru: 1) hitabeltis fjöl-áratuga merkið (e. tropical multi-decadal signal), sem hefur verið áhrifavaldur á tímabilum með mörgum fellibyljum, 2) óvenjulega hátt hitastig sjávar í Atlantshafinu við hitabeltið og í Karíbahafinu og 3) annað hvort ENSO-hlutlaust eða La Nina áhrif í Kyrrahafinu, með meiri líkum á La Nina áhrifum.

    Mynd af hugsanlegum aðstæðum í Atlantshafi í ágúst til október 2010

    Ástand líkt því sem það er í ár hefur í sögulegu samhengi orðið þess valdandi að fellibyljatímabil í Atlantshafinu hafa verið mjög virk. Tímabilið í ár gæti því orðið eitt það virkasta miðað við virk tímabil frá 1995. Ef 2010 nær efri mörkum spár NOAA, þá gæti tímabilið orðið eitt það virkasta hingað til.

    NOAA reiknar með því að það séu 70% líkur á eftirfarandi virkni geti orðið:

    • 14 til 23 stormar sem fá nafn (mestur vindhraði meiri en 62 km/klst), þar með talið:
    • 8 til 14 fellibylir (með mesta vindhraða 119 km/klst eða meiri), þar af:
    • 3 til 7 gætu orðið að stórum fellibyljum (sem lenda í flokkun 3, 4 eða 5; vindhraði minnst 178 km/klst)

    Óvissa

    1. Spár varðandi El Nino og La Nina (einnig kallað ENSO) áhrifa er vísindaleg áskorun.
    2. Margir möguleikar eru á því hvernig stormar með nafni og fellibylir geta orðið til miðað við sömu forsendur. T.d. er ekki hægt að vita með vissu hvort að það komi margir veikir stormar sem standa í stuttan tíma hver eða hvort að þeir verði fáir og sterkari.
    3. Spálíkön hafa ákveðnar takmarkanir varðandi hámark tímabilsins í ágúst til október, sérstaklega spár gerðar þetta snemma.
    4. Veðurmynstur, sem eru ófyrirsjáanleg á árstíðaskalanum, geta stundum þróast og varað vikum eða mánuðum saman og haft áhrif á fellibyljavirknina.

    Miðað við þessar spár þá má jafnvel búast við meiri virkni fellibylja í ár, meiri líkum á virkni yfir meðallagi og hugsanlega mjög virku tímabili. Að sama skapi þá spáir NOAA minni virkni fellibylja í austanverðu Kyrrahafínu, sjá hér.

    Heimildir:

    Tengt efni á loftslag.is:

  • 19. mars – Tímamót

    Nú eru þau tímamót að hálft ár er liðið síðan Loftslag.is fór í loftið, sem var þann 19. september 2009. Að því tilefni ætlum við að taka saman yfirlit yfir það helsta frá þessu fyrsta hálfa ári, t.d. hvaða færslur og hvaða föstu síður hafa verið vinsælastar. Fyrst lítum við til bloggfærslna, frétta og gestapistla, þar sem við lítum á hvað hefur verið vinsælast hingað til.

    Röð Heiti færslu Tegund færslu
    1. Að sannreyna staðhæfingar Gestapistill
    2. Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC Blogg
    3. Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp Blogg
    4. Er jörðin að hlýna? Blogg
    5. Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl Heit málefni
    6. Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum? Frétt
    7. 19. september – Opnun Loftslag.is – 55.000 dagar Frétt
    8. Hitahorfur fyrir árið 2010 Blogg
    9. Mikil bráðnun Grænlandsjökuls fyrir 6000-9000 árum Frétt
    10. Meðalsjávarhiti í ágúst sá hæsti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust Frétt

    Það er mjög passandi að það sé gestapistill eftir Halldór Björnsson sem er mest lesna færslan. Við viljum að sjálfsögðu þakka öllum hinum frábæru gestapistla höfundum fyrir góða gestapistla.

    En það eru einnig ýmsar fastar síður hjá okkur, m.a. mýtusíðan, kenningarnar ásamt fleiru. Hér undir má sjá hvað var vinsælast af þeim.

    Röð Heiti síðu Tegund
    1. Mýtur Yfirlitssíða
    2. Spurningar og svör Yfirlitssíða
    3. Kenningin Yfirlitssíða
    4. Afleiðingar Afleiðingar
    5. Orsakir fyrri loftslagsbreytinga Kenningin
    6. Um okkur Yfirlitssíða
    7. Lausnir og mótvægisaðgerðir Lausnir
    8. Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar Mýta
    9. Grunnatriði kenningarinnar Kenningin
    10. Það er að kólna en ekki hlýna Mýta

    Síðuflettingar hafa verið rúmlega 37.000 á þessu tímabili. Birtar fastar síður eru 66, en fjöldi færslna, þ.e. blogg, fréttir, gestapistlar, myndbönd og þess háttar eru orðnar 222.

    Það má segja að á ýmsu hafi gengið í loftslagsumræðunni. Þar má m.a. nefna ýmsar nýjar rannsóknir sem við höfum tekið fyrir, climategate málið svokallaða og COP15 sem við fylgdumst nokkuð ítarlega með. Þar fyrir utan hafa fréttir og blogg fengið sinn sess á síðunni.

    Við erum með síður á Facebook, Twitter og Blog.is og langar okkur að hvetja lesendur til að fylgjast með síðunni þar. Við erum jafnframt að skoða fleiri möguleika til að koma síðunni á framfæri.

    Við höfum haft 2 skoðannakannanir og er önnur þeirra í gangi, sjá neðst í færslunni og í hliðarstikunni.

    Við ætlum að sjálfsögðu að halda okkar striki í framtíðinni og fylgjast af krafti með þróun rannsókna og vísinda varðandi loftslagsmál og þeirri, oft á tíðum, heitu umræðu sem umlykur þessi mál nú um stundir. Við hlökkum til að takast á við verkefnið og viljum þakka lesendum okkar fyrir móttökurnar á þessu fyrsta hálfa ári.

    [poll id=”4″]

  • Heitt: Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl

    email_logoKomið hefur upp mál, þar sem hakkarar náðu meira en 1.000 skjölum af tölvuþjóni og endurbirtu á netinu. Þessi skjöl, sem eru m.a. tölvupóstar, voru geymd í tölvukerfi á einni af leiðandi rannsóknarstöðvum varðandi loftslagsrannsóknir í Bretlandi. Það lítur út fyrir að þessi “sýndar” árás hafi það að markmiði að reyna að skaða orðspor virtra loftslagsvísindamanna.

    Rannsóknarmiðstöð háskólans í Austur “Anglia” varðandi loftslagsmál (CRU) í Norwich, staðfesti í dag að tölvupóstum og skjölum úr tölvuveri þeirra hefðu verið ólöglega afrituð og birt á netinu á ónafngreindum rússneskum tölvuþjóni. Tenging á rússneska tölvuþjóninn kom fyrst fram þann 19. nóvember á lítt þekktu bloggi sem fjallar um loftslagsmál á skeptískan hátt. Tölvuþjóninum var lokað nokkrum klukkutímum síðar, en efninu sem var stolið var þá þegar komið í dreifingu annars staðar á netinu. Staðfest hefur verið að skjölin séu dagsett frá 1991 – 2009.

    Talsmaður háskólans staðfestir að hakkarar hafi komist inn í tölvukerfið og náð í upplýsingar þaðan án leyfis. Hann tekur fram að rannsókn standi yfir og að lögreglunni hafi verið tilkynnt um atvikið. Hann segir einnig að magnið sé of mikið til að hægt sé að staðfesta að það efni sem birst hafi sé ekta.

    Nokkur blogg sem fjalla um loftslagsmál á efasemdarnótum, hafa nú þegar birt efni úr þessum skjölum. M.a. er að finna tölvupósta sem taldir eru eiga rætur að rekja til framkvæmdastjóra CRU, Phil Jones, til samstarfsmanna sinna, m.a. Michael Mann. Mann er m.a. þekktur fyrir rannsóknir sýnar á fornloftslagi og er einn af sem kom fram með hokký-kylfu grafið.

    Þeir sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum hafa túlkað sum orð í þessum tölvupóstum, þannig að hægt sé að skilja að um einhverskonar falsanir sé að ræða. Einnig er í þessum, oft persónulegu, tölvupóstum sitthvað sem ekki var hugsað til útgáfu. M.a. þar sem rætt er um ákveðnar persónur, þar sem skipst er á skoðunum um ákveðin mál eða jafnvel notað sérstakt orðfæri þar sem væntanlega þarf að vita hvað um er verið að ræða til að skilja samhengið. En það er mikið skrifað um þetta mál á netinu og sýnist fólki sitthvað um þetta mál.

    Ef að satt reynist að um einhvers konar falsanir sé að ræða – þótt smávægilegar geti verið, þá er það vissulega alvarlegt mál fyrir viðkomandi vísindamenn. Rétt er að draga ekki strax ályktanir um það, þetta gæti verið stormur í vatnsglasi sem blásinn er upp af þeim sem vilja ekki minka losun CO2 út í andrúmsloftið. Þá má vissulega setja spurningamerki við tímasetninguna svo rétt fyrir loftslagsfundinn í Kaupmannahöfn.

    Ýtarefni:

    Frétt á vef BBC
    Frétt á vef Nature.com

    Umfjallanir:

    RealClimate
    Greenfyre og Meiri Greenfyre
    DeSmogBlog

    Efasemdarraddirnar:

    Roy Spencer
    WattsUpWithThat?

  • Blogg: Er jörðin að kólna? – Í tilefni fréttar á Visir.is og Stöð 2

    Föstudaginn 20. október birtist frétt á Stöð 2 og á Visir.is, undir yfirskriftinni “Jörðin er að kólna“. Okkur hér á ritstjórninni þótti þetta frekar undarleg frétt, þannig að við báðum um frekari upplýsingar frá fréttamanninum sem gerði fréttina. Við erum honum þakklátir fyrir, að hann var okkur innan handar og gaf okkur tengil á fréttina sem hann hafði unnið sína frétt eftir. En áður en við kíkjum á það viljum við koma betur inn á innihald fréttarinnar á Vísi og Stöð 2.

    Hnattrænt hitastig samkvæmt GISS gögnum frá árinu 1980. Rauða línan sýnir árleg gögn, stóri rauði kassinn sýnir bráðabirgðagögn fyrir árið 2009 úr frá hitastigi frá janúar-ágúst. Græna línan sýnir 25 ára leitnilínu (0,19°C á áratug). Bláa línurnar sýna síðustu tvær tíu-ára leitnilínur (0,18°C á áratug fyrir 1998-2007, 0,19°C fyrir 1999-2008).
    Hnattrænt hitastig samkvæmt GISS gögnum frá árinu 1980. Rauða línan sýnir árleg gögn, stóri rauði kassinn sýnir bráðabirgðagögn fyrir árið 2009 úr frá hitastigi frá janúar-ágúst. Græna línan sýnir 25 ára leitnilínu (0,19°C á áratug). Bláa línurnar sýna síðustu tvær tíu-ára leitnilínur (0,18°C á áratug fyrir 1998-2007, 0,19°C fyrir 1999-2008).

    Fyrst og fremst þá virðist vera sem umræða um kólnun Jarðar sé byggð á mælingum sem ná yfir of stuttan tíma til að hægt sé að tala um kólnun. Það eru og verða alltaf sveiflur í hitastigi og þar af leiðandi er ekki marktækt að kíkja á hitastig frá t.d. 2005 og segja að leitni hitastigs sé lækkandi. Við fjölluðum um þetta á þessum síðum fyrir ekki svo löngu síðan í frétt um að tölfræðilegar upplýsingar túlkaðar af tölfræðingum benda til að jörðin sé að hlýna. Vísindamenn hafa bent á að tímabundnar sveiflur í veðurfari til nokkurra ára séu ekki mælikvarði á sveiflur í loftslagi. Sjá t.d. mýtuna “Það er að kólna en ekki hlýna“.

    Í fréttinni er talað um að “Vísindamenn sem trúa því ekki að jörðin sé að hlýna af mannavöldum benda á þessar tölur máli sínu til stuðnings.” Ekki er bent á tölur í fréttinni, þannig að erfitt er að sjá hvaða tímabil er verið að tala um. Fyrir utan fáa vísindamenn sem eru sumir hverjir sérfræðingar í öðru en loftslagsfræðum, þá er, samkvæmt könnun sem gerð var meðal vísindamanna, stór hluti af sérfræðingum í loftslagsmálum sammála um að  mannlegar athafnir sé stór þáttur í að breyta hnattrænum meðalhita jarðar.

    Tilvitnun í loftslagssérfræðinginn Mojib Latif frá Þýskalandi er einnig hluti fréttarinnar, þar sem segir að hann spái því að Jörðin fari kólnandi í kannski áratug eða svo. Við tókum þessi orð Mojib Latif fyrir í færslu hér á heimasíðunni þann 9. október s.l., færslan nefndist því lýsandi nafni “Hvernig verða mýtur til?“, þar er farið nokkuð vel í það sem Mojib Latif segir í raun og veru, og hvernig þau orð eru svo rangtúlkuð í kjölfarið.

    Í fréttinni eru loftslagslíkönin einnig nefnd:

    “Hitt er alveg ljóst að loftslagslíkönin sem þeir vísindamenn sem trúa á sekt mannsins hafa vísað til spáðu ekki fyrir um þessa kólnun.

    Þetta viðurkenna bæði trúaðir og vantrúaðir. Mojib Latif viðurkennir að mjög þurfi að bæta líkönin.”

    Fyrst er hér að nefna að verið er að blanda saman trúarbrögðum og vísindum, hægt er að benda á færslu um trúarbrögð í loftslagsvísindum sem nánari lesningu. Þess ber einnig að geta að loftslagslíkön eru að sjálfsögðu í stöðugri þróun, og Mojib Latif er einn af þeim fjölmörgu sem taka þátt í því starfi að gera þau betri. Vísindamenn eru enn að átta sig á því hvernig samspil hina ýmsu þátta er í loftslagsfræðunum, og það er starf sem er alltaf í gangi.

    Þetta voru helstu atriði sem við vildum fá fram varðandi þessa frétt, ásamt því kannski að taka fram að spádómar um hlýnun munu ekki að öllu leiti getað varpað ljósi á náttúrulegar sveiflur, sem ýmist magna upp (magnandi svörun) undirliggjandi hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda eða draga úr og jafnvel lækka hitastig til skemmri tíma. Það er svo sem ekkert nýtt í því, en til lengri tíma gera spár ráð fyrir hlýnun jarðar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Hversu mikil hækkun hitastigs verður er nokkurri óvissu háð, sjá meira um óvissu.

    Það sem við settum fyrir okkur þegar við sáum fréttina, var að okkur fannst vanta heimildir, þ.a.l. sendum við fréttamanninum tölvupóst og báðum hann um heimildir fyrir þessari frétt. Hann sendi okkur í kjölfarið tengil á heimildina, sem var frétt af FoxNews. Sú frétt er nokkuð samhljóða fréttinni af Stöð 2 og Vísi. Í þeirri frétt er einnig tengill á grein sem tekin er af The Wall Street Journal, svo virðist vera sem frétt FoxNews sé unnin upp úr þeirri grein, sem er eftir mann að nafni Jeffrey Ball.

    Við viljum að lokum benda á að okkur þykir miður þegar fjallað er um jafn mikilvægt málefni eins og loftslagsbreytingar, á þann hátt að verið er að hampa mýtum, þ.e. fullyrðingar sem ekki eru byggður á traustum vísindalegum grunni.

  • Frétt: Nýsköpun – íslensk vísindi

    Eins og sjálfsagt allir áhugamenn um vísindi vita, þá er Ari Trausti með þátt í Ríkissjónvarpinu sem heitir Nýsköpun – íslensk vísindi. Þessir þættir eru einstaklega áhugaverðir og við hér á loftslag.is munum sperra augu og eyru enn meir en venjulega nú, þar sem fjallað verður um það í kvöld hvernig íslenskum jöklum reiðir af við hlýnun loftslags.

    8182-15. þáttur.

    Sýnt: fimmtudagur 29. okt. 2009 kl. 21.25.
    Endursýnt: 30. október 2009 kl. 18.25; 31. október 2009 kl. 10.20

    Í fimmta þætti raðarinnar um íslensk vísindi og fræði fylgjum við nemendum sem búa til sjálfvirka, litla geimjeppa, könnum hvernig íslenskum jöklum reiðir af við hlýnun veðurfars og hvernig Orkuveita Reykjavíkur fer að því að tryggja að alltaf sé kalt vatn í krönunum.

  • Frétta og pistlayfirlit

    Hér er stutt yfirlit yfir færslur af Loftslag.is. Einnig er yfirlit yfir fréttir sem við rákumst á við fréttaöflun, en gerðum ekki sérstakar færslur um. Þetta eru stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt, beint eða óbeint.

    Yfirlit – fréttir og pistlar:

    Frá því síðasta yfirlit leit dagsins ljós þá hafa ýmsar færslur ratað á síður Loftslag.is. Við höfum skrifað ýmsar fréttir frá því síðasta yfirliti, verður farið yfir nokkrar hér.  Við skrifuðum umfjöllun um það að nýliðin september var næst hlýjasti september frá því 1880. Nýleg rannsókn þar sem mælingar sýna fram á munstur milli vöxt trjáa og geimgeisla varð á vegi okkar. Skoðanakönnun sem gerð er af Pew Research Center for the People & the Press gefur til kynna að færri Bandaríkjamenn telji traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun, en í síðustu könnun, þessi frétt varð m.a. fréttaefni þar sem vitnað var í Loftslag.is á Visir.is. Hafa pálmar vaxið á norðurslóðum er spurning sem vísindamenn við háskóla í Hollandi velta fyrir sér og varð meðal annars fréttaefni á bæði Mbl.is og Visir.is. Nú síðast birtum við svo frétt um að tölfræðingar telja leitni hitastigs vera upp á við á síðustu árum og áratugum.

    Fimmtudaginn 22. október birtist fróðlegur gestapistill um fugla og loftslagsbreytingar eftir Tómas Grétar Gunnarsson og kunnum við honum þakkir fyrir. Einnig eru nokkrar bloggfærslur sem vert er að nefna. Þankatilraun um það hvort að loftslagsvandinn sé tabú kom fram, en litlar umræður fóru fram um það, en enn er opið fyrir athugasemdir ef vilji er til þess að ræða það efni nánar. Við fengum fróðlega fyrirspurn frá Guðlaugi Ævari, sem við reynum að svara í “Geta hafnarbylgjur frá Austur Grænlandi valdið tjóni á Íslandi?“. Það hafa verið einhverjar vangaveltur að undanförnu um hokkíkylfuna svokölluðu, af því tilefni spurðum við spurningarinnar, “Er búið að strauja hokkíkylfuna?” í einni færslu. Að lokum má benda á stutta færslu um hversu mikið af CO2 er losað í andrúmsloftið af völdum manna.

    Ýmislegt annað hefur ratað á síðurnar, m.a. myndbönd, léttmeti og heit málefni, sem sjá má hér. Helst má nefna af þessum lista færslu undir heit málefni, þar sem tekin er fyrir pistill sem birtis á vef BBC þar sem pistlahöfundurinn lýsir eftir hlýnun jarðar.

    Stuttar fréttir

    RiceToday-cover-sept-09Hrísgrjónabændur heims eru í vanda, en mörg af þeim löndum sem framleiða hrísgrjón hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna óvenjulegs veðurfars. Skemmst er frá að minnast á óvenjulega mikla úrkomu á Filippseyjum, seinkun á monsúninum á Indlandi og mjög útbreidda þurrka á Ástralíu. Október-desember hefti Rice Today einblínir á loftslagsbreytingar og möguleg áhrif þess á hrísgrjónarækt. Í því kemur fram að það sé erfitt að sanna að loftslagsbreytingar séu valdar að núverandi veðri. Þrátt fyrir það, þá hefur stofnun í hrísgrjónarannsóknum (International Rice Research Institute  – IRR) kortlagt þau svæði á Filippseyjum sem líklegust eru til að verða fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Nánar má lesa um málið á Science Daily, en einnig er hægt að nálgast tímaritið á heimasíðu IRRI (ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig).

    bylgja953214Jarðskjálftafræðingar hafa í gegnum tíðina síað út bylgjusuð sem jarðskjálftamælar nema þegar úthafsalda kemur af fullum krafti að landi – vegna truflana sem suðið veldur við mælingu jarðskjálfta. Nú ætla menn að snúa þessu við og sía út jarðskjálftana til að sjá breytingu í þeirri orku sem úthafsaldan veldur þegar hún kemur að landi. Talið er að þetta verði gott innlegg í umræðuna um það hvort fellibylir á Atlantshafi hafi aukist með hlýnun jarðar. Þar sem menn deila um það hvort fellibylir séu að aukast eða ekki þá gæti þessi rannsókn skorið úr um það. Sjá nánari umfjöllun á Discovery.

    Suzuki_swift_hybridBílasýningin í Tokyo er hafin. Að þessu sinni er mun meira úrval umhverfisvænna bíla en áður hefur verið. Þar eru til sýnis allskyns hugmyndabílar, tengitvinnbílar, rafmagnsbílar svo fátt eitt sé nefnt. Það eru því margir sem berjast um sviðsljósið nú sem endranær. Rafmagnsbílar virðast m.a. ætla að stela sviðsljósinu í ár vegna tækniframfara í endurhlaðanlegum rafhlöðum, sem getur gert fjöldaframleiðslu enn fýsilegri en áður. Við viljum benda á betri og nánari um fjöllun um þessa sýningu á heimasíðunni visindin.is.

    Skógarmítill. Stærð 11 mm. Ljósm. Erling Ólafsson (af ni.is).
    Skógarmítill. Ljósm. Erling Ólafsson (af ni.is).

    Það er ekki úr vegi að benda fólki á íslenskt dæmi um afleiðingar hlýnandi loftslags – svokallaða Skógarmítlu sem færir sig norðar á bóginn. En þar sem þessi umræða hefur farið fram víða á íslenskum fjölmiðlum, þá látum við okkur nægja að benda á ítarlegar umfjallanir um þetta. Heimasíða Náttúrufræðistofnunar Íslands er lógískasti staðurinn til að byrja – hér er frétt og svo nánari umfjöllun á þeirri síðu. Einnig má lesa fréttir um málið meðal annars á ruv.is og mbl.is

    .

    wm_2010_logo_uv;property=onlineBildHeimsmeistarakeppnin í fótbolta fer fram í Suður-Afríku 2010. Flestir stærri íþróttaviðburðir, eins og t.d. Ólimpíuleikarnir og HM í fótbolta reyna að jafna kolefnisfótsporin, helst þannig að það verði hlutlaust. HM í Suður-Afríku er engin undantekning þar á. Keppning í Suður-Afríku þarf að takast á við 10 sinnum stærri kolefnislosun heldur en keppnin 2006 í Þýskalandi. Mikilvægt er í þessu sambandi að taka fram að Þjóðverjar þurftu ekki að huga að því að kolefnisjafna frá flugi eins og gert verður í Suður-Afríku. Kolefnislosun frá flugi í þessum mánuði á meðan keppnin fer fram, verður 67% af heildarlosun landsins á tímabilinu, þar sem búist er við um 500.000 áhorfendum og þátttakendum á keppnina. Sjá nánar, Reuters og COP15.

  • Frétt: Tölfræðin segir að enn sé að hlýna

    Frétt: Tölfræðin segir að enn sé að hlýna

    Hitastig jarðar frá því mælingar hófust.
    Hitastig jarðar frá því mælingar hófust.

    Nú hefur AP fréttastofan (Associated Press) gert óháða könnun á því hvað tölfræðingar segja um hlýnunina.

    AP fréttastofan sendi hitagögn frá NOAA og NASA (bæði mælingar á jörðu og úr gervihnöttum) til fjögurra sjálfstæðra tölfræðinga sem fengu ekki að vita hvað fælist í gögnunum – en þeir fengu það hlutverk að gera á þeim venjubundin tölfræðileg próf og skoða leitni gagnanna (trend).

    Samkvæmt fréttastofunni þá fundu tölfræðingarnir sem greindu hitagögnin, enga tölfræðilega niðursveiflu síðastliðinn áratug og í raun varð vart við mjög ákveðna leitni upp á við í tölunum á áratuga grunni. Að auki kom í ljós að sveiflur núna væru líkar því sem orðið hafa reglulega allt frá árinu 1880. Það má túlka sem svo að þær sveiflur séu náttúrulegar sveiflur ofan á undirliggjandi hlýnun.

    Ítarefni:

    Fréttina má lesa hér: AP IMPACT: Statisticians reject global cooling

    Við höfum áður fjallað um umræðuna sem verið hefur undanfarin misseri (sjá Er jörðin að hlýna?).