Opinber rannsókn í hinu svokallaða climategatemáli hófst í dag (11. febrúar). Sérfræðingar, undir forystu Sir Muir Russell, munu rannsaka hvers vegna tölvupóstar frá CRU höfnuðu á netinu. Þeir munu einnig athuga hvort hægt sé að finna gögn í tölvupóstunum um að rannsóknarfólk hafi hagrætt gögnum eða falið gögn á skjön við viðteknar venjur vísindalegra aðferða.
Rannsóknarnefndin vonast til að geta kynnt bráðabirgðaniðurstöðu vorið 2010. Samkvæmt Sir Muir, þá hefur rannsóknarnefndin frjálsar hendur um það hvernig rannsóknin fer fram.
Ýmislegt varðandi tölvupóstana
Í nóvember voru meira en 1.000 tölvupóstar á milli vísindamanna CRU og samstarfsmanna þeirra um allan heim, birtir á netinu ásamt öðrum skjölum. CRU sér m.a. um mikilvægan gagnabanka varðandi breytingar á hitastigi á heimsvísu. Prófessor Phil Jones, sem var forstöðumaður deildarinnar hjá CRU, vék úr starfi á meðan á rannsókn málsins stendur, en hann segir að hann standi við öll sín gögn.
Sir Muir var settur yfir rannsóknina í desember, til að rannsaka ýmsar staðhæfingar og fullyrðingar sem upp komu í kjölfar þess að tölvupóstunum var stolið. Ásamt þessum 1.000 tölvupóstum, náði hakkarinn einnig 3.000 skjölum. Heildarstærð gagnanna er u.þ.b. 160 MB. Rannsóknarnefndinni er einnig falið að skoða sérstaklega hvort að gögnum hafi verið haldið frá svokölluðum FOI (Freedom of Information) beiðnum, þar sem vísindamönnum ber að birta gögn ef um það er beðið. Gagnrýnendur telja að tölvupóstarnir sýni fram á tilraunir tiltekina vísindamanna til að hagræða gögnum.
Rannsóknarnefndin kunngerir
Efasemdarmenn um loftslagsvísindinn hafa gefið í skyn að málið sýni annað hvort að athafnir manna hafi ekki áhrif á loftslag plánetunnar eða að afleiðingar sömu athafna séu ekki eins slæm og sumir loftslagsvísindamenn vilja halda fram.
Rannsóknarnefndin mun rannsaka eftirfarandi:
- Rannsaka samskiptin í hökkuðu tölvupóstunum, önnur tölvupóstsamskipti sem máli skipta og eru hjá CRU, til að athuga hvort að þar séu sönnunargögn sem styðja að um hagræðingu gagna eða að gögnum hafi verið haldið frá öðrum á skjön við viðteknar venjur vísindalegra aðferða
- Skoða reglur og venjur CRU varðandi það hvernig gagna er aflað, þau sett saman, hvernig nálgun við rit rýningu gagna fer fram og hvernig dreifingu gagna er háttað
- Skoða hvernig CRU hefur gengið að láta sér frá gögn sem um er beðið samkvæmt FOI (Freedom of Information) beiðnum
- Skoða og koma með ráðleggingar um það hvernig viðeigandi rekstur, stjórnun og höndlun gagna gæti verið
Hins vegar mun rannsóknarnefndin ekki skoða eldri rannsóknarvinnu CRU, þar sem þar sem það mun verða lagt mat á það með könnun á vegum UEA-nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru Geoffrey Boulton, Dr Philip Campbell, Prófessor Peter Clarke, David Eyton og Prófessor Jim Norton.
Ítarefni og heimildir
Við mælum með ítarlegri umfjöllun Guardian í 12 hlutum um hið svokallað Climategatemál, Climate-wars-hacked-emails
Fréttir um rannsóknina:
Ýmislegt efni af Loftslag.is um hið svokallað Climategate
Leave a Reply