Tíðni sterkra storma á Atlantshafi

climate_2010_10-i1Fjöldi sterkra storma í Vestur Atlantshafi gæti tvöfaldast við lok aldarinnar, á sama tíma og heildarfjöldi allra storma minnkar, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á aukningu á styrk fellibylja, en vísindamönnum hefur nú tekist að þróa líkön sem líkja eftir stormum af styrk 3 eða hærri (sjá skilgreiningu á styrk fellibylja), sem gerir þeim kleift að spá fyrir um storma á þessari öld.

Möskvastærð reikninets í loftslagslíkönum er gjarnan 100-300 km á breiddina og fyrir vikið þá herma þau illa eftir fellibyljum. Spár um breytingar á tíðni og styrk fellibylja byggjast því sjaldnast nema að hluta á loftslagslíkönum -heldur á sérstökum líkönum, fræðilegum rökum og greiningum og því eru þær spár ekki jafn traustar og spár um hlýnun.

Við þessa rannsókn var upplausn loftslagslíkana aukin með sérstakri tækni og tekið var meðaltal 18 hnattrænna og 4 svæðisbundinna loftslagslíkana,  miðað við að ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Síðan bjuggu þeir til fellibyljalíkan til að líkja eftir myndun storma og viðbrögð þeirra við áætlaðri hlýnun.

Niðurstaðan er sú að fjöldi storma af styrk 4 og 5 mun hugsanlega aukast um 81% við lok aldarinnar, en að auki mun fjöldi storma með vindstyrk meiri en 65 m/s aukast um 250%. Mesta aukningin mun verða á styrk storma í Vestur Atlantshafi.

Hemildir og ítarefni

Þessi frétt er unnin upp úr frétt af heimasíðu Nature:  Strengthened storms

Greinina má finna í tímaritinum Science (áskrift): Modeled Impact of Anthropogenic Warming on the Frequency of Intense Atlantic Hurricanes

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál